Tíminn Sunnudagsblað - 15.11.1970, Blaðsíða 22
Thomesen: „Fer úr buxunum sín-
um í skinnbuxur, þegar skrúð-
göngur eru. Konan gömul. Einka-
dóttirin falleg“.
Einkunnirnar eru af ýmsu tagi.
Kona smiðs eins er „til í tuskið“.
Eftirlitsmaður í Humragötu „heit-
ir Hauch — hann er djöfulP'. Yfir-
kammerherrann Pless býr í Austur
götu. „bar er salur jafnlangur
húsinu. Þar situr hann gapandi“.
Á Grábræðratorgi er Junge kon-
ferensráð — „kerlingin hans er
svín. Hún er full af alls konar
ráðabruggi11.
Það er auðséð, hvernig þetta
handrit hefur orðið til. Barhow átti
sjálfur heima í grennd við Niku-
lásarkirkjuna, og á þeim slóðum
er frá flestum sagt. En svo hefur
hann farið að færa út landnám
sitt, og þeirra erinda hefur hann
gengið í hús og þótzt vera að leit-
ast fyrir um leiguhúsnæði. Stund-
um segir hann þetta berum orðum.
Og alltaf hefur hann augun hjá
sér. í Gothersgötu er fólk, sem
selur fatnað — „þar stóð jómfrú“.
í Litlu-Kóngsgötu „fór falleg ung-
lingsstúlka í síðri, rauðri kápu“
inn í hús ökumanns, sem þar bjó.
í Springgötu er húsasamstæða með
porti: „Þar er ung stúlka með lít-
ið andlit — hún leit við í port-
inu“. í Laxagötu „spurði ég eftir
húsnæði, þar sem ég sá tvær jóm-
frúr fara inn með Kalkreuter liðs-
foringja“
Samtíð sinni var Hans Barhow
kunnastur sökum þess, að hann
var gullgerðarmaður. Trúin á þá
list var að vísu dvínandi Hún var
þó enn sterk, er siónleikur Hol-
bergs, Arabiska duftið var fyrst
sýndur árið 1724, og bað var ekki
fyrr en árið eftir að Friðrik IV
sagði hirðgullserðarmanni sínum,
Maldini. upp embætti Þriátíu ár-
um síðar rétt fyrir dauða beirra
Barhows beggia. komst Holberg
svo að orði í Lýðveldinu: „Maður
sannar þó, hversu margir beirra,
sem þykiast vera gullserðarmenn.
sem reynast svikarar. að aldrei er
hörgull á þeim, sem blekkia og
láta blekkiast“ Það getur meira
að segia hugsazt. að Holberg hafi
hér haft. Barhow f huga. t kring
um 1720 mun Hoiberg hafa k°nnf
honum latneska mælskulist, og eft
ir bruna Kaupmannahafnar biuggu
þeir fimm ár í sömu götu.
(Heimild: Skalk.)
TVEIR Á TALI —
Framhald af 905. siðu.
furðuskýrt í huganum frá þessari
dvöl á Austur-Grænlandi: Lúnir
félagar og klyfjahestar, sem silast
um vegleysur Jamiesonslands í
nóttleysu norðursins — lítill sauð-
nautskálfur, sem liggur umkomu-
laus og yfirgefinn í krapaelgnum
— stanzlaust strit í náttmyrkri og
ófærð við að koma ofhlöðnum
hundasleðum í áfangastað — löng
og þrúgandi bið i litlu og hálf-
fenntu tjaldi eftir því að bylinn
lægi, svo aftur verði ferðafært —
hreindýrahár á úlpum og svefn-
pokum, sem alltaf þurfa að lenda
í matnum, svona til bragðbætis —
unaður dagbjartra vornótta, þar
sem þögnin er alvöld — sífelld
hjálpsemi og glaðværð góðra fé-
laga, á hverju sem gekk. Jú, víst
á ég notalegar endurminningar frá
þessu stórbrotna landi. Og þó:
Undir hárri klettaborg á auðn-
um Jamiesonslands hafa nú í þrjá-
tíu og tvö ár veðrazt bein fjögurra
íslenzkra hesta — gamalla og
kærra félaga, sem lögðu fram
orku sína alla til þess, að unnt
væri að bæta lítilli ögn við óseðj-
andi þekkingarhít mannsins. Senn
eyðast þau og hverfa að fullu.
Leiðangur til Grænlands með
því sniði, sem hér hefur verið drep
ið á og ég tók þátt í, er nú löngu
liðin saga. Nú hefur þyrlan leyst
hunda og hesta af hólmi. Einnig
á þessum afskekktu auðnum hefur
tæknin — hin dauða vél — hafið
innreið sína. VS.
INNRÁS í KLAUSTRIÐ
Framhald af 897. siSu.
desembernóttina og flýtti mér
heirn í skóla. Ég forðaðist tjörn-
ina, líkt og ísinn þar væri orð-
inn ótryggur, og leit ekki til baka.
En á eftir mér heyrði ég marra
í snjónum taktfast fótatak stúlk-
unnar, sem ég átti að kveðja f
síma fyrir Fjall í Aðaldal —
stúlkunnar, sem ég fyrir fáum
augnablikum hafði verið að leiða
við hlið mér gegnum draum-
i m m ■■ —n
Lausn
37. krossgátu
heima mína á skautum úti á
tjörn. Ég hentlst inn í skóianl)
og tók hverjar þrjár trðppu|
skólastiganna í elnu skrefi á leío
til herbergis míns.
Stúlkunum í húsmæðrasbólan-
um kynntist ég aldrei neitt náið.
Þó vissi ég nokkur deili á sum*
um þeirra og síðar vissi ég meðal
annars, að sumar þeirra sklpuðU
virðuleg sæti í hópi þingeyskra
húsmæðra.
En nú, þegar ég læt hugann
reika til baka til þessa eftirminni
lega desemberkvölds, þá er það
von mín og vissa, að stúlkurnar,
sem þennan vetur dvöldust í skól-
anum hennar ungfrú Kristjönu
Pétursdóttur hafi einhvern tí-ma
síðar á ævinni verið heimsóttar
af djarfari karlmanni en mér. Því
annars veit ég, að þær deyja ekki
sáttar við Tífið.
Á ýmsum nótum
Framhald af 890. síðu.
Nú er mjög talað um friðan-
ir. Sumir vilja friðlýsa gömlu
kumbaldana við Lækjargötu,
svo að fólk geti á ókomnum ár-
um haft þar fortíðina fyrir aug-
um. Á sama hátt vil ég láta
friða svo sem eina eða tvær
stofnanir, þar sem hinn drúldni
og ábúðarmikli skrifstofumaður
og afgreiðslumaður, sem óljóst
er, hvort kemur auga á við-
skiptavinina, fær að ríkja
óáreittur. Það er sem sé menn-
ingarsaga líka, ekki síður en
gamla bakaríið og bæjarfógeta-
húsið, hvaða snið menn höfðu
á sér í daglegu starfi.
J. H.
j 4
V 'f S r* d
/ S fí J> í
s fí l n t
u N n i
N N 'fí L
d n l. l i
a u / v
VÍSUNDfíHOfíN T C\
fí K fí N fí K’A K 'fí L fí 6
F fí u fí g fí L fí K b n n
H R > RU 5 L ’OSFI'/I X
S R’O fí D I U RtAU l
05 S N fí a fí Tf fí fí 'O
n ö K K R U Q G fí R S v
+ TR fí F R fí S K F'ft l
H R ’fl L £ S T 6’ rUL L
J fí K V fí K S ’fl K fí N Jt
fl D fí N / ? fí N N fí K fl
L fl N cfíU / r / NNOR
p -+y i D — n fí nn / nN
910
T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ