Tíminn Sunnudagsblað - 15.11.1970, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 15.11.1970, Blaðsíða 5
(konur sætu ekki saman í tímum. En bót var í máli, að utan kennslu- stunda máttu piltar og stúlkur óátalið dveljast saman í kennslu- stofum, meðan dagsbirtu naut við eða Ijós voru logandi. Það frjáls- ræði milli kynjanna kunni ungt fólk líka vel að meta. Sunnan vert við héraðsskólann á Laugum er allstór tjðrn, sem að miklu leyti mun vera afrek þing- eyskrar æsku á fyrsta fjórðungi þessarar aldar. Ilefur iðin hönd starfsglaðra manna hlaðið varnar- garða hennar, en volgu vatni er veitt til' hennar með opnum skurð- um frá heitum lindum ofan úr fjallshlíðinni. Tjörnin er prýði stað arins. Á sólríkum dögum speglast mynd hinnar stíliireinu bursta- byggingar skólans í vatnsborðinu, og þegar IJós hafa verið tendruð i skólahúsinu á kvöldin, verður vatnsflöturinn eitt iðandi ljóshaf. Norðlenzku stórhríðarnar geta stundum orðið -svo miskunnarl'aus- ar, að mannheldan ís leggi yfir tjörnina frá enda til enda en til þess þarf mikið frost, og ísinn þar er jafnan viðsjáll vegna hitans i vatninu, sem að visu er farinn að tapa orku sinni á leið niður hiíð- ina. En þegar ég var í Laugaskóla, voru það einar vinsælustu skemmt anir ungs fólks að leiðast úti á ísi lagðri tjöminni á skautum. Þang- að náði ekki hinn strangi agi skól- ans um sambúð og samveru sveina og meyja. Við suðurenda tjarnar- innar reis nýtt menntasetur liaust* ið 1929. Það var húsmæðfaskóli Þingeyinga, myndarlegur vottur um menningarstarf þingeyskra kvennasamtaka. í þennan hú« mæðraskóla söfnuðust þegar a fyrsta hausti allmörg húsmæðra- efni úr sveitum Þingeyjarsýslu og nutu þar móðurlegrar umhyggjú og uppfræðslu skólastýrunnar, ungfrú Kristjönu Pétursdóttur frá Gautlöndum í Mývatnssveit. K.vnni milli námsmeyja húsmæðraskóh ans og nemenda alþýðuskól- ans urðu litil í fyrstu, enda ekki til annars ætlazt af þeim, senl stýrðu þessum menntastofnumim T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 893

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.