Tíminn Sunnudagsblað - 15.11.1970, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 15.11.1970, Blaðsíða 6
Þó nutu námsmeyjar húsmæðra- skólans kennslu í alþýðuskólanum í sundi og ý-msum bóklegum grein- um, og meðal annars sátu sumar þeirra eitthvað í kennslustundum í sömu deild og ég. En þessar stúlkur komu og fóru hljóðar og hógværar, án þess að blanda nokkru sinni geði við okkur utan kennslustunda. Þegar þær komu í tíma til okkar, var bætt við hæfi- lega mörgum borðum og bekkjum aftan við borð hinna stúlknanna i deildinni. Ekki dirfðumst við piltarnir nokkru sinni að yrða á námsmeyj- ar húsmæðraskólans. En augun eru tollfrjáls, enda munu augu piltanna í minni deild oft hafa hvikað frá kennaraborði og skóla- töflu yfir á kvennaskólabekkinn, og stundum fór léttur kliður og glettin tillit um bekkinn okkar, þegar kvennaskólinn gekk í salinn. Munum við þá sumir hafa mátt taka undir með Kristjáni Fjalla- skáldi, er hann kvað undir messu í Vopnafirði: Þegar ég geng í guðshús inn, sem góðir margir fleiri og iðrunarfull-ur Ólaf minn orð drottins flytja heyri, skyldi þá vera synd að segja svona við þann, sem næstur er: / Það er þó svei mér séleg meyja, sem situr þarna gagnvart mér. Auk kennslustundanna sóttu húsmæðraefnin flestar skemmtan- ir, sem haldnar voru í alþýðuskól- anum, en vandlega var alls velsæm is gætt af ungfrú Kristjönu, se-m varla leit nokkru sinni af stúlkun- um sínum. Ég var snemma með þeim ósköp um fæddur, að bera óttablandna lotningu fyrir konum o-g hræðast návist þeirra eins og einhvern skelfingardóm, og ekki örvaði það áræði mitt að kynnast þeim fríðu fljóðum, sem nú sátu á skólabekkj- um gagnvart mér, að eiga sífellt þann voða vísan, að verða kannski rekinn úr skóla fyrir ógætilega nærveru við námsmeyjar skólanna. Ég fór því að öllu með stakri gætni og hélt mig ævinlega í hæfi- Iegri fjarlægð frá öllum meyja- skaranum og ávann mér traust og virðingu -kennara og skólastjóra fyrir vikið. En örlögin verða ekki umflúin, og á einu síðkvöldi í desember- mánuði þetta ár í'?.t ógæfan í vegi fyrir mér og leiddi mig í slíka mannraun, að ég mun seint gleyma þeirri skelfingarnótt. Ég var bú- inn að dveljast í skólanum hátt á a-nnan mánuð og þegar búinn að lenda í nokkrum mannraunum, sem ég slapp þó nokkurn veginn slysalaust frá. Erfið píslarganga var mér þó sannarlega afmælisdag-urinn minn, sem ber upp á 12. nóvember. Um svipað leyti átti afmæli heima- sæta úr Norður-Þingeyjarsýslu, og þótti tilvalið að slá afmælisdögum okkar saman í ei-na veizlu. Vorum við því bæði borin á gullstóli úr borðstofu á miðhæð skóTans, sett þar upp á stórt borð og dansað í kringum okkur með söng og hávaða. Og skáldið Guðmundur Ingi Kristjánsson frá Kirkjubóli í Önundarfirði orti um okkur snjöU afmæliskvæði, hvar inn í var ofið ljóðlínum úr einum sálmi Bólu- Hjálmars: Sýnist mér fyrir handan haf háti-gnar skær og fagur brotnuðum sorgaröldum af upp rennur vonardagur. Og nú hafði skáldið frá Kir-kju- bóli upp-götvað, að þessi nýsveinn úr Hornafirðinum væri „hátignar- skær og fagur“ í framgöngu. Ég beit á jaxlinn og bölvaði í hljóði og slapp þess vegna þolan- lega út úr þessu, en blessuð dyggð- in hún afmælissystir mín hafnaði hágrátandi undir sæng í rúminu sínu. „Það er aUtaf þessi væta hjá kvenfólkinu", sagði Bjartur í Sum- arhúsum, þegar Ásta SóUilja grét yfir örlögum sínum. Ég var annars að byrja að segja frá einu síðkvöldi í desembermán- uði haustið 1929. Það var sunnu- dagur með ofurlítið meiri ólgu og ævintýraþrá í blóðinu en á virkum degi. í skemmtanalífi skólans var eitthvert tilstand með ræðuhöld- um, söng og kaffidrykkju. Ungfrú Kristjana var þarna komin með allar námsmeyjar húsmæðraskól- ans, sem hún -gætti af slíkri um- hyggju, að þar gat maður haldið að færu börn, sem væru að læra að ganga fyrstu fetin frá móður- knjám. Ég sá rétt aðeins þessum fríðu og föngulegu húsmæðraefn- um bregða fyrir, er þær gengu inn í gleði kvöldsins. Þær hurfu brátt í ólgandi mannhaf, og þegar Iíða tók að lokum þessarar glað- værðar, bauð hún ungfrú Krist- jana góðar stundir og gekk burtu með tigulegu fasi — og allar náms meyjarnar í fylgd með henni, eins og hlýðin og elskuleg börn. Ég er alveg sannfærður um, að ef ung- frú Kristjana hefði verið fædd fyr- ir daga Adams og Evu og verið þeim samtíma í aldingarðinum Ed- en, þá hefðu fyrstu foreldrar mannkynsins aldrei þorað að snerta við ávöxtum aldingarðsins, og þá aldrei neitt syndafaU orðið og mannkynið allt saman enn þá reikað hamingjusamt um í laufsöl- um Edens. Brátt fóru nemendur að tínast tU herbergja sinna, og skólastjóri var horfinn tU skrifstofu sinnar. Ráðsmaður og ráðskona gerðu sig líkleg til að slökkva Ijós í deild- um, svo að ekki var lengur leyfi- legt að dveljast þar. Ég hafði dval- izt eitthvað óvenjule-ngi niðri í kennslustofum og fór að síðustu út í kyrrlátt vetrarkvöldið til að njóta unaðs bragandi norðurljósa, sem nú stigu listdans um norður- hvel himi-ns. En nú var ég kom- inn inn og á hraðri leið til her- bergis míns, til að njóta svefns og hvíldar fyrir næsta dag. Ég bjó á efstu hæð í skólanum, ásamt fimm öðrum skólapiltum. Þegar ég kom á ganginn á mið- hæð skólans, mæti ég skólastjóra með allmikl-u fasi. Hann nemur staðar og ávarpar mig og biður mig að fara fyrir sig eins og ör- -skot suður í húsmæðraskóla og sækja til viðtals í síma eina af námsmeyjum skólans, seir mn nefnir með -nafni. Það er i- .11 i Aðaldal, sem biður um hana til við- tals gegnum Breiðumýri í Reykja- dal Það var þá ekki upprunnin sú öld, að hægt væri að biðja „Út- varp Reykjavík“ fyrir kvaðningu á hina eða þessa símstöðina úti um land og því aUir rólfærir menn skyldir að hlýða slíku kalli. þó að um hánótt væri. Það kemur of-urlítið hik á mi-g, og ég verð eitthvað óvenjulega seinn til svars. En þá rifjast upp fyrir mér úr gamla lærdómskver- i-nu mínu þessi setning: „Hlýðið yðar kennifeðrum og verið þeim eftirlátir, því að þeir vaka yfir sál- um yðar“. Og fyrr en varði er ég búinn að játa beiðni skólastjóra. Ég tjái honum þó vandræði mín og segi honum, að mér sé nokkur vandi á höndum. Ég sé nefnilega bráðókunnugur í þessari stofnun, sem stóð við s-uðurenda tjarnarinn- T t IW I N N — SUNNtmAGSRI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.