Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Blaðsíða 20
gefa keisaranum hvað keisarans
væri, eða hverjum sitt, og virtist
kannast við, að kirkjan væri fyrir
söfnuðinn. Mér virðist hann brjóta
í einu orðinu, það sem hann
byggði í hinu. Mér datt í hug, að
þeirri grein mundi vera eftir sama
mann, sem skrifaö hafði grein í
sama blaði um sitt eigið málefni,
en sú greinin var heldur ekki vel
grunduð. Jón, ritstjóri Skuldar,
liafði. minnir mig, áður talað um
það, að þjóðfélagið ætti ekki að
hafa trúarfélagið í eftirdragi, eða
að engin þjóðkirkja (þjóðkristni)
ætti til að vera. Móti þessu mælti
þá einhver bóndi í blaðinu.
Um þetta mikla mál þætti mér
mjög gott að heyra einhvern tíma
þínar hugsanir.' Málið er mjög
mikilsvert, því hefir verið hreyft
hér að undanförnu, en verður hér
eftir hreyft meira að líkindum. Ég
skal nú segja þér mitt álit um það,
ég er opinskár, en þú sanngjarn
í dómum þínum, þótt þú sért nokk-
uð annarrar skoðunar. Ég er þá
fyrir mitt leyti á því máli, að betra
væri í sjálfu sér bæði fyrir þjóð-
félagið og eins fyrir trúarfélagið.
að hvort væri öðru óháð. Aftur sé
ég engan veg til að skilja þau að
hé lijá oss nú sem stendur, því
það er á móti skoðun og vilja alls
almennings. En fyrst svo er, þá
verður þessi sami almenningur að
taka upp á sig með fúsu geði þær
byrðar, sem þar af leiða. Þjóðfé-
lagið verður til að mynda að ætla
prestum svo góða kosti, að nógir
og nýtir menn verði til að gerast
prestar. Meðan prestsembættið er
látið vera ein grein af embættum
þjóðfélagsins, þá er þjóðfélagið
skyldugt til að sjá um, að nógir
og góðir prestar séu tii handa öll-
um söfnuðum í landinu, og þessa
skyldu getur það ómögulega upp-
fyllt, nema það verji til þess miklu
fé. því engum verður neitt eins
kostnaðarsamt eins og þjóðfélag-
inu. (Fátækraframfærslan er nú
til að mynda þung, en hvað ætli
yrði. ef landsjóður einn annaðist
hana). Það er ekki hugsandi til. að
landstjórnin geti fengið presta
fremur en aðra verkamenn, nema
hún hafi efni til að gjaida þeim
kaup, sem þeir vilja ganga að, og
að engu vilja þeir ganga. nema
þeir sjái sér hag við það. Það
verður að taka mennina eins og
þeir eru, enn ekki eins og menn
kynnu að óska þeir væru.
Ef vel á að vera þurfa að vera
til töluvert fleiri-prestaefni en á
þarf að halda, svo hægt sé að kasta
úrtíningnum og ekki þurfi að nota
hvert drykkjusvín í prestsembætti.
Þegar menn nú hvorki vilja láta
trúarfélagið stjórna sér sjálft og
sjá fyrir sínum nauðsynjum eins
og hvert annað lifandi, frjálst _og
starfandi félag, né fá stjórn þjóð-
félagsins fé í hendur til að fram-
kvæma eftir bezta mætti það, sem
trúarfélagið annars hefði átt að
gera sjálft, þá er þetta hreint og
beint að gera það ómögulegt, að
tilgangur trúarfélagsins nái fram
að ganga. Ég gæti vel skilið, að
þeir sem álíta trúarbrögðin ónýt
og heimsku eina, fari þessu fram,
en þó ættu þeir reyndar þá að vilja
lofa trúarfélaginu að eiga sig
sjálft, nema þeir álitu trúarbrögð
vera til ills. Nú gera menn þó ekki
þessa játningu. og verða þess
vegna sjálfum sér ósamkvæmir.
Kannast við, að eitthvað sé gott.
en hindra það að lifa og þroskákt.
Eftir minni ætlun er frjáls
kristni hið eina rétta, en ekki
þjóðkristni. Ég held reynslan eða
sagan hafi líka sannað það nægi-
lega. Áður en kristni varð þjóð-
kristni í ríki Rómverja, breiddi.
hún sig út um hálfan héiminn. Þá
lifði hún og sýndi mátt sinn, þótt
við mestu mótspyrnu værí að etja,
en þegar hún varð þjóðkristni.
sofnaði hún og hálfur heimurinn
er ókristnaður enn í dag eins og
þá. En svo ljóst sem mér firinst,
að mér sé þetta, þá hef ég engan
kjark í mér til að halda því nú
fast fram, að trúarfélágið sé skilið
frá þjóðfélaginu. Ég þykist sjá, að
allt fari um hríð á ringulreið, en
þó held ég það yrði ekki mjög
lengi. svo framarlega nokkur
veruleg trú er í landinu. Það
kæmi þá í Ijós. Nú sést það ekki
með neinni vissu. „íslendingar
hafa aldrei verið miklir trúmenn“,
stóð í fyrsta ári „Fjölnis“. Því
reiddust margir, en menn reiðast
mest sannleikanum. að því er orðs-
kviðurinn segir.
En þegar ég sé, að ekki er vinn-
andi vegur að fara allra beinustu
leið, þá vil ég þó fara svo nálægt
henni sem verða má. Ég vil, svo
ég hverfi aftur nær aðalumtalsefn-
inu, íá söfnuðunum kirkjurnar til
allrar umönnunar. Ekki er nú
þetta eingöngu af ást eða um-
hyggju fyrir prestunum út af fyr-
ir sig, heldur einna helzt af því
ég held, að söfnuðunum sjálfum
verði það til góðs, þó þá kosti um-
sjónin fé og fyrirhöfn. Því meira
sem söfnuðirnir verða að fást við
sin eignu og sameiginlegu mál,
þess meiri von sýnist mér vera til
þess, að safnaðarlíf geti þróazt í
þeim. og það er þetta líf, sem
vantar hjá oss, eins og reyndar
hvert annað félagslíf.
Það kostar hvorki minna fé né
fyrirhöfn heldur; að þjóðfélagið
eða sveitarfélagið stjórni sjálft og
sjái um sín eignu efni, eða með
öðrum orðum sé frjálst, heldur en
ófrjálst. Nei, fyrirhöfnin verður
einmitt miklu meiri og kostnaður-
inn líka. Engu að síður er það hag-
ur og ávinningur fyrir félagið að
vera frjálst og stjórna sér sjálft,
það verður einmitt auðugra með
því lagi, þó það kosti meira til
stjórnar sinnar. Þetta eiga þeir
bágt með að s.já sem eru mjög nær-
sýnir, og því miður eru margir svo
í landi voru eins og eðlilegt er,
þar sem þeir hafa ekki svo lengi
æft eða tamið sjón sína í stjórnar-
efnum.
Síðan alþingi var stofnað að
nýju. hef ég heyrt endalausar um-
kvartanir og kvein um kostnaðinn
við það, og þessi kvein má víst
heyra enn í dag, þó ég verði nú
minna var við það.
Hvað kostar nú alþingi landið?
Ég get ekki átt við að telja kostn-
aðinn í krónum, því það hefur
minnst að þýða, ég tel hann í tírna
eða vinnu. því þetta er efnið í
krónurnar. Nú eru hér um bil 30
manns. sem fara til alþingis. og
eru 10 vikur að heiman að meðal-
tali. Það eru 300 vikuverk, sem
þannig eyðast frá að afla sér fjár
með annarri eiginlegri vinnu, en
vegna Reykvíkinganna konung-
k.jörnu. sem að visu litlu kosta til.
og vegna annarra, sem tefjast frá
vinnu við þinghaldið, skal ég færa
reikninginn upp í 400 vikuverk
annað hvort ár eða 200 á ári til
jafnaðar. Þetta hér um bil er sá
eiginlegi kostnaður þjóðarinnar
eða landsins til alþingis.
Ilvort sem þingmenn fá margar
eða fáar krónur fyrir sin verk
gjörir landinu lítið til, það eru
skuldaskipti milli einstakra manna
innan lands, sem lítið snerta heild-
ina. Setjum, að þingmenn tækju
engan eyri fyrir tímaeyðslu sína.
Landið hefði allt eins misst 200
812
TtMlNN
SUNNUDAGSBLAÐ