Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Blaðsíða 7
voru vélhöggin á allar brúnir.
Guörún teiíknaði mikið af blóm-
um á ísaumsefni, jafnvel hvítir
dúkar með útklipptum saum báru
hulinn svip af blómum, væri nán-
ar að gáð.
Guðrún kenndi baldéringu og
þykir mér líklegt, að Maren hafi
baldérað hjá henni borðana á upp-
hlutinn sinn. Um þessar mundir
færðist í vöxt, að konur, og eink-
anlega ungar stúlkur, kæmu sér
upp bolbúningi, tel ég víst að Guð-
rún hafi með baldéringarkennslu
sinni og áhrifum glætt þennan
áhuga. Hún var því hlynnt, að val-
in væru léttari efni og bolbúning-
ur yrði að öllu leyti frjálslegri
fatnaður en peysufötin. Hún vék
frá hinum ríkjandi svarta lit, hvað
upphluti snerti, valdi sérstakt pils-
snið fyrir kornungar stúlkur, hafði
pilsin styttri en áður hafði tíðkazt
og flauelsbekk neðan á þeim, hún
tók upp skarðahúfur fyrir telpur
og unglinga í stað skotthúfunnar.
Þannig búningi kom hún upp
handa Svanhildi dóttur sinni og
vinstúlku hennar, Ásfriði Ásgríms,
og vöktu þessar tvær stúlkur mikla
athygli bæði sakir þessa nýstárlega
klæðnaðar og fríðleiks. En þetta
gerðist löngu eftir að Maren var
í tímum hjá Guðrúnu, því að þá
voru þær, Svana Búbú Gullbrá og
Dúa Ásgríms aðeins litlar telpur.
Guðrún hafði til sölu heima hjá
sér og hjá kunningjakonum sínum
úti um land, meðal annars Marenu,
ýmislegt til íslenzks búnings,
peysuslifsi af ýmsum gerðum, silki
í svuntur og fleira. Hún lagði mik-
ið að sér við að bæta efnahag
þeirra Þorsteins, og átti drjúgan
þátt í þvx með útsjón sinni, atorku
og áræði, að þeim tókst að koma
sér upp glæsilegu húsi og fallegu
heimili, þar sem mikilli risnu var
haldið uppi.
3. Iðimám.
Maren lærði karlmannafatasaum
hjá klæðskera, er hafði saumaskóla
fyrir stúlkur og útskrifaði þær
sem fullgildar saumakonur til
starfa á kai'lmannafataverkstæð-
um. Lengra nám þurfti þá til að
fá klæðskeraréttmdi, og mér er
mjög til efs, að konur hafi átt kost
slíkra réttinda, að líkindum hefur
þeim verið ætlað að vera undir-
tyllur karlmannanna í þessari sem
öðrum starfsgreinum, og þær lát-
ið sér það hlutskipti lynda af hefð
og vana.
T í >M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
Maren Magnúídótfir
Konur voru þá varla meira en
hálfdrættingar á við karlmenn,
hvað kaupgjald snerti, þó að marg-
ar þeirra væru fyllilega jafnokar
karla, hvað vinnuafköstum og
vandvirkni viðvék, og fullfærar við
það verk, sem þeim var 1 hendur
fengið. En klæðskerinn var að sjálf
sögðu yfirmaður þeirra. Hann
valdi efni með viðskiptavinunum,
tók mál af þeim, sneið fötin, mát-
aði þau og tók við þeim fullbún-
um frá saumakonunni og skilaði
þeim af sér. Það var hann, sem
fókk hrós og þökk fyrir, þegar vel
tókst, en væru einhverjar misfell-
ur á verkinu gat haim, ef hann
var svo gerður, kennt saumakon-
unni um, þó að hún hefði hvorki
sniðið né mátað fötin, og hefði yf-
ir sér verkstjóra, er var skylt að
fylgjast með, hvernig vinnan var
af hendi leyst, og alveg sérstaklega
hvernig fötin fóru, er þau voru
fullgerð. Sjaldgæft mun hafa ver-
ið, að handbragð saumakonunnar
hafi verið til lýta og valdið
óánægju. Stúlkur, sem lærðu
saumaskap með reglubundnu námi,
voru myndarlegar og vel verki
farnar, og tíðarandinn var slíkur,
að kasta ekki höndum til verka.
Trúmennska, skyldurækni og sam-
vizkusemi voru þá ríkjandi eigin-
leikar, ásamt öðrxmi fleiri, er
nefndir hafa verið fornar dyggðir.
Saumakonur, er hugðu á sjálf-
stætt starf í iðn sinni, gáfu nánar
gætur að venki klæðskerans, hvern
Systurnar frá Hornl i Skorradal
ig hann bar sig til við að taka mál
og máta, og fleira var hægt að
læra fyrir þær, er vildu kynna sér
leyndardóma vandaðrar klæðagerð
ar til hlýtar. Eflaust hafa þær
reynt að fara dult með það, hvern-
ig þær forfrömuðu sig í þeirri iðn,
sem þeim var ekki ætlað að
verða meistarar í. En skeð gat, að
einn og einn klæðskeri væri svo
gerður, að hann kynni að meta ár-
vekni saumastúlknanna og stað-
fastan áhuga þeirra á meiri
fullkomnun í starfsgrein sinni og
veitti þeim mikilvæga tilsögn. Þeg-
ar svo þessar stúlkur lögðu stund
á saumaskap upp á sitt eindæmi
í sveitum eða annars staðar, þar
sem klæðskeri var ekki til staðar,
kom í ljós, að þær voru ekki að-
eins fullfærar í herrafatasaumi,
heldur lögðu þær stund á fjölþætt-
ari fatasaum en klæðskerarnir.
Þær komu meira til móts við hin-
ar margvíslegu þarfir heimilanna
og saumuðu auk þess ekki aðeins
úr nýjum efnum, heldur „ventu“
flíkum og saumuðu upp úr göml-
um minni flíkur, þar xsem hægt
var að sníða af hið snjáðasta.
Hvort afkoma stúlkna, sem unnu
sjálfstætt, varð betri en þeirra,
sem voru í fastri vinnu á verk-
stæðum, skal ósagt látið. Trúlega
hefur meiri tími ódrýgzt hjá þeim.
er unnu í lausavinnu, en þær
höfðu þó möguleika til að fá fast
gjald fyrir hvern klæðnað, án þess
Framhald á bls. 809
799