Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Blaðsíða 12
VS ber aí dyrum sjóveikur, og batnaði það síður en svo með aldrinum. Það mátti segja, að ég þyldi sæmilega að vera á opnum bátum, og því betur sem þeir voru minni, en þó leið mér aldrei vel. Og á stór skip þoldi ég alls ekki að koma. Þau verk, sem mér þóttu skemmtilegust, þegar ég var strák- ur, voru smalamennskur og göng- ur um fjöll og óbyggðir. Á Horni var margbýli og margt fólk, bæði börn og fullorðnir. Ég var elztur allra barnanna, og sjálfsagt hefur það verið þess vegna, að minnsta kosti í og með, að ég byrjaði snemma að fara einförum. Ég var hvorki gamall né hár í loftinu, þegar það var orðin venja mín að fara langar gönguferðir til þess unnar, eins og til dæmis að tala um að langa og ganga. Ég fór að segja lánga og gánga, eins og liitt fólkið. Þó held ég að það hafi mestan part verið ósjálfrátt. Ann- ars er ég ekki að liæla mér af því að hafa týnt þeim framburði, því hann er gömul og góð vestfirzka, alveg eins og að segja sang og vang ur í staðinn fyrir sæng og vængur. Þar hafa þessi ng-orð verið þannig borin fram mann fram af manni, líklega öldum saman. Aftur á móti þekktum við ekki þar þá ómenn- ingu að segja hall í staðinn fyrir hæll, eða laknir í staðinn fyrir læknir. — Er það nú ekki bara mis- heppnuð vestfirzka, upphaflega stæld af þeim, sem ekki kunnu með að fara? „Það er eins og partur afþjóíar- iíkamanum deyi, faribyggð í auðn" Hann heitir Haraldur Stígsson og fæddist á Horni, nyrzía bæ í Norður-ísafjarðarsýslu. En hann neitar því staðfastlega, að lífið hafi haft hann á hornum sér. „Ég hef að mestu Ieyti fengið að vera í friði“, sagði hann — og glaðlegur svipurinn gaf til kynna, að hann sagði þetta alveg satt. — Á Horni var búið bæði til lands og sjávar á uppvaxtarárum mínum, heldur Haraldur áfram. Flestir búandi menn voru kallaðir útvegsbændur Ég tók þátt í hvoru tveggja, eftir því sem kraftar og aldur leyfðu. — Hvort þótti þér skemmti- legra, sjórinn eða landið? — Mér þótti landið miklu betra, enda hef ég alla ævi verið mjög «04 eins að fá að vera einn og ótrufl- aður. — Þú hefur víst ekki farið í verið, fyrst þú þoldir ekki sjóinn? — Nei, á vertíð fór ég sjaldan. En snemma á unglingsárum mín- um komst sú venja á, að ég færi til Siglufjarðar snemma sumars og ynni þar allt til hausts. Þá sneri ég aftur heim og var þar fram eftir vetrinum. Ekki urðu þó all- ar mínar Siglufjarðarferðir til fjár, því þetta var á þeim árum, þegar sildin var þar einna stopul- ust. Kom maður þá oft með heldur létta pyngju heim. Þó hafði ég að mörgu leyti gott af því að vera þarna. Ég held, að ég hafi mann- azt dálítið, og þar að auki losn- aði Ó£ við suma þætti vestfirzk- — Getur verið, ég veit það ekki. En vestfirzka er það að minnsta kosti ekki. Ekki heiðarleg vest- firzka. Nágrannar mínir töluðu margir hverjir kjarnmikið og fag- urt mál. Af því hreifst ég snemma og þótt ákaflega gaman að vera í návist þeirra. Einkum er mér í minni frá barnsárum mínum Guðni Kjartansson, afi Jakobínu Sigurðardóttur skáldkonu og Þór- leifs Bjarnasonar rithöfundar. Guðni var frábærlega vel gefinn maður og skemmtilegur, og mál- far hans var eins og það gerist bezt á landi hér samkvæmt mín- um vestfirzika smekk. Seinna á ævinni kynntist ég Sigmundi, syni Guðna. Er hann enn á lífi og býr á ísafirði. Sig- mundur er skarpgreindur maður. T I IU 1 N N SUNNLIDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.