Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Page 18
asar Jochumssonar, en hjá honum var ung frænka hans, Ástríður Eggertsdóttir, hún var einnig bróð- urbarn síra Matthíasar. Þessi stiilka varð eiáínkona Þórarins frá Garði, en áður en sá ráðahagur tækist, höfðu þau Tóni og Adda verið um langa hríð sitt hvorum megin Atlantsála. Þeirri ákvörðun að losa sig við búskaparáhyggjurnar hefur ef- laust fylgt hugarléttir, að minnsta kosti var það svo, að Maren átti margar ánægjulegar minningar frá Garði, þrátt fyrir þá sáru sorg, er þar hafði að höndum borið. Hún batzt systkinunum þar traustum vináttuböndum. Til minja um dvöl- ina í Garði gáfu þau henni silfur- búna svipu úr svartviði, sem á var grafið: Maren 1912. Skemmtilegt gáfnaíar þessara systkina, glatt og þýðlegt skapferli og rík þörf þeirra fyrir að miðla öðrum og njóta sjálf ánægju- stunda, mun hafa verið samt við sig, þó að djúpur tregi byggi und- ir. Björg vakti mikla aðdáun Mar- enar fyrir það, ásamt fleira, hve málhög hún var. Hún las sögur á Norðurlandamálunum sem fram- haldssögur fyrir heimilisfólkið, snaraði hún þeim á ísienzku jafn- óðum og hún las þær, og bar ekki á því, að þýðingin vefðist fyrir henni. Fólk var sólgið í að lesa og heyra sögur erlendra stórskálda, sem margar hverjar voru óvenju- legar að efni og boðuðu breytta tíma og ný og djörf lífsviðhorf. Undir öllum venjulegum kring- umstæðum hefur verið auðvelt að fá gnótt bóka frá Húsavík, bæði hefur Benedikt frá Auðnum bóka- vörður byrgt Garðsheimilið upp með þeim bókum, er hann hefur talið, að bar mundu þykja eftir- sóknarve ' -tar til lestrar, og svo hefur of: erið ferð vestur yfir Reykjaheiði eða með vélbát frá Fjallahöfn til Húsavíkur, og þá hef- ur verið ’komið við á bókasafninu á Húsavík. Auk þess, sem ætla má, að Garðsfólk hafi árlega gert ein- hver bókakaup. Tóni í Garði mun hafa gert meira að því að segja sögur en lesa upp- hátt. Hann var mjög hláturmildur maður, heyrt hef ég um hann sagt, að hann hafi alla ævina hristst af kátínuskríkjum. Mér er minnis- stætt, hveraig herðar hans kippt- ust til af hálfbyrgðum, lágum hlátri, er hann sagði frá. Hann hafði ekki aðeins gamanyrði sífellt á vörum sakir góðlyndis síns og væmleika fyrir því, sem spaugilegt var, heldur kunni hann mergð af skrítlum og skemmtisögum. Það var mikið um það í Kelduhverfi að segja sögur af náunganum og skemmta sér og öðrum á hans kostnað, en hafi illkvittni gætt í sögum Tóna, þá hefur það meira verið fyrir anda byggðarlagsins en innræti hans sjálfs, því að hann var drengur góður, Maren átti eft- ir að njóta samúðar hans á sorgar- stundum. Sigrún í Garði var kölluð gælu- nafninu Dúfa, hún var falleg og indæl stúlka, að heita mátti jafn- aldra Marenar. og áttu þær sem ungar stúlkur margt sameiginlegt. Báðar höfðu orðið fyrir mikilli reynslu. Maren hafði séð margvís- lega erfiðleika hrannast upp og dökka bliku draga fyrir sól æsku- stöðva sinna. Allt frá því að hún var kornung hafði hún orðið að standa á eigin fótum og vinna hörðum höndum fyrir menntun sinni. Sigrún hafði hlotið mikil sár af völdum hins „slynga sláttu- manns“, hún hafði misst báða for- eldra sína með nofckurra ára milli- bili og bróður, sem svo mikils var af vænzt, að bemskuheimili henn- ar brast með honum. En um þess- ar sorgir áttu við orðin: „Ekki dug- ar að deiia við dómarann". Lífið hafði veitt henni mikið, hún hafði notið þess lengi að vera eftirlætis- stúlka ástríkrar fjölskyldu, sem var svo samstillt, að þegar búi var brugðið fylgdust öll systkinin að til næsta áfangastaðar — og aftur heim. Sakir skólamenntunar slnn- ar var Sveinn Víkingur langdvðl- um fjarri systkinum sínum, en sneri aftur heim 1 Garð að loknu embættisprófi og prestsvígslu. Sveinn Vikingur, dvaldi á Vík- lngavatni meðan Maren var í Garði, svo hann kom lltt við sögu, er hún rakti mlnningar slnar frá Garði. Aftur á móti minntist hún oft á Veigu litiu, dóttur Bjargar. Veiga fæddist í Garði. Móðir hennar var þá alkomin heim frá manni sínum, Einari Péturssyni. Veiga var alin upp við mikinn sögu iestur, en það eitt hefur þó varla nægt til þess, að hún væri sí og æ að setja saman sögur, hún þuldi sögur sínar yfir Marenu, sem hafði gaman af. Efni sagnanna var há- dramatískt, tilfinningalíf uppá- haldspersónanna var svo sterkt, að nærri lá, að geðshræringarnar drægju þær til dauða. Kvenhetj- urnar voru að sjálfsögðu fíngerð- ar og bleikar sem liljur og féllu oft I öngvit, hjörtu þeirra skulfu af ástarharmi og voru oft að því komin að bresta, en því afstýrði rómanahöfundurinn litli. Ef til vill hefur Veiga þyrmt lífi söguhetja sinna vegna þess, að hún hefur ætlað að vinna bug á sorg þeirra í sögulok, eða hún hefur verið bú- in að fá sig fullsadda á dauðsföll- um í veruleikanum, þegar hún samdi sögurnar, er hún sagði Mar- enu. Þegar Maren sagði mér frá Veigu, kvaðst hún hafa talið víst, að hún væri efni í rithöfund. Ef til vUl væri þarna á ferðinni ný Torfhildur Hólm. Af yngri skáld- konum mun athyglin þá helzt hafa beinzt að Unni, dóttur Benedikts frá Auðnum, en hún hafði kvatt sér hljóðs sem ljóðskáld um það bil tveimur árum áður, undir nafn- inu Hulda, þótti snjöll, en hafði þá ekki enn hlotnazt skáldasess á borð við hina röggsamlegu og mikil- virku Torfhildi Hólm. En lífstreg- ann hafði litla stúlkan í Garði get- að lært af Huldu, sem birti í fyrstu ljóðabók sinni, Kvæði, er kom út 1909, svo mörg harmljóð: „Hvl drjúpir iaufið á grænni greín, hví grætur lindin og stynur hljótt?*' „Manstu sorgina, systir...?“ „Ég er þreytt af þrautum dagsins, þróttur brotinn, máttlaust hjarta. Drauma þrái ég, þögla, bjarta, þrái komu sólarlagsins,,. Þótt tuttugasta öldin lifði sitt bjarta vonavor, var oft sár streng- ur sleginn I Hóðum ungskáldanna. Það var sem þau tryðu því, að ein gæfi sorgin til sigurs. Hún Veiga litla hafði sígilda harmsöguhefð við að styðjast, þó að sorgarboðaföllin væru hrika- legri í sögunum, sem hún mælti fram, hvar sem var í Garðsbæn- um, lieldur en hjá skáldum, sem 930 TlMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.