Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Page 20

Tíminn Sunnudagsblað - 31.12.1971, Page 20
hún hvað eftir annað í tímahraki, og þegar hún ráðgerir suðurferð verður hún að hafa í huga, hve- nær bezt standi á ferðum, þannig að hún þurfi sem skemmstum tíma að eyða í ferðalögin suður — og norður aftur, því að alltaf yrði hún að slá einhverjum vinnulof- orðum á frest til þess að geta kom- izt frá og þá : . rétt sér til gamans, hvenær, sem af því getur orðið“. 1 bréfunum til Margrétar systur sinnar rekur Maren slóð sína frá bæ til bæjar, getur helztu verk- efna og segir lítils háttar frá heim- ilum, þar sem hún vinnur. Á mannmörgum, gestkvæmum heim- ilum gerist sífellt eitthvað frétt- næmt. Vafalaust hafa hreint eklci svo frá bréf frá Marenu til Mar- grétar glatast, og svo urðu að sjálf- sögðu eyður í skriflegar frásagnir, er hún gat komið því við að skreppa suður .,. . . rétt að gamni“/ eins og hún orðar það, þó að vafa- laust hafi mestu ráðið ræktarsemi hennar við móður sína og annað náið skyldulið. Samverustundir þeirra systra frá Horni voru þeim án efa margfalt meira virði til trúnaðar en tilskrif þeirra. Fólk fór varlega með einkamál í bréf- um, það var naumast hægt að leyna bréfkomu, né sitja einn að bréfi, sem barst frá ástvini í fjar- lægð, er svo margir mændu eftir fréttum frá. Aldrei verður annars vart í bréf- um Marenar en liún telji, að vel sé til sín gert, þar sem hún vinn- ur. Hún skrifar, að atvinnan sé svo mikil og góð að sér „. . . blöskil að yfirgefa hana“. „Þú þekkir mig, að ég er engin fyrirtaks saumakona. þó hef ég aldrei fx-ið. . . Ég vildi, að þú værir laus og liðug, þá kæmir þú og hjálpaðir mér“. Næsti bær við Garð í Keldu- hverfi heitir Austui-garðar, þar var Mai’en heilan mánuð eftir að hún fór frá Garði. Skal hér sagt örlítið frá heimilinu í Austurgörðum sem dæmi um það fólk, sem Maren vann hjá. Eins og áður hefur verið að vikið, bar hún því öllu vel sög- una, þó að það yrði henni miskært og náið. Oft minntist hún á, hversu mjög hún hafi dáðst að þeirri ró og reglu, er ríkt hefði á barnmörg- um heimilum, hversu vel börnin hefðu aðlagað sig þeim aðstæðum, að þröngt væri um þau innan bæj- ar, þeim var ekki komið upp á neitt rell eða röskun á athöfnum fullorðna fólksins, ekki með vald- boði strangra uppalenda, heldur virtust börnin sjálf þekkja þær merkjalínur, sem ekki mátti yfir fara. Átta systkini voru í Austurgörð- um, en þó létu hjónin þar sig ekki rnuna um að bæta við sig fóstur- barni. Hvort sem þau heiðurshjón, Sigríður Sigfúsdóttir og Haraldur Ásmundsson í Austurgörðum, voru sér þess meðvitandi eða ekki, þá virðast þau hafa átt sér að ham- ingjuhnoði sem vegvísi gegnum óþrjótandi ainstur dægranna, þá lífsskoðun, að blessun ykist með barni hverju og því mundi þeim" vel farnast. Og öll voru þessi greindu og prúðu börn foreldrum sínum til ánægj-u. Það er mikið afrek að koma upp stórurn barnahópi á ekki stærri og meii'i bújörð en Austurgarðar voru þá, svo löngu fyrir tíma skjótvii'kr- ar túni'æktunar. Jörðin bar ekki eins mikinn bústofn og þurfti til að framfleyta svo mannmörgu heimili. En hver einasti blettur, sem gaf af sér heytuggu, var not- aður til hins ýtrasta, engjaheyskap- ur var sóttur af mikilli elju og atorku, og trúlega fengnar engja- spildur að láni hjá þeim, sem voru aflögufærir. Húsfreyjan í Austurgörðum var vinnusöm og úrræðagóð og notað- ist allt vel, er hún hafði lxanda á milli. Húsbóndinn var mikill að- dráttamaður fyrir heimili sitt. Hann reri til fiskjar, þaðan sem útræði var næst bæ hans. Enn- fremur var það drjúgt, sern hann veiddi af silungi nxeð fyrirdrætti, og óð þá djúpt. Sá fisk- og silungs- afli, sem elcki var notaður nýr til matar, var verkaður til geymslu, fiskur saltaður, en valinn silungur reyktur til álags á brauð til hátíða- brigðis. Á vetrum gekk Haraldur við rjúpur. Hann þótti afbragðsskytta, en rjúpnaveiðar hans áttu þó 1 rauninni ekki skylt við sport, held- ur var þetta bjargræðisvegur, sern hann varð að færa sér í nyt til að auka kjötforða heimilisins. En einnig mun hann hafa selt rjúpur til Húsavíkur, oftast gegn innleggs nótu hjá kaupfélaginu eða Guð- johnsen, og tekið þá út kramvöru og fleiri nauðsynjar og ögn til munaðar, það var svo gaman ö6 geta bætt börnunum ögn í muixpi, vikið að þeim leikfangl eða bók, En ef til vill hefur einnig borio við að hann fengi peninga greidda út í hönd. Myndarskapurinn og útsjónixx var svo rnikil á heimilinu því, að þrátt fyrir liina miklu ónxegð, bar aldrei á, að þar skorti neitt. Þetta vor, 1912, átti að ferma eitt af Austurgarðasystkinunx, og var Marenu því mikið í nxun að lijálpa húsfreyjunni við að korna upp fatnaði á barnaskarann, sauma nýtt og gera gamalt senx nýtt með því að „venda“ og sauma lítil föt úr stærri flíkum, sem góð- ir „bjórar“ voru í. Heinxilið sjálft var skinnað upp eftir föngum, fág- að og prýtt. Mikil eftirvænting ríkti á heimilinu. Allir, senx vettl- ingi gátu valdið ætluðu til kirkju. Þá var fermingardagurinn merkis- dagur vegna eigin gildis, en ekki sakir íburðar í veizluföngum. Hin prúðu og þekku Austur- ' garðasystkini urðu öll mikil mann- dóms- og mannkostafólk og kunn- ingsskapartengslin frá voi'inu 1912 entust Marenu — og heinxili henn- ar vel. Bræðurnir voru þrír: Björn, kennari og bóndi í Austurgörðum, Þórarinn, bóndi -í Laufási, nýbýli, er hann reisti í Austurgarðalandi, Eiður dó ungur. Systurnar voru fimm: Ki'istjana, ráðskona hjá Þórarni bróður sín- um, eftir að hann missti konu sína- Kristjönu (Lóu) frá Ólafsgerði, Jó- hanna húsfreyja í Vogurn, nýbýli í Grásíðulandi, Björg, húsfreyja á Mýri í Bárðardal, Hildur, forstöðu- kona uilai’verksmiðjunnar Fram- tíðarinnar í Reykjavík, hún varö skammlíf, og eixinig yngsta systir- in, Svava, sem giftist ung, en naut skanxnxa hríð hamingju sinnar. Maren vann við sauma í Ólafs- gerði og urðu þær Lóa og hún þá vinstúlkur. Margmennt var í Ólafs- gerði. Systkinin þar voru heiixxa- kær og héldu vel hópinn. Þau voru greind og glaðsinna og tóku mikinn þátt í félagslífi sveitarinn- ar. Þá voru ekki keyptir að dýrir skemmtikraftar, heldur búið „sem á bæ er títt“, og margt sér til gamans gert, þannig ræktaði einn Ólafsgerðisbróðurinn nxeð sér sér- stæða kímnigáfu og fann upp á ýnxsum kostulegum tiltækjum og 932 T f M I N N — STJNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.