Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Qupperneq 3

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Qupperneq 3
Andrés B. Björnsson: í aftakabyl yfir Ósfjöll til Njarðvíkur með folald í taumi Um siðustu aldamót gerði bráðafár mikinn usla i sauðfjárstofni bænda á Austurlandi, og þó mestan i Fljótsdal. Þaðan bárust sum ár þær fregnir, að sauðfé dræpist i tugatali á sumum bæjum á haustin og framan af vetri, einkum i þurri stormatið, áður en farið var að gefa fé. Ungu fé var hættara i fárinu, einkum feitu fé, sem varð fyrir sviptingum, mæddist og svitnaði og lá úti i kulda eftir smalamennsku. Þá var voðinn vis. Kjöt af fé, sem drapst úr fári, var ekki hægt að kalla mannamat, þótt þess væri neytt. Skárst þótti að leggja það i sterkan saltpækil og hengja það siðan upp i reyk. Ef til náðist að lóga kind, sem var að dauða komin, svo að henni blæddi út. þá var kjötið sem af heilbrigðri kind. Þar sem mikið bar á bráðafári var venja að vaka i fjárhúsum um nætur til þess að lóga kindum jafnsk jótt og sá á þeim fársótt, þvi að engri kind batnaði fárið, og hún var oftast dauð eftir fjórar eða fimm klukkustundir. Upp úr aldamótunum fór að flytjast til landsins danskt bóluefni við bráða- fári, og var það notað með góðum árangri, eftir að menn höfðu þreifað sig áfram með notkun þess. Þó vildi til. að kindur drápust eftir bólu- setningu. og var bóluefninu kennt um, talið.að þaö hefði veriö of sterkt eða illa hrært. Þetta danska bóluefni var þurrt duft i litlum glösum og lakkað yfir þau. Stærðir þeirra voru tvær, 25 kinda skammtur i minna glasinu en 50 kinda i hinu stærra. Þegar ég var unglingur á Snotrunesi fórst talsvert af fé úr bráðafári á sum- um bæjum i Borgarfirði, einkum i Brúnavik og Snotrunesi. Þar fórst sum haust margt fé, en önnur haust aðeins kind og kind. Þegar sú frétt barst til Borgar- fjarðar úr Fljótsdalnum, að þar væri farið að bólusetja sauðfé gegn bráða- fári með góðum árangri, svo að bænd- ur þar misstu aðeins fátt, þóttu það góð tiðindi. Það fylgdi fréttinni, að Jónas læknir á Brekku i Fljótsdal hefði gengizt fyrir þvi að leiðbeina bændum um meðferð bóluefnisins og hefði það ásamt tækjum til bólusetningar undir höndum, ef menn vildu reyna þaö. Stefán Filippusson fluttist að Brúna- vik 1899 ásamt foreldrum og systkin- um sinum. Hann var harðduglegur maður, verkhagur og greindur, og gæddur svo góðri frásagnargáfu, að unun var. Árni Óla hefur ritað margt skemmtilegt eftir Stefáni, þar á meðal bókina „Fjöll og firnindi”. Stefán var lágur maður og þrekvaxinn, ljós á hár og skegg, friður sýnum, snar i hreyfingum og kvikur á fæti. Stefán varð fyrir þungum búsifjum af bráða- fárinu i Brúnavik eins og áður segir og þegar hann frétti af bólusetningu Fljótsdælinga, gerði hann þegar för sina að Brekku að finna Jónas lækni. Þetta var laust eftir sláturtið haustið 1910. Þetta er þó á annað hundrað km. Stefán fékk gott ferðaveður, enda skilaði honum vel. Hann hitti Jónas heima og fékk hjá honum bóluefni og áhöld, ásamt nokkurri leiðsögn um bólusetninguna. Þegar eftir heim- komuna var fé smalað heim i Brúna- vik, og bólusetti Stefán siðan allt fé, sem var yngra en fimm vetra, þvi að naumast kom fyrir, að eldra fé tækið fárið. Eftir þetta fór engin bólusett kind úr bráðafári i Brúnavik, og fannst Stefáni sem hann hefði gert góða ferð i Brekku. Stefán vildi ekki bólusetja nema Brúnavikurféð þetta haust, þvi að hann vildi láta reynsluna skera úr um gildið, en haustið eftir báðu nokkrir bændur i Borgarfirði hann eindregið að bólusetja fyrir sig, og voru Nes- bændur þar á meðal. Stefán tók beiðninni vel. Mig minnir, að hann tæki 10 aura fyrir kindina, og var bólu- efnið innifalið. Þetta þótti ódýrt, og fór allt vel úr hendi Stefáns. Þegar Stefán hafði útrýmt fárinu, töldu þeir bræður, Sigurður og hann, Brúnavik einhverja beztu bújörð i hreppnum. Jörðin var landkostarik og að meðtaldri Álftavik mjög landstór, og þar var snjólétt, einkum framan af vetri, og þurfti sjaldan að gefa fé fyrir hátiðir. Þar var og vorgott og greri snemma i brattlendinu móti suðri. Trjáreki var oft mikill i Brúnavik, og sitthvað fleira rak þar á sandinn við túnfótinn, til að mynda eitt sinn 200 potta stáltunnu fulla af vínanda. Þetta var fyrir hálfri öld og þótti góður feng- ur, sem gerði mörgum glatt i geði næstu missirin. Áriö 1950 rak einnig i Brúnavik 60 potta rommkút fullan. Það var enginn dóni, sem úr honum rann. Þá þótti oftast ómaksins vert að ýta báti á flot úr Brúnavik i góðu veðri, og var þá ærið oft lent hlöðnu fari, og fallegum fiski fleygt upp á klöpp, sem báturinn gat flotið við. Brúnavikur- bændur fengu oft mikinn afla bæði til heimilis og innleggs. Stutt var að fara á verzlunarstað, hvort sem farið var á sjó eða gangandi. Meðan búið var i Brúnavik, var þar oftast margmenni i heimili og nóg að bita og brenna. En þetta var nú innskot, og snúum aftur að Stefáni og bólusetningum hans. Næstu ár fékk hann bóluefniö i lyf jabúð á Seyðisfirði. Haustið 1911 eða 1912 kom Stefán meö „fárasprautuna” i Nes að beiðni okkar Nesmanna, en ábúendur á Nesi voru þá Armann Egilsson og Björn Jónsson, og áttu sinn helminginn i jörðinni hvor. Við fengum boð frá Stefáni unv að hans væri að vænta tiltekinn dag, og skyld- um við þá hafa féð heima. Þann dag var stillt og gott veður og féð hreint og þurrt á lagð. Upp úr miðjum degi kom Stefán hlaupandi við fót, eins og hans var vandi og þeirra bræðra. Hann var rauður i andliti og sveittur, þegar hann skokkaði i hlaðið og heilsaði hressi- lega. Hann hafði hnakktösku undir hendi og kvaðst nú kominn með nálina að stinga i kindurnar. Hann féllst þó á að koma inn i eldhús og þiggja kaffi- sopa, áður en hann hæfist handa, enda þyrfti hann að koma sér vel við kven- fólkið, fá hjá þvi vel hreinan pott til þess að sjóða i áhöldin. Siðan tók Stefán vindlakassa upp úr tösku sinni og úr honum sprautuna og tvær hol- nálar, litla glerjaða leirskál og staut úr sama efni. Siðan bað hann mig að sækja vatn i hundrað gramma glas i bæjarlækinn, og að þvi búnu lét hann traustan tappa i það og lagði það i pottinn ásamt áhöldunum. Þetta sauð Sunnudagsblað Tímans 723

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.