Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Page 13
Svo segir Jón i Yztafelli i ritinu Byggð-
ir og bú, þar sem lýst er jörðum og
ábúendum i Suður-Þingeyjasýslu.
Stöng var reist i Gautlandalandi
norðan undir Sandfelli, en af þvi, þótt
lágt sé, er afar við og fögur sýn yfir
Mývatnssveit, norður um dali og fjöll,
vestur yfir Heiðina og suður um Sel-
lönd, Ódáðahraun, til Herðubreiðar og
Dyngjufjalla og allt til Vatnajökuls.
Fellið er fagurgróið að norðan allt á
koll, en að sunnan hrjóstugra með
melum. Þannig eru hæstu fellin á
Heiðinni, til að mynda Jafnafell litlu
vestar. Bæjarstæðið er i fellsfætinum
við stóran mýrarflóa, sem Gautlönd og
Helluvað eiga lika og heita þar Gaut-
landamýri, Stangarmýri og Grófar-
mýri, Þar hefur Ræktunarfélag Mý-
vetninga ræst fram og breytt stórum
fláka i sameignartún allmargra
bænda, sem hafa litil túnstæði heima i
kreppu hraunsins við vatnið. Þó er
fimm km leið frá Stöng til Gautlanda
og Helluvaðs, en miklu skemmra til
eyðibýlanna Stóraáss, suður með
Sandfellinu, og Hörgsdals vestan mýr-
arsunds norðan undir Jafnafelli.
En gefum nú Kolbeini orðið.
— Ertu fæddur á Stöng?
— Nei, en ég kom þangaö bráðung-
ur. Faðir minn var á nokkrum bæjum i
Kinn á fyrstu búskaparárum, m.a. i
Fellsseli og Fremstafelli og þar er ég
fæddur. Foreldrar minir fluttust siðan
i Bjarnarstaði, sem var býli i heiðinni
beint suður af Gautlöndum, en fór sið-
ar i eyði og hefur nú verið endurreist
sem nýbýli og heitir Heiði. Þar bjuggu
þau fjögur ár og fluttust siðan i Stöng
1904.
— Voru þá gömul bæjarhús?
— Já, en ekki mjög gömul. Þar var
baðstofa allstór i tveimur hólfum, og
ég man það enn, hve mér fannst þetta
stór salur og hve hátt bergmálaði i
honum tómum.er ég kom þar fyrst inn
á gólfið. A hlaðinu var ævagömul
skemma, ótrúlega traustlega viðuð,
vafalitið byggð af Jóni Hinrikssyni.
Hún var að minnsta kosti eldri en önn-
ur bæjarhús.
— Hvernig heldurðu, að nafnið
Stöng sé til komið?
— Ég veit það ekki með neinni
vissu, en hef heyrt ýmsar getgátur.
Hér var ekki býli áður og engin gömul
veggjalög að sjá eftir beitarhús eða
sel, en staðurinn hét samt Stöng áður
en byggt var. Ég held að sú tilgáta sé
komin frá Jóni Hinrikssyni, að leið um
þessar slóðir hafi fyrr á öldum verið
vörðuðbirkistöngum úr skógi, sem hér
var áreiðanlega mikill fyrrum, eins og
miklir bálkar rétt neðan við þykka
öskulagið þarna i mómýrunum sýna.
Þéssar leiðarstangir hafa staðið mis-
Sunnudagsblað Tímans
Kolbeinn Ásmundsson, smiður og bóndi á Stöng.
jafnlega lengi, og menn hafa getið sér
þess til, að þarna hafi væn stöng staðið
öðrum lengur, og staðurinn siðan
kenndur við hana. En auðvitað er
þetta aðeins getgáta.
— Hvað heillaði mest i bernskunni,
Kolbeinn?
— Það var nú margt, en ég var
aldrei búhneigður og verð þvi vist að
kallast föðurverrungur að þvi leyti,
þvi að faðir minn var búfræðingur og
hélt dagbækur og búreikninga. Ég
þekkti varla nokkra kind, og þótti vist
ódæmi. Systkini min voru miklu bú-
hneigðari, og Kjartan bróðir minn,
sem hér hefur búið á móti mér, hefur
auðvitað verið miklu meiri bóndi. En
ég var sifellt að tálga og klambra eitt-
hvað á drengsárum, og alltaf að skera
mig i fingur. Þá komst ég upp á það að
fara að bæjarbaki og núa sárinu i
myglumold i veggjarbroti. Þetta
stöðvaði blæðingu, og aldrei fór illt i
sárin. Það skyldi þó aldrei hafa verið
hið fræga efni pensilin i þessari
myglu? Þaö kom i ljós siðar, að þau lyf
áttu afar vel við mig, en hins vegar
.virtust súlfalyfin svonefndu mér eitur i
beinum.
— Naustu einhverrar skólatilsagn-
ar?
— Heldur var litið um það, en
heimanámið var gott, og nokkuð um
bækur, til að mynda úr lestrarfélag-
inu, bæði i Mývatnssveit og á Heiðinni.
En ég komst einn vetur til smiðanáms
á Akureyri og vann þar á verkstæði
hjá Guðbirni Björnssyni. Þar smiðaði
733