Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Blaðsíða 12
Heiðalandið, sem stundum er kallað einu nefni Mývatnsheiði, en er þó land þriggja sveita — Mývatnssveitar, Reykjadals og Bárðardals, er mikið og fagurt gróðursvæði, þar sem skiptast á lágir ásar. vaxnir fjalldrapa, viði og jafnvel birkikjarri, milli viðáttu- mikilla mýrarflóa ' með vötnum og tjörnum, þar sení sums staðar er all- góð silungsveiði. Stargresi og annar kjarnagróður er i mýrunum. Landamærastöðvar þessa heims eru Gautlönd i Mývatnssveit, að austan Stafn i Reykjadal að norðan og Viðiker i Bárðardal að sunnan. Um og upp úr aldamótum var tylft byggðra býla á Heiðinni, og sums staðar vel búið, en nú eruð aðeins þrjú i byggð, og likur til að aðeins eitt haldist i byggð til fram- Hann hefur búið sex áratugi á Stöng á Mývatns- heiði, þar sem snjórinn liggur stundum fram i áttundu viku sumars, en jörðin kemur þá þið og jafnvel græn undan snjó og grasár verður mikið. Hann var þó meir hneigður til smiða en bústangs og byggði hús viða um sveitir. Fyrir þrem áratugum varð að taka af honum fót — i tveim áföngum — en hann smiðaði sér sjálfur gervifót úr skeifnajárni — líklega af þvi að hann kunni ekki við annað en standa á eigin fótum — og kleif siðan upp í uppsláttinn aftur og hélt áfram að byggja. Og nú sigur á niunda æviáratuginn og hann heyjar túnið sitt með vélum en bindur bækur á vetrum, þvi að sjónin er enn hvöss og höndin styrk og hög. — Við ræðum við Kolbein Ásmundsson á Stöng i þetta sinn. Hann man samfélag heiðarinnar upp úr aldamótunum, þegar tólf býli voru þar i byggð, en eru nú flest i eyði. undan snjónum. Kviaærnar mjólkuðu afbragðsvel, og siðar urðu dilkarnir afar vænir. Nú gengur sauðféð frjáls- að lita i bækur á siðari árum. Fóturinn sá fyrir þvi — og fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott. Hann Smíðaði sér gervifót úr skeifna- járni og hélt síðan áfram að byggja Kvöldspjall við Kolbein Ásmundsson bónda og smið á Stöng á Mývatnsheiði AAA/WW^AAA/WWW\/VWWWWVWW\^/VWSA/NMAAA/S/V\/^AA/WN/WWW\ búðar — Stöng, —■ sem nú er kölluð i Mývatnssveit, enda i Skútustaða- hreppi. Býlin á Heiöinni — eyðibýlin — segja menn nú, eru mörg kennd við sel. Það var i góðærinu á siðari hluta nitjándu aldar, sem mörg þeirra byggðust. Þá var þröngt i sveitum, örðugt að fá jarðnæði, og ungt fólk, sem ekki vildi una húsmennskukjörum alla ævi, brauzt i það að byggja upp á heiði, i „selinu” á beitarhúsunum eða i land- gæðadalverpi á mótum starmýrar og lágafells. Bæirnir á Heiðinni heyrðu til þremur hreppum, en þó mynduðu þeir fljót- lega i raun og veru eina sveit, sem átti margt sameiginlegt i búskap og mann- lifi, sorg og gleði, enda var margt heiðarfólkið frændskylt eða tengt. Landgæðin voru mikil. Snjóþungt að visu, og fönn lá stundum langt fram á sumar, en jörðin kom þá græn og þið um alla þessa viðáttu, og um hana liggja óljósar jeppaslóðir hér og hvar eftir smalamenn, veiðiklær og ferða- snápa milli eyðibýlanna. A móti mér við borðið i stofunni sit- ur annar bóndinn á Stöng, Kolbeinn Ásmundsson, hefur brugðið sér til Reykjavikur, þótt farinn sé að nálgast áttrætt. Þangað hefur hann ekki gert tiðreist um dagana — aðeins dvalizt þar vikum saman einu sinni af hinni verstu nauðsyn — og sá þá varla höf- uðborgina. Nú gefur hann sér tima til að skoða eitt og annað og hitta venzla- fólk og kunningja að máli. Hann hefur alla tið verið annálað hraustmenni og ekki vilsamur, þótt gefið hafi á bátinn. Hann er enn i fullum færum, sjónin hvöss og höndin styrk, minnið óbilað á atvik og umhverfi, fróður vel um heimahaga, gamla tima og nýja tið, enda hefur hann fengið nokkurt tóm til missti fótinn fyrir þremur áratugum — en smiðaði sér sjálfur fót úr skeifna- járni og hefur gengið á honum siðan — liklega af þvi að hann hefur aldrei kunnað við annað en standa á eigin fót- um. Það gerir ef til vill Heiðin — hún ætlast til þess. Kolbeinn hefur fallizt á það með semingi að spjalla við mig kvöldstund, þótt fæst úr þvi rabbi verði fest á þessi blöð. „Fyrst byggði á Stöng 1857 Jón Hinriksson. skáld. siðar bóndi á Hellu- vaði. Bjó hann þar i 9 ár, en fluttist þaðan, er hann hafði misst konu sina. Næstu árin bjuggu þar ýmsir eitt til tvö ár i einu hver, en milli 1870—1880 kom hingað Kristján Jónsson bóndi frá Ófeigsstöðum i Kinn, ættaður frá Hofs- stöðum. Hafa niðjar hans búið þar sið- an. Asmundur sonur Kristjáns var bú- fræðingur og hélt dagbækur og bú- reikninga. Hann lézt 15. okt. 1927”.... 732 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.