Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Blaðsíða 4
hann i vatni i tiu minútur, bað siðan um hreint vaskafat undir það, sem soðið var, og siðan var haldið út að fjárrétt. Stefán lét fatið á grasið gróinn réttarvegginn, tók leirskálina, eða mortélið og hellti úr 50 kinda bólu- efnisglasi i það, steytti það dró vatn úr soðna glasinu i sprautu og lét i mor- télið og fór að hræra. Blönduna þynnti hann þannig með 5 sprautum og hrærði hana i hálftima. Var lögurinn siðan dreginn upp i sprautu, sem tók tiu skammta. Stefán lét siðan taka kind eftir kind og bregða henni á malir, tók skæri úr vindlakassanum og klippti ull af bletti inan lærs. Þar stakk hann hoinálinni og dældi skammti af bóluefninu undir skinnið. Blettinn sótthreinsaði hann áður með baðmullarhnoðra vættum i lýsóli. Eftir bólusetninguna lét Stefán hafa féð inni eina nótt. Nokkrar kindur voru stirðar i fæti daginn eftir, en náðu sér fljótt. Heita mátti, að bráðafárinu væri útrýmt með bólusetningunni á næstu missirum. Nokkuð bar á öörum kvilla í sauðfé eystra um siðustu aldamót. Það var ..höfuðmein" eða sullur i heila. Þetta dró kindur stundum til bana á nokk- rum vikum. Sá kvilli lagðist af, er farið var að hreinsa hunda. Einnig bar nokkuð á ormaveiki. sem þá var illt að fást við, en siðar fundust góð lyf við þeirri plágu. Enn má nefna fjár- kláðann og færilúsina, sem nú er að mestu búið að útrýma hvoru tveggja með baðlyfum. Lengi fram eftir árum voru ekki til lyf við lungnabólgu i sauðfé eða blóð- sótt i unglömbum. og ofan á bættist svo mæðiveikin. sem kom með karakúl- fénu. En vikjum enn að Stefáni i Brúna- vik. Hann tölti um sveitina næstu árin með einu bólusetningarsprautuna, sem til var i hreppnum og bólusetti sauðfé fyrir bændur. Hann var ætið jafnhress og glaður og kærkominn gestur hvarvetna með frásagnir sinar og frjálsmannlegt viðmót. Stefán Filippusson seldi bú sitt og fluttist frá Brúnavik ásamt Mariu konu sinni 1919 til Reykjavikur til fósturdóttur sinnar. sem þar var gift og búsett. Hann fékkst nokkuð við grasalækningar á siðustu árum i Reykjavik og lézt þar i hárri elli. Sigurður bróðir Stefáns, þá bóndi i Búnavik, fékk bólusetningaráhöldin og hélt áfram að bólusetja fé á næstu bæj- um, en hann hafði ekki ástæður til að fara jafnviða. Þegar ég frétti, að Stefán ætlaði brott flaug mér i hug að verða mér úti um sams konar áhöld og Stefán hafði Dvrnar i Dyrfjöll, séöar norðan frá Ósfjöllum. (Ljósm. Þorst. Jós.) og bólusetja sjálfur mitt fé. Reynslan varð sú. að ég bólusetti ekki aöeins það. heldur viða um sveitina i mörg ár og fór meira að segja þrjú haust upp i Hjaltastaðaþinghá til þess að bólu- setja. Upphaf þess var, að maöur kom i Snotrunes að finna mig siðla hausts 1921 . Það var Sigurður Gislason á Heyskálum. bróðir Þorkels. en þeir bræður bjuggu þar saman lengi með systur sinni. Halldóru. og voru öll syst- kinin ógift. Sigurður sagði mér. að ær þeirra bræðra hryndu niður úr bráða- fári. átta væru farnar á fjórum dögum. allar flekkóttar. ungar og fallegar. Karlinn var hálfklökkur og sagði. að þeir bræður ættu ekki nema 30 ær og fáein lömb. Sigurður sagði. að enginn bóndi i Hjaltastaðaþinghá bólusetji , gegn bráðafári. þvi að það hafi veriö nær óþekkt i hreppnum fram að þessu. Kvaðst hann kominn til þess að biðja mig að bólusetja kindur þeirra bræðra. Ég hét liðveizlu minni. og eftir skamma töf lögðum við af stað gangandi i góðu veðri og færi. enda var jörð að mestu auð. Sigurður hafði verið röskur göngu- maður á yngri árum. þótt litill væri vexti. klofstuttur og framsettur. Hann var hnakkakertur mjög og hafði rauö- leitt alskegg, og stóra vörtu á andliti. Hann þótti heldur smár verkmaður en drjúgur i orð og góðmenni. Þeir bræður voru annálaðir neftóbaks- menn. gestrisnir og greiðviknir. Þorkell á Heyskálum var ferju- maður við Selfljót mörg ár áður en brúað var árið 1936. Hann var ólikur Sigurði að þvi leyti. að hann var stór maður og stórskorinn i andliti. rauður mjög á hár og skegg. stillt prúðmenni og annálað góðmenni. Systkinin dóu öll á Heyskálum háöldruð. Við Sigurður héldum sem leið lá norður skriður og yfir Njarðvik eftir þjóðveginum. sem þá var um Göngu- skarð til Héraðs. Sigurður var heldur smástigur og mæðinn i brattanum upp Göngudalinn. Hann hafði langa brodd- stöng og rak hana fast niður við hvert fótmál. púaði i skeggið og hnykkti á upp skarðskinnina. Þegar á skarðið kom. blasti við allt Út-Héraðið. Hliðar- fjöllin. Kollumúli, Gunnólfsvikurfjall 724 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.