Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Page 6

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Page 6
væri búið að fara margar ferðir yfir það með móður sinni. — Ég loka folaldið inni á Höföanum, og þú tekur það með þér á morgun. sagði Pétur. Ég lét þetta gott heita, enda hafði Aðalbjörn góð orð um að hjálpa mér af stað með það. Það var seint gengið til náða á Ósi þetta kvöld að lokinni bólusetningu, enda höfðum við um margt að spjalla. Þriggja ára drengur lék sér á bað- stofugólfi að spýtum. nöglum og hamri, og mátti þar sjá, að snemma beygðist krókurinn. þvf að drengurinn hét Alfreð og varð ágætur húsasmiður jafnframt þvi að vera myndarbóndi á Ósi, þar sem hannn hefur búið myndarbúi með Ólöfu Bjargheiði Sölvadóttur. konu sinni. Þau hjón eiga nú eitthvert glæsilegasta heimilið i sveit sinni. þar sem mikið hefur verið byggt og ræktað. Áður en við Aðalbjörn gengum til náða, litum við til veðurs. Niðamyrkt var og sást hvergi stjarna á lofti. Ég hafði við orð að risa árla úr rekkju. Um klukkan sex um morguninn vakna ég við það,að komið er ofsarok og snjóbylur, svo að brakaði og brast i baðstofunni, og sannaðist þar sem oftar, að á skammri stundu skipast veður i lofti. Mér var ekki rótt innan brjósts að vita fé mitt úti á við og dreif um Nesland og suðurf jöll i Njarðvik og enginn karlmaður heima á búi minu fær til þess að fara út i slikt veður. Kona min var heima með þrjú börn ung og tvö gamalmenni. Ég var hins vegar handan fjalls i Unaósi og folaldið lokað inni i húsi heylaust. Mér var allt annað en rótt. Aðalbjörn hrósaði happi að hafa fé sitt allt i húsum. Hjónin vildu. að ég dokaði við fram að hádegi, ef veðrinu kynni að slota. en þegar ég hafði þegið morgunhressingu, héldu mér engin bönd. Ég bað Aðalbjörn að gefa mér Jieytuggu i poka handa folaldinu. þvi að ekki bjóst ég við að geta farið með það i þessu veðri. Hann bauðst til þess að annast folaldið og gefa þvi. þegar veðri slotaði. Ég kvaddi hjónin og snaraðist út i bylinn. Ot með fljótinu var á móti að sækja. og vegurinn snjó- laus að mestu. svo að greiðgengt var, en verst að komast yfir krakfullar og bólgnar árnar. Þó var ég vist fulla klukkustund að komast úr á Höfðann. Ég var að velta þvi fyrir mér á leiðinni. hvort ég ætti að reyna að taka folaldið með mér eða ekki. Mér þótti illt að verða að gera sérstaka ferð eftir þvi siðar. Þótt bylurinn væri harður, sást sæmilega til gatna. og undan veðri yrði að fara. Þegar ég kom i skemmuna til folaldsins. fleygði ég heypokanum út i horn og mýldi folaldið með sterku reipi, sem Aðal- björn hafði lánað mér. Siðan svipti ég þvi út i bylinn. Það varð ótt við þessi viðbrigði og hentist nokkra hringi um- hverfis mig. Þó tókst mér loks að koma þvi á götuna. sem lá upp fjallið á leið til Njarðvikur. Göturnar voru snjólausar. enda festi ekki snjó nema i giljum. Veðurofsinn stóð aftan á okkur og þrýsti mér og folaldinu áfram upp fjallið. Þegar kom upp á Skollamelana herti veðrið enn meira, og folaldið barst áfram ýmist á undan mér eða eftir, og götunni hélt ég, þótt glóru- laust mætti kalla. Um nóttina hafði komið snjóbleyta efst i fjallinu og siðan frosið svo að flughált var á skarðinu og illstætt. Þegar ég átti stuttan spöl eftir upp i skarðið, fleygði ofsaleg vindhviða mér flötum, en ég náði taki á steini og gat haldið mér föstum. Folaldið kippti harkalega af mér taumnum og hvarf út i bylinn. Þegar aftur dró úr veðri sem snöggvast. reis ég á fætur og þeyttist hálfboginn yfir skarðið án þess að ráða ferðinni nema að nokkru og langt niður i kinn Njarðvikurmegin. Þar var kom- inn stór skafl, sem ég náði fótfestu i og gat stöðvað ferð mina. Og þarna i skaflinum stóð folaldið mitt á kviði i snjó hreyfingarlaust og skjálfandi af hræðslu. Það hefur vafalaust runnið viðstöðulaust undan þessari storm- hrynu tvö eða þrjú hundruð metra yfir háskarðið. Ég hafði ofurlitla viðdvöi þarna i skaflinum þar sem veðrahlé var. en dró folaldið siðan niður bratta fönnina ofan i dalsbotn. þar sem göturnar liggja niður Göngudalinn. Það var orðið auðsveipt i taumi. en svo harðar stormhrynur skullu á okkur við og við, að ég varð hvað eftir annað að fleygja mér niöur og righalda mér og folaldinu i þúfu eða stein. Folaldið þeystist undan veðrinu. en kom þó oftast/fyrir sig fótum. Það kippti þó hvað eftir annað af mér taumnum og hvarf mér i kófið. en ég fann það jafnan aftur. enda voru göturnar snjólausar að kalla. Þegar kom að vaðinu á Göngudals- ánni, var áin uppbelgd og krapafull. Ég gat þó stiklað yfir á klettanibbum með folaldstauminn. en folaldið þorði ekki út i og spyrnti við fótum. Ég brá þá reipinu um öxl mér og lagðist i það með öllum þunga mlnum. Folaldið hófst þá á loft og stökk út i miðjan krapaelginn og sat þar fast i krapi, sem náði á siður. Það hreyfði sig ekki, hvernig sem ég togaði i. Þá kom mér i hug að beita ráði. sem ég hafði heyrt að reynt væri við hesta. sem fóru niður um is. Það var að bregða bandi um háls þeirra og herða að Þegar herti að hálsi þeirra. neyttu þeir oft þeirra krafta sem þeir áttu til og rifu sig upp úr. Ég hafði heyrt að hestum hefði verið bjargað með þess- um hætti. Ég sló þvi reipinu i lykkju um háls folaldsins og tók siðan fast i. Þetta hreif. Folaldið tók viðbragð og reif sig með herkjum og minni hjálp upp úr ánni. 726 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.