Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Qupperneq 7
V
\
Frá Bakkagerði i Borgarfirði eystra — táknræn þorpsmynd gamail bær, kirkjan og þorskur að signa á rá — og kýrin bit-
ur á grasbalanum. (Ljósm: Sn.Sn.)
Ég paufaðist nú áfram niður Há-
hrygginn og tók stefnu á Borgarbæinn
i Njarðvik. Veðrið var vægara, er kom
niður úr fjallinu. Þegar kom að
Borgarlæknum var hann krapbólginn
en ég stökk yfir með tauminn eins og
áður. Folaldið stökk út i miðjan lækinn
og sat fast, en mér tókst að draga þau
upp og koma þvi i hús, fór siðan heim
að Borg og bað Bóas bónda fyrir
folaldið- Hann trúði þvi ekki fyrst i
stað. að ég hefði komizt með folald yfir
fjallið i þessu veðri.
Eftir hressingu á Borg hraðaði ég
mér heim að reyna að ná saman fénu,
ef kostur yrði fyrir myrkur. Þá var
komiðaftaka brim suður með Skriðum
og Landsenda. Kona min varð harla
glöð við að sjá mig skjótast inn á gólf
heima. hafði raunar búizt við,að ég
væri á heimleið.en kviðið þvi hvernig
mér reiddi af.
Ég þaut fljótlega út aftur til þess að
ná einhverju af fénu i hús, rakst á
nokkrar ær i Fossbrekkunni og
stuggaði þeim heim á leið, en þær
hurfu mér i kófið. Siðan hélt ég áfram
og gat tint saman nokkuð af fénu, en
þegar ég taldi i húsunum um kvöldið,
vantaði margt, þar á meðal ærnar,
sem verið höfðu i Fossbrekkunni.
Þetta mikla_norðanveður gekk niður
um nóttina og um morguninn var orðið
stillt en frost nokkurt. Þegar ég kom út
stóðu fjórar af ánum úr Fossbrekkunni
uppi i gluggatóft baðstofunnar og
höfðu þar gott skjól, en hvorki fyrr né
siðar vissi ég til þess, að kindur leituðu
þangað. Engin kind fórst i þessu veðri i
Nesi, og má það gott heita.
Af Aðalbirni er það að segja, að hann
fór með hey út á Höfða handa folaldinu
daginn eftir og varð heldur en ekki
undrandi. er það var horfið. Þóttist
hann þá ógerla vita, hvernig mér og
þvi hefði reitt af.
i þessu norðanveðri og hafróti varð
hörmulegt slys á Bakkagerði. Feðgar
tveir lentu í sjóinn og drukknuðu.
Tildrögin voru á þessa leið:
1 Fremstabæ i Njarðvik bjuggu
hjónin Sigurður Þorkelsson, fæddur og
uppalinn i Njarðvik, og Guðný
Sigurðardóttir. Þau höfðu búið um
tuttugu ár i Fremstabæ. Arið 1923
fluttust þau úr Njarðvik með sex börn
sin myndarleg og vel gefin. Fjöl-
skyldan settist að i litlu húsi á Bakka-
gerði. Hét húsið Hraun, byggt af Páli
Magnússyni og Jóni Matthiassyni
tengdaföður hans. Tveir elztu drengir
þeirra Sigurðar og Guðnýjar voru
komnir um tvitugsaldur og hétu Björn
og Sigurður, miklir efnispilltar. Þeir
reru um sumarið með föður sinum á
árabáti og höfðu bátinn norðanvert i
fjörunni niður af Hrauni, rétt innan við
Kiðubjörgin. Þverhniptur bakki var
upp af fjörunni, og i bakkann brött og
mjó klettaskora, sem hægt var að
setja bát eftir, ef brimaði. Kunn-
ugum sjómönnum þótti þetta vara-
samt uppsátur.
Þegar þetta stórbrim gerði, var
bátur þeirra feðga neðst i kletta-
skorunni og ekki óhultur. Þeir fengu
þá með sér tvo menn, þá Ágúst
Ólafsson sjómann á Bakkagerði og
Sigurð Eiriksson á Bergstað, að færa
bátinn lengra upp i bakkann. Brimið
var farið að nálgast bátinn og var i
miklum uppgangi.
Feðgarnir, Sigurður og Björn, gengu
undir bátinn neðst sinn hvoru megin,
en hinir tóku á honum ofar. Þegar
minnst varði reið mikill brimsjór upp i
klettaskoruna og lyfti bátnum, en dró
hann siðan með sér út i brimið ásamt
þeim feðgum. Þeir hurfu i brimlöðrið
og sáust ekki framar, en bátinn braut i
spón við klettana.
Það munaði minnstu, að allir
feðgarnir færust i sama ólaginu.
Sigurður Eiriksson náði i öxlina á
nafna sinum, þegar hann var að drag-
ast út með bátnum og bjargaði honum.
Likin rak ekki, en hönd og hand-
leggur fundust i urð nálægt slysstaðn-
um. Þessi hörmulegi missir var þung-
bær fyrir ekkjuna og börnin fimm. Mig
minnir, að Guðný Sigurðardóttir
Framhald af siðu 742
Sunnudagsblað Tímans
727