Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Side 8
T i 03ÖOlegarz sagnírz Hamskipti Fegurstu fuglar landsins, hvitu söngsvanirnir eru mönnum augna- yndi. og þeir sem heyra þá á heiðar- vötnum undir vorhimni, hljóta að hrifast hafi þeir heitt hjarta i brjósti. Til ér saga um hamskipti heiðar- svans og fátækrar smalastúlku og fer hún hér á eftir. Einu sinni fyrir löngu var smala- stúlka á bæ noröanlands. Var hún munaðaiilaus og átti að heita matvinn- ingur, þrettán ára að aldri. Atlæti, hvað snerti mat og föt, hafði hún gott. en mætti litilli hlýju og var oft ein- mana. Aðalstarf hennar var að sitja hjá, og féll henni það vel, þvi að hún unni frjálsu útilofti og hafði yndi af ám sinum. sem voru henni oftast þægar og eftirlátar. Þurfti hún sjaldan annað en kalla til þeirra. ef þær rásuðu um of. og gegndu þær þá óðara. Var starfið henni þvi létt og sam- búðin við ferfætlinga og fugla himins- ins snöggtum léttari, en við fólk heimilisins. sem ekki hafði tima aflögu til að tala við hana. Meðal vina hennar i hjásetunni voru svanahjón, sem áttu hreiður i árhólma. Oft sat hún við ána, hlýddi á nið hennar og á söng svan- anna. Svo leið sumarið og halla tók að hausti. Þá sótti söknuðurinn á smala- stúlkuna og kviði fyrir löngum vetri. Siðasta kvöldið i hjásetunni. sat hún vib ána döpur á svip. Kom þá svana- móðirin. sem nú átti fleyga og vaxna unga. til hennar. settist hjá henni og nuggaði höfðinu upp að henni. ..Gott átt þú", hugsaði smala- stúlkan. meðan hún strauk svaninum um bakið. ,,Þú getur flogið hvert. sem þú vilt, en ég verð að biða vetrarins eins og fjallablóm fast á rót. bliða og blikna eins og blómið, sem frostið særir og fönnin byrgir.” „Osköp er að heyra til þin, stúlka,” heyrði hún sagt hjá sér og sá þá við hlið sér undurfagra konu, en svana- hamurinn lá þar við hlið konunnar. „Hver ert þú”? — spurði smala- stúlkan hálfhrædd. ,.Ég er svanurinn hviti, sem þú straukst áðan. Vertu ekki hrædd. Eg heyrði hvað þú hugsaðir og einu sinni á hundrað árum má svanur skipta við mann ham sinum. Far þú nú i haminn minn og fljúgðu yfir fjöllin og sjáðu það, sem þig langar tii. ,,En hvaö um ærnar minar?” — Óttastu ekki um þær. Það er búið 728 að mjólka þær og ég gæti þeirra i nótt. Þú vitjar þeirra,ef þig langar að verða aftur smalastúika” Að þessum orðum sögðum, klæddi konan hana i svanahaminn og nú flaug stúlkan ásamt svönunum yfir fjöll og firnindi. Hún flaug og flaug og þreyttist ekki, þvi að þrá hennar eftir þvi ókunna var ofar öllu i huga hennar. Loks kom þó að þvi. að hún þreyttist og svo sannarlega fannst svönunum þremur frá árhólmanum nóg flogið. Þau settust þvi við litið vatn á lágri. gróðurrikri heiði. Stúlkan i svanaliki reyndi að syngja og tókst það ágæt- lega. Hinir svanirnir sungu með henni, en brátt færðist kyrrð á heiðina, þvi að nóttin fór að. Lóur og aðrir smáfuglar byrgðu höfuð sin undir væng og létu sig dreyma. Stúlkan gat ekki sofið. þó að félagar hennar hefðu sofnað. Hún fór að hugsa heim. Ef til vill var það ekki siður henni að kenna,hvað hún var ein- mana. Það var gott að geta flogið og séð alla þá fegurð. sem landið hafði að bjóða i siðsumarslitum sinum. en það var þó bezt að vera manneskja. finna til eins og áður og ef vel tækist eignast vini með þvi að vera vinhlý sjálf. Þegar morgnaði aftur hófu svanirnir sig til flugs og flugu til baka. Þar skipti stúlkan um ham við svanamóðurina og varð aftur hún sjálf. Siðan hallaði hún sér smástund og dottaði þar til timi var kominn til að fara heim með ærnar til mjalta. Upp frá þessu óx smalastúlkan að þroska og skilningi og varð með hverjum deginum vinsælli. Hlaut hún siðar góðan mann og áttu þau efnileg börn. Oldruð sagði hún söguna um ham- skiptin við heiðarsvaninn og hefur sagan siðan fylgt ætt hennar. þó að hún muni nú flestum gleymd. (Sögu þessa. sem og svo margar aðrar i þáttum þessum t.d. Álfabarnið og Dyr þokunnar. sagði móðuramma þess er ritar. Ingibjörg Guðmunds- dóttir frá Ægissiðu á Vatnsnesi. en hún bjó ásamt manni sinum Bjartmari Kristjánssyni lengst af á Neðri- Brunná i Saurbæ i Dalasýslu.) Láttu nú sjá Á fyrstu tugum þessarar aldar var ljósmóðir i stóru byggðarlagi norðan- lands, sem var orðlögð fyrir heppni og nærfærni. Starfi sinu gegndi hún vel Ingólfur Jónsson frá Prests- bakka safnaði og skráði hálfa öld án þess, að nokkurn tima dæi hjá henni barn eða móðir. Þótti þetta svo einstakt, að til þess var tekið, enda i þá daga tæki frum- stæð miðað við það sem nú er, og flestar konur ólu börn sin heima, þar sem langt var til læknis og enn tor- sóttara að komast á sjúkrahús, nema ef um „Hvita dauðann” væri að ræða, en þeir. sem háðu sitt lifsstrið við hann gengu fyrir. þar sem þjóðin hafði þá þegar gert upp við sig. að þann óvin yrði að yfirstiga með öllum hugsan- legum ráðum. Fyrrnefnd ljósmóðir var stundum spurð um ástæðuna fyrir velgengni hennar i starfi og sagði hún þá hiklaust frá sögu sem hér fer á eftir. Söguna heyrði ég i æsku og einnig siðar. Þegar ljósmóðirin var nýkomin til starfs beint úr skóla, kveið hún mjög fyrir og bar ótta i brjósti um. að sér kynni að mistakast. einkum, þar sem hún vissi að kona sú. er átti fyrst von á sér i byggbarlagi hennar. var heilsu- litil og hafði átt vanda fyrir blæðingum miklum við fyrri barnsburði. Þar sem maður ljósmóðurinnar var á sjó. og þau áttu enn engin börn. var hún ein i húsi sinu. Það var vetur og hafði snemma lagt að með snjóum. Leiðin út á ströndina. að bæ þeim, er hún átti fyrst von á að vera kölluð til, var bæði löng og ströng yfir vegleysur og skriður að fara. Helzt var að komast á sjó. en það gat þó orðið full- erfitt i roki og náttmyrkri. Einhvern vegin fannst ljósmóðurinni. að þetta myndi verða að nóttu til. Þess vegna átti hún von á kallinu hverja nótt og sva f órótt. Eitt kvöld siðla, þegar hriðarveður geisaði. var barið að dyrum ljós- móöurinnar. ekki þrjú högg eins og vanalega. heldur eitt. Brá henni mjög, en hún var háttuð og stökk fram úr rúminu i nærklæðum. brá upp ljósi á kolu og lýsti niður af baðstofupall- inum. Sá hún þá stórvaxinn mann standa i dyrum og var hann alls ólikur þeim. sem hún átti von á. þvi að sá var litill vexti. Hélt hún þetta myndi vera vinnumaður og kallaði niður: ..Ert þú frá Tanga”. Engu svaraði maðurinn þvi. en sagði dimmri röddu: —,,Það liggur mikið á”. Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.