Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Page 11
Sæból á Ingjaldssandi, þar sem Kitta gamla undi langri ævi. „Ég get ekki lokið þessum linum, án þess að minnast og þakka það dálæti, er hún hafði á mér alla tið, til hinztu stundar. Aldrei lét hún upp i sig sykur- nurtu, sem hún fékk með kaffi sinu, en ge.vmdi molann og gaf mér hann, þegar henni þótti við eiga. Kom hún jafnan að rúmstokknum á kvöldin, þegar ég var háttaður, og var þá oftast meðsykurmola i lúkunni og stakk upp i mig. Þannig var með allt, er hún hugði mér til góðs. Ég var á vertið fyrir sunnan veturinn áður en hún dó. Ég var nýbúinn að senda henni rjólbita og bað hún mömmu að skera nú ögn af tóbakinu, „sem hann Jón minn sendi mér, svo ég fái að lykta af þvi, áður en ég fer”. Svona var tryggðin til hinztu stundar. Þessi tilfærðu orð innan greinarmerkja, eru tekin úr bréfi til min frá Jóni Sv. Jónssyni, en honum, sendi ég uppkast af handritinu til um- sagnar. Það sagði Sveinfriður, móðir Jóns mér, aö Kristjana hefði sifellt spurt þennan vetur: „Hefur nokkuð frétzt að sunnan”? og að þessi spurning hafi verið það siðasta, sem hún mælti hér i heimi. Kristjana Jónsdóttir var fædd 17. júni 1845 á Villingadal á Ingjaldssandi. Foreldrar hennar munu hafa haft horn af jörðinni til ábúðar. Jón faðir hennar var Jónsson og móðir hennar hét Guðrún Jónsdóttir. Þau áttu lika son, er Pétur hét er dó 7 ára úr barnaveiki efnisbarn. Fermd var Kristjana 1860, fær einkunnina dável fyrir kunnáttu. Hún var vinnukona á Hálsi, hjá Sigurði Bjarnasyni og konu hans Ingibjörgu Jónsdóttur. Voru þau foreldrar Jóns Júliusar, skósmiðs og fiskimatsmanns á Þingeyri, en siðast bóndi á Gili i Neðri-Hjarðardal, frá 1925-1949, er hann dó. Kristjana mun hafa fóstrað Jón ungan, árin sem hún var á Hálsi, og tekið tryggð við hann, enda var hann sjálfur trölltryggur og vék jafnan góðu að Kristjönu og sendi henni Hoffmannsdropa, er hún taldi sér nauðsynlega. Lét hún Jón Svein eitt sinn skrifa fyrir sig ljóðabréf, þar sem hún þakkar Hoffmannsdropa og er fyrsta visan svona: Herra Jóni Sigurðssyni þetta ljóðabiað, kærum frænda og kunnugum vini. Kitta gamla sendir það. Eftir veruna á Hálsi 1877-’78 er hún hjá foreldrum sinum á Brekku i 5 ár, en þar höfðu þau jarðarkorn, og eru þrjú i heimili. Siðar er hún vinnukona á Skaga hjá Búa Jónssyni og Þorlaugu Guðbrandsdóttur, og i Vatnsdal i Súgandafirði, er hún einnig vinnu- kona. Siðan á Villingadal og á Alfadal hjá Jóhannesi Jónssyni og Rikeyju Eiriksdóttur og þaðan fer hún alda- mótaárið að Sæbóli og er þar þar til hún andast 15. mai 1923, 78 ára gömul. Foreldrar Kristjönu ætla ég að verið hafi fátæk og ekki miklir fyrir sér. Jón faðir hennar var kaliaður Jón Trutt, en ekki veit ég tilefni til þeirrar nafngift- ar, enda þurfti ekki mikið tilefni til að menn væru uppnefndir hér vestra, á þeim tima. Jón þótti hjátrúarfullur og örugglega viss um tilveru drauga og annarra dularvera, enda var það ekki fátitt þá. Var hann af ýmsum talinn sérkennilegur og ekki laust við, að glaðsinna menn hefðu gaman af að herma eftir honum og henda á lofti sögur hans um samskipti hans við dularverur. Sögu eina um samskipti Guðmundar Hagalin, þáverandi bónda á Sæbóli og Jóns Trutts, sagði mér Rósamunda Jónsdóttir frá Sæbóli, nú ekkja i Reykjavik, og læt ég hana fljóta hér með. Guðmundur Hagalin kom úr kaupstaðarferð frá Flateyri og var Jón Trutt ásamt fleira fólki þar innan- borðs. Jóni mun hafa þótt nóg siglt, og gerði sig Iiklegan til að lækka seglið en þá kom nú hljóð úr skut frá bátseig- anda, er stýrði og hótaði hörðu fyrir tiltækið. Þegar báturinn kenndi grunns, rauk formaðurinn fram I barka og hugðist ná til Jóns, en þá skeði það óvenjulega, að Jón varð fljótari til, rauk út úr bátnum og stökk upp i fjöruna, en Hagalin á eftir með reiddan hnefa til höggs, en Jón sá brátt að sér yrði ekki undankomu auðið, en settist á stein i fjörunni, tók ofan húf- una og mælti að bragði: „Sit ég og sit og signi mig, dreptu mig þá, dreptu Guðrúnu mina lika og dreptu okkur öll”. Varð Hagalin svo forviða á dirfsku karls og hinu óvenjulega snögga viðbragði, að honum féllust hendur. Kristjana var kattþrifin og sá aldrei fauk á fötum hennar. Hún skipti um um sokka tvisvar á ári, fyrir jólin og á vorin, þegar börnin voru fremd. Hún var handsmá og fótnett, þrátt fyrir kröm sina. Glaðsinna var hún og þægileg i viðmóti og hafði gamanyrði á reiðum höndum. Mér er hlýtt til hennar og leið ævinlega vel i návist hennar. 29/41972 Jóhannes Daviðsson. Sunnudagsblaö Timans 731

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.