Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Blaðsíða 14
Gautlönd i Mývatnssveit, og sér suöur
Stöng byggð, en þó eru 5 km milli bæja.
ég margt, svo sem hurðir skápa og
amboð. Karl átti þrjár kýr, sem ég
hirti fyrir hann, og hann hafði einnig
umsjón i samkomuhúsinu og veitinga-
sölu. Ég rétti honum einnig hjálpar-
hönd við það. Siðar fékk ég réttindi til
þess að standa fyrir húsbyggingum.
— Og hefur unnið mikið aö þeim?
— Já, og alls konar smiðum, bæði úr
tré og járni, heima og annars staðar.
Ég sinnti þvi búi minna en skyldi, og
það kom þvi töluvert á herðar konu
minnar, Jakobinu Sigurðardóttur, og
siðar dætra.
Ég var þvi ærið oft á ferli um sveitir
með smiðatól min i bakpoka, eins og
Jói gamli Sævi, frægur farandsmiður i
héraðinu, og ég vann lengi fyrir kr.
1,25 á dag, og vinnudagurinn ekki ætið
hnitmiðaður við lágmarksstunda-
fjölda. Aldrei gerði ég neina fasta
samninga um neitt, og þótt stundum
drægist borgun, kom allt til skila um
siðir.
— Þú hefur fljótlega byggt ibúðar-
hús heima á Stöng.
— Já.við bræður réðumst i það og
höfðum ibúðarhúsin samföst. Við höfð-
um keypt jörðina 1923, af Pétri bónda á
Gautlöndum, og var landið talið um 15
ferkm. Það var enginn leikur að
byggja steinhús þarna á árunum um
1930. Vegur var að visu ruddur fyrir
kerru út að Másvatni 1929, og sementi
og öðru byggingarefni ekið á kerru
þaðan, en bilvegur frá Húsavik var
kominn þangað. Litið er um góða
steypumöl á heiðinni, og við urðum að
grafa hana upp undan moldarlagi,
sem var metri á þykkt suður með
Sandfelli. Steypan var siðan öll hrærð
með höndum og lyft i mót i fötum, eins
og þá var einboðið. Jafnvel hræritunn-
734
um heiðaflæmiö. i landi Gautlanda var
an var ekki komin til sögu þá. Veggir
voru allþykkir, og þurr reiðings
strengur i miðjum vegg. Þetta hefur
gefizt állvel og húsið staðið sig með
prýði.
— Þú hefur auðvitað séð um bygg-
ingu fleiri ibúðarhúsa?
— Já, þó nokkurra, og margra úti-
húsa. Ég byggði til að mynda hús fyrir
Pétur á Gautlöndum og á Halldórs-
stöðum i Bárðardal, svo og i Alftagerði
og miklu viðar. Þegar ég var að fást
við hús á Helluvaöí, henti mig örlaga-
rikt slys. Ég féll af þaki og fótbrotnaði
mjög illa.
— Hvenær var það?
— Það var 1941. Ég var að mála
þakið. Fóturinn hrökk alveg sundur of-
an við ökla. Ég var fluttursama dag til
Húsavikur og lá þar um skeið undir
hendi Björns læknis Jósepssonar.
Brotið haföist illa við, og fór illt i það.
Súlfalyfin virtust ekki duga mér.
Björn tók fótinn af, en það dugði ekki,
og blóðeitrun fór i allt saman. Aftur
var tekið af fætinum uppi undir hné, en
kom ekki að haldi. Ég var fárveikur og
fluttur rænulaus að kalla suður á
Landakot, þar sem ég lá milli heims og
helju vikum saman. Loks hjarnaði ég
viö meö guðs hjálp og Matthisaar
læknis og komst á ról. Matthias lét mig
hafa pappahólk festan upp á lær að
hökta á, og þannig fór ég á stjá, fyrst
við tvær hækjur, siðan við staf og
hækju. Ég kom heim rétt fyrir jólin
ekki ýkja brattur eða bjartsýnn. Ég
baslaði við pappahólka, gerða úr
þykkum bókbandspappa, næstu miss-
iri, en fékk siðar gamlan gervifót, sem
þó átti við hinn fótinn, en ég rpýndi aö
basla við hann og lagfæra hann. En
stúfurinn var mér erfiður. Ég fór eitt
sinn til Akureyrar, og læknir sagði
mér, að ráðlegast væri að stytta hann i
þriðja sinn og taka nú sundur um mitt
læri, svo að hægt væri að smiða mér
sæmilegan gervifót. Það leizt mér ekki
á, og fór heim.
Eftir það smiðaði ég mér gervifót úr
skeifnajárni, að nokkru eftir fyrir-
mynd gamla gervifótarins og setti á
hann liðamót með fjöður innan fótar. A
honum hef ég þrammað með endur-
bótum siðan og orðið býsna fær og
fleygur, hef meira að segja byggt ein
tvö ibúðarhús siðan og klifrað i upp-
slætti; læt mér nú duga staf að staulast
við. Ég hef orðið töluvert gangfær og
gengið stundum allt aö fimm km leið á
járnfætinum en betra þykir mér þá að
ganga i þýfi en á jafnsléttu.
Dráttarvélin og önnur slik vélgeng
vinnutæki breyttu siðar miklu fyrir
mér, og ég hef getað stundað heyskap
og önnur bústörf með þeim og fallið
vel.
Ég tók að mér, ásamt Jóni Sigur-
geirssyni frá Helluvaði, að byggja
skála allmikinn fyrir Jón Vestdal, þeg-
ar hann reisti brennisteinsverksmiðj-
una frægu i Bjarnarflagi. Við gerðum
þetta i ákvæðisvinnu, en ekki var
skrifaður stafkrókurum þá samninga.
Þó held ég að allt hafi staðið heima,
bæði af hálfu Jóns og okkar. Slikum
viðskiptum kann ég vel. Húsið brann
þegar verksmiðjan var nýtekin til
starfa, enda allt úr timbri, en var end-
urbyggt, og þá meira úr steini og járni,
en þá tók ekki betra við, þvi að spreng-
ing varð.og þar með var sá verk-
smiðjurekstur úr sögunni. Húsið
stendur þó enn að mestu, endurbyggt
eða bætt, og er notað til steinasteypu.
Þegar við Jón vorum að byggja
þarna, gerðum við okkur viðleguskýli
á hraunsandi, en gufuauga opnaðist i
góifinu. Yfir hana hvolfdum við fötu,
og höfðum þar bæði upphitun og
þurrkofn.
— Segðu mér eitthvað frá nábýlinu
á Heiöinni i gamla daga, Kolbeinn. Þú
hefur þekkt Arna Flóventsson i Hörgs-
dal og Helga son hans?
— Já, auðvitað mjög vel, enda voru
þeir næstu nágrannar.
— Árni var merkilegur maður, og
varð forrikur á þeirrar tiðar visu, átti
gull meira en aðrir, lét eftir sig vænan
stokk fullan af gullpeningum. Þó var
hann ekki nizkur, aðeins aðhaldssam-
um og vinnugarpur mikill. Eftir hans
dag átti Kristjana i Hörgsdal gullpen-
inga lengi, og ungir menn fóru stund-
um til hennar að fá gullpeninga i trú-
lofunarhringi. Hún var greiðasöm og
i þvi efni og hefur liklega ekki ætið selt
þá fullu verði, enda munu þeir nú allir
farnir veg sinnar veraldar.
— Þú hefur ef til vill fengið þar efni i
Sunnudagsblað Tímans