Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Blaðsíða 15
Hannes M. Þórðarson:
SUMARNÓTT
Ljós er nóttinjygn er áin,
létt af heiðarbrún.
Fer um láðið friðarboði,
faldar grænu tún.
Þú ert hraust og ör af æsku,
áfram gengur , nær.
Brún er kinn og blómavarir,
blika augun skær.
Hárið flæðir herðar yfir,
höndin smá og þétt.
Bringan hvelfd og bakið mjúka
býr þér tiginn rétt.
Reisn i spori, fim á fæti,
fljóðið ástamáls.
Armar þinir fast og fastar
falla mér um háls.
Kossar þinir kæta sinni,
komin ertu ein
tryggðaheits að tala máli,
trúin er svo hrein.
Ljúf er stund og lokkar þinir
leika mér i hönd.
Við sjáum glöggt og sækjum beint
sólar inn á lönd.
þina trúlofunarhringi?
— Nei, ekki var það nú. Ég átti
danskan tuttugu króna gullpening
sjálfur, hafði eignazt hann á unglings-
árum og hélt fast i hann. Þegar menn
voru að fala hann hjá mér, sagðist ég
ef til vill þurfa að nota hann sjálfur. Að
þvi kom lika sem betur fór. Þegar ég
festi ráð mitt fór ég til Þórðar gull-
smiðs á Akureyri og bað hann að selja
mér hringa. Hann dró fram gott safn
af ýmsum stærðum, en þá kom i ljós,
að hinir stærstu hringir Þórðar voru
alltof þröngir á mina fingur. Ég hef
alltaf verið svona fingradigur. Þórður
sagðist fátækur af gulli og spurði,
hvort ég gæti ekki útvegað gull i hring.
Þá kom danski hlunkurinn minn sér
vel, og gullið úr honum var meira en
nóg i hring handa mér. Þórður átti
hæfilegan hring handa konunni, og
einhver afgangur varð af gullinu úr
peningnum.
— Blandaðir þú ekki geði við unga
fólkið á Heiðinni á þessum árum?
— Jú, ég var eiginlega i tveimur
sveitum, með annan fótinn á Heiðinni
og hinn uppi i Sveit. Á vetrum var oft
hlemmifæri um heiðina, og var þá ým-
ist hægt að fara á skautum, skiðum
eöá hestasleðum. Heiðafólkið hafði
sinar skemmtisamkomur og skiptist á
um að halda þær á bæjunum, þar sem
húsakynni voru nokkur. Ég man að ég
dansaði af miklu fjöri i baðstofunni i
Brenniási oftar en einu sinni. Við
gáfum lika út skrifað blað, sem hét
Heiðir. Helgi i Hörgsdal skrifaði æði
mikið i það. Við höfðum lika lestrarfé-
lag. og bækurnar gengu milli bæja á
Heiðinni, en siðan seldum við þær öðr-
um lestrarfélögum og keyptum nýjar.
Einnig var gott að leita i bókasafnið
á Skútustöðum. Ég fór þangað æði oft
að sækja mér bækur, einkum ef ég gat
bundið skautana á mig i bæjardyrun-
um heima og rennt mér upp i Skútu-
staði. eða út um alla sveit. Skautar
voru aðeins samgöngutæki hjá okkur
Mývetningum. Ég man ekki til þess,
að við værum að leika okkur á skaut-
um. nema þá helzt smákrakkar. Mý-
vetnsku skautarnir voru með sérstöku
lagi. heimasmiðaðir. Beygjan á járn-
unum náði langt fram af trénu og var
mjög stór og há, svo að skautarnir
flugu vel yfir ójöfnur á is og hjarni.
Sama var að segja um skiðin. Þau
voru aðeins göngutæki, og menn höfðu
einn staf sterkan vel.
En um 1910 yarð á þessu breyting.
Þá dvaldist norskur maður i Reykja-
hlið við simaviðgerðir. Siminn hrundi
beinlinis niður á Fjöllunum fyrstu ár-
in. ef nokkuð varð að veðri. Fyrsti vir-
inn var mjúkur eir og þoldi enga is-
ingu. Siðar var skipt um vir. Þessi
norski maður hafði norsk skiði og not-
Sunnudagsblað Tímans
aði tvo stafi. Hann pantaði fyrir menn
slik skiði, sem þóttu afbragð, og þá
breyttist þetta til batnaðar.
—• Var ekki stundum villugjarnt i
hriðum á Heiðinni?
— Jú, ekki er þvi að neita. Hriðar-
veður urðu þar mjög dimm, svo að
ekki sá fram fyrir tær. og þegar allt
var á kafi i snjó, var litið um kennileiti
að átta sig á. en viðáttan mikil, og
tækju menn ranga stefnu, gátu þeir
lent fram á öræfi. Ég lenti oft i dimmu,
en vilitist sjaldan. Ég get þó eiginlega
ekki gert mér grein fyrir þvi, hvernig
á þessari ratvisi stóð. Hún var eins og
ósjálfráð. Maður lagði stundum af stað
i myrkri og muggu eftir vinnudag ofan
úr Sveit, en rambaði alltaf á bæinn.
— Urðu þá engar meiri háttar villur
eða mannskaðar, sem þú manst eftir á
Heiðinni?
— Ég man ekki eftir, að menn yrðu«‘
þar úti menn þegar Kristin Berg-
sveinsdóttir, kona Guðlaugs Þór-
steinssonar i Stóraási varð úti. Þetta
var um eða upp úr 1920. Þá skall
snögglega á kafaldsbylur. Guðlaugur
var i kaupstaðarferð, og Valdimar
sonur þeirra annaðist féð og var úti.
Kristin var hálflasin i rúminu, en rauk
á fætur og út i bylinn. Hún varð úti
skammt frá bænum. Þetta var hörmu-
legt slys.
Ég man vel eftir þessum byl. Veður
var stillt, bjart og fagurt fyrri hluta
dags. Ég hafði bundið á mig skauta i
bæjardyrum eins og stundum áður og
ætlaði að skjótast upp i Skútustaði eftir
bókum. Þegar ég kom i Gautlönd var
Kristjana Pétursdóttir, siðar skóla-
stýra á Laugum, þá ung stúlka, að
leggja af stað á söngæfingu upp i Sveit,
og ætlaði að fara á reiðhesti Péturs
föður sins, miklum gæðingi og vel
járnuðum. Við lögðum saman af staö
úr hlaði og allir dáðust að veðrinu. En
735