Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Page 16

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Page 16
Mailjóð (Mu) Hve allt, hve allt mér nú yndi ljær! Hve glitrar sólin! Hve grundin hlær! Allt blómgun grær og hvern byrgir stein, og raddir hljóma frá hverri grein. Hvers brjósti fögnuður bylgjast frá. Ó, sól og jörð! Ó, sæla og þrá! Ó, ást svo fögur og yndisgljúp sem morgunský yfir mjallargnúp! Þú blessar himneskt þann hreina svörð með yndisangan um alla jörð. Ó, ástmey, ástmey hve ann ég þér! Þin augu ljóma! Hve anntu mér! Sem elskar lævirkinn loft og óm og himinangan þrá árdagsblóm, svo heitt þig elskar mitt hjartablóð þvi þú mér æsku og yndi og móð til ljúfra dansa og ljóða ber. Njót eilifs láns svo sem anntu mér. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. 1972 hesturinn var hálftregur, og þegar við komum að Gautlandalæknum, gerðist hann staður og neitaði með öllu að fara út á isinn. Ég varð að koma til, og þok- aðist þá af stað. Það var eins og hest- urinn vissi á sig veðrið. Siðan teymdi ég undir Kristjönu og þandi mig á skautunum, og gekk ferðin þá greið- lega. Þegar við komum austur á ásana var veðrið enn svo fagurt, að aðdáun vakti. En dimmur bakki sást þá* hnykklast upp i norðri, og var skammt að biða þess að saman skylli. Fólkið sat veðurteppt um daginn á söngæfingunni. Veðrið stóð stutt en var svo mikið, að brimhljóðið heyrðist upp i Mývatnssveit, um 70 km. leið. — Oft mun nú hafa verið snjóþungt á Heiðinni og snjórinn legið lengi? — Já, ekki er þvi að neita. Ég man eftir ýmsum fádæmamiklum snjóa- vetrum, til að mynda 1916. Þá lá snjó- breiðan yfir fram i áttundu viku sum- ars. Menn fóru um sólstöðurnar með skiðasleða út i dal að sækja björg i bú. Ég man eftir einni slikri för með Helga i Holti. Við sóttum vörur út i Breiðu- mýri, og fyrir neðan Daðastaði létum við þær á skiðasleðana siðla dags, héldum suður vestan i Narfastaðafelli á fannbreiðu. Þá höfðu myndazt djúp- ar isskálar umhverfis auð dý, og við vorum að reyna að fá okkur að drekka með þvi að renna okkur á höfuðið ofan i skálarnar, en hinn hélt i fæturna. Þarna hefði verið dauði vis, ef sá, sem i hélt, hefði misst takið. Við komum i Holt siðla nætur og húsfreyjan tók fram kaffikönnuna. Þá sá ég að kaffi- pokinn var myglaður. Dagar og vikur voru siðan kaffi hafði verið til á könn- una. Svona var það stundum á vorin. Ég hélt heim i morgunsárið i sól- skinsbirtu. Þá voru stærstu þúfur að koma upp úr frera mýrarinn ar, og kjóarnir farnir að verpa þar á þúfnakollana með gaddinn allt i kring. Ég steypti undan kjóa og gæddi mér á eggjunum. En þetta sumar varð eitt mesta grasár, sem ég man eftir á Heiðinni, þvi að jörðin kom klakalaus og sums staðar græn undan freranum. Þannig var Heiðin — og er enn. — Nú ertu hættur húsbyggingu og öðrum smiðum að mestu, Kolbeinn. Við hvað unirðu þá helzt? — Ég grip nú i ýmsar smásmiðar, þegar vel liggur á mér, en mest hef ég fengizt við bókband siðustu vetur. Ég er liðtækur við heyskapinn á vélunum á sumrin enn, en ég get ekki hirt fé, til að mynda alls ekki gefið á garða. Þvi bind ég bækur á vetrum. Ég kann all- vel við þá sýslu, og flest bókbandsá- höldin hef ég smiðað sjálfur. Svo nýt ég þeirrar náðar að geta enn litið i bók, sagði Kolbeinn á Stöng að lokum. Um leið og hann reis á fætur og ýtti niður fjöðrinni i skeifnajárnsfætinum sinum, gat ég ekki varizt þvi að i hugann kæmi ljóðlina: Bognar aldrei.... Og nú er hann vafalaust kominn heim og far- inn að binda bækur. — A.K. 736 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.