Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Blaðsíða 17
Vala Þóra:
GLÓKOLLUR
Einu sinni voru tvær stúlkur, Jóna
og Þórkatla. Jóna var 17 ára en Þór-
katla 21 árs. Þær lágu saman á spitala
á Fæðingardeild Heykjavikur og voru
báðar að ala frumburði sina, hvoru
tveggja sveinbörn.
Jóna Pétursdóttir var ættuð úr
Árnessýslu, en hafði flutzt i bæinn um
það leyti, sem hún lauk skyldunámi
fyrir austan. Hún átti fátt skyldmenna
i bænum, a.m.k. ekki neinn, sem hún
gat búiö hjá, svo hún leigði sér sjálf
herbergi. Þórkatla Hrafnkelsdóttir
var fædd og uppalin i Austurbænum i
Reykjavik og var gift námsmanni.
En þær áttu eitt sameiginlegt,
þessar stúlkur, þótt af óliku bergi væru
brotnar. þær voru báðar aö ala frum-
burði sina og voru upptendraðar af
móðurást og stolti. Þetta var i júni, og
veðrið hafði verið einstaklega gott
þetta sumar, stöðugt sólskin. Á
morgnana kl. hálfsjö mátti vakna við
þennan sterka, skerandi en jafnframt
hrifandi ungbarnagrát, þegar litil ný-
fædd börn sögðu til sin. Sólin flæddi inn
hinn breiða gang byggingarinnar
gegnum gluggann, sem snýr i austur,
og skein i gegnum blómin sem mæðr-
unum höfðu veriö færð, og verið flutt i
enda gangsins undir glugganum yfir
nóttina. Og klukkan átta hljómaði
sterk og hljómmikil rödd séra Bjarna i
útvarpinu, sem var með hátalara um
allar stofur. Hann las morgunbæn,
sem féll vel inn i þessa iðu lifsins,
barnsgrát. blóm og morgunsól. Þetta
var árið 1957.
Já þetta voru guðdómlegir morgn-
ar og konurnar voru hamingjusamar.
Þær ræddu að visu ekki mikið um
sjálfa sig hvor við aðra né framtið
sina. en hin ljómandi augnatillit, sem
þær sendu hvorri annarri, þegar
drengirnir tveir voru fluttir inn til
þeirra að afloknu baði, nægðu alveg til
þess að þær skildu fullkomlega hvor
aðra.
Það liðu tveir dýrðlegir dagar i vöku
og draumi. Þó komu aldrei neinir
feður til þeirra Jónu og Þórkötlu, en
það var eins og það hefði ekki mikil
áhrif á þær. Þær voru tvær i stofu og
sáu þvi enga feður hvort eð var, það er
ekki eins vist, að þeim hefði liðið eins
vel. ef þær hefðu verið i stofu með 8
öðrum. þar sem óhjákvæmilega hlutu
að koma einhverjir feður. Faðirinn að
glókollinum hennar Jónu hafði nefni-
Sunnudagsblaö Tímans
lega ekki haft áhuga fyrir að eiga gló-
kollinn með henni Jónu, og faðirinn að
bersköllótta stráknum hennar Þór-
kötlu var erlendis við nám. Þegar leið
á seinni hluta annars dagsins, fóru þær
smátt og smátt að tala saman, og kom
þá upp úr kafinu, að Jóna hélt sig alls
ekki vera færa um að hafa drenginn
sinn hjá séri Hún vildi þaö svo gjarn-
an, en svo sagði hún, að aðstandendur
og yfirfólk sjúkrahússins hefðu reynt
að sannfæra sig um, aö bezt væri að
hún gæfi hann.
Þórkatla lá þungt hugsi i rúminu
gegnt Jónu og fór að reyna að gera sér
i hugarlund, ef hún ætti aldrei að fá að
ala upp drenginn sinn, og ef pabbinn
hefði nú ekki viljað meðganga tilveru
hans. Það fór hrollur um hana og setti
að henni sára beiskju fyrir hönd kyn-
systur sinnar. Hvernig gat þetta verið
svona? Var þá ekkert rettlæti, engin
mannúð til i þessum heimi? Þvi gátu
ekki þessir aðstandendur og aðrir
reynt að koma henni Jónu til að deyða
drenginn sinn, áður en hann varð að
litlum glókolli, heldur en að leyfa
henni að eignast hann og ra>na honum
siðan.
Að morgni þriðja dagsins var komið
með mikla stranga til að binda upp
brjóstin á henni Jónu, hún átti ekki að
hafa drenginn sinn á brjósti. Og seinni
partinn þennan sama dag komu yfir-
læknirinn og yfirljósmóðirin og töluðu
lengi við Jónu i hálfum hljóðum. Jóna
var þögul eftir það samtal. Þórkötlu
rann i grun, hvert inntak þess samtals
hefði verið. Það var verið að sýna
henni Jónu fram á tilgangsleysi þess,
að hún æli upp barnið sitt og fengi að
halda þvi, sýna henni fram á tilgangs-
leysi þess, að hún reyndi að halda
áfram að vera hamingjusöm móðir,
þrátt fyrir allt, sýna henni fram á til-
gangsleysi þess að reyna að mótmæla.
Fjórða morguninn kom aðeins einn
drengur inn á stofu nr. 21, drengur
Þórkötlu. Gókollurkom aldrei framar.
Jóna sneri sér til veggjar þann morg-
unn, og Þórkatla gat ekki sagt, að hún
sæi andlit hennar eftir það. En sólin
var ekki eins brennandi heit þennan
morgun, rödd séra Bjarna ekki eins
sannfærandi og blómin voru ekki eins
litsterk eins og venjulega. Deyfð og
drungi færðist yfir stofu nr. 21.
Þórkatla vissi, að fólk sem vill við-
halda sliku atferli, hefur eitt sér til af-
sökunar, milulangan lista yfir fólk,
sem ekki getur eignazt börn og þráir
það eitt að ættleiða drengi eins og Gló-
koll. Það getur veitt litla Glókolli alla
þá félagslegu og fjárhagslegu öryggis-
vernd, sem tvær manneskjur geta
veitt einu barni. Og reynir að teljc ^r
trú um, að það sé að hjálpa stúlkum,
sem i nauðum séu staddar. En það er
til annar milulangur listi yfir nöfn
hjartakraminna stúlkna eða kvenna,
stúlkna meö taugaslitið og flakandi til-
finningalif, einungis vegna þess að þær
báru barn i kviði i 9 mánuði.
Þórkatla ákvað að hyggja meira að
þessum málum, þegar hún væri komin
heim af spitalanum og orðin fleyg og
fær eftir barnsburðinn. Það hlaut að
þurfa að fræða stúlkur rækilegar um
afleiðingarnar af að eignast börn með
mönnum, sem ekkert vildu með þær né
börnin hafa, fræða þær um það, að
enda þótt unaðslegt væri að eyða nótt
með manni, sem þeim þætti vænt um,
réttlætti það eitt ekki, að þau ælu af-
kvæmi, sem þau tvö ættu. Það þurfti
að innprenta stúlkum i skólum á heim-
ilum og jafnvel með auglýsingum á
götum og torgum úti áhættuna af
barnsburðinum. Og ef það dygði samt
ekki til, þær yrðu ,,óvart” ófrískar, þá
ætti að lögleiða fóstureyðingar, þar
sem félagsráðgjafar og aðrir þess
megnugir leiddu stúlkum eins og Jónu
það fyrir sjónir hið óskaplega áfall,
sem það ylli þeim að ganga með barn i
niu mánuði, ala það siðan og gefa
öðrum. Þær gerðu sér sjálfsagt alls
ekki margar stúlkurnar grein fyrir
þvi, hversu mikið átak það var að
kveðja litlu lifveruna, sem þær skópu
af sinu eigin lifi, segja fyrir fullt og allt
skilið við lifið i þeim sjálfum.
Auðvitað voru til einstaka konur,
sem virtist vera sama, þótt þær gæfu
börn sin, en fáar voru þær. Einnig voru
til konur, sem af heimilis- eða heilsu-
farsástæðum voru alls ófærar um að
ala upp börnin sin, gerðu sér þetta
ljóst sjálfar, og þess vegna var
börnum þeirra ráðstafað. Þar gegndi
öðru máli. En nú var mál til komið, að
hugsunin og framkvæmdin i þjóbfé-
laginu sjálfu færi ab beinast að sálar-
og tilfinningalifi þessara kvenna.
Þegar embættismenn landsins, svo
sem læknar og sýslumenn, voru á yfir-
reið i erindagjörðum sinum um um
Framhald á siðu 742.
737
<