Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Qupperneq 18
Stefán Ásbjarnarson: Hafmeyjan Hún stendur á malarborinni flötinni kippkorn frá dyrum samkomuhússins, höggmyndin sem þessi saga er um. Veðruð af hriðum og hreggi, skinin og fægð af frosti og sól, er hún enn litt merkt þeim eyðandi öflum og hrum- leik, sem fer i kjölfar iofts og lagar. Saltdrifnar öldur sjávarins ýra hana köldum úða, þegar stórviðrin fara hamförum og sjórinn gengur á land og þá sýnist hafmeyjan fella höfug tár, likt og hún væri mennsk kona, er græt- ur sitt eigið umkomuleysi og tárin hniga i dropatali og staðnæmast á Iág- myndinni, sem er af manni er krýpur að fótum gyðjunnar á stallinum, þar sem þeim tveim var valinn staður um ár og aldir. Með með upplyftum hönd- um horfir hann upp til hafkonunnar með svip. er tjáir i senn lotningu. til- beiðslu og innfjálga , þögla aðdáun. Þvi hrifning verður aldrei mæld i orð- um og sjaldan i atlotum, er hún stigur hæst. Vegfarendur staðnæmast hljóðir og hugfangnir framan við myndina. Þeir lesa hana likt og sögu, er liggur að mestu á milli lina, þeir hugsa orðin. sem aldrei voru töluð, en eru ósögð i kaldri steinmyndinni. Sumir hlusta á þögla tjáninguna sem i myndinni býr, likt og hljómdrápa án sunginna orða. Þarna munu þau tvö á stallinum verða kyrr á sinum stað, ótrufluð af ys og skarkala umhverfisins. Þvi fylgir stundum kostur að vera steinrunninn. En á sólheiðum dögum bregður gull- skyggðri litbrá á gráhvitan steininn. Þá er haddur hafkonunnar sólgullinn og hrynur i lokkum ofan á herðar og bak og hylur að mestu fagurskapaðan hálsinn. Og sólargeislarnir milda einnig þrábliðan svip fjötramannsins og fara siðan dansandi um þau bæði. Þá brosir hafmeyjan geislabrosi sinu- brosi er byrjar i augunum, færist siðan niður með nefinu, unz það nemur staðar á köldum vörunum, sem nú eru heitar af sólarkossinum . Þarna dvelst brosið, unz dregur fyrir sól, og hún verður köld sem áður og horfir áfram fjarrænum augum á þann krjúpandi Adam, sem er henni bundinn ár og sið. Og þau horfast enn fastar i augu en áður, eins og fyrstu elskendur mannkynsins gerðu forðum i Paradis. Sólarkossinn hefur sameinað þeirra 738 köldu likami enn meir en fyrr, og á frostnóttum, er þau glitra af silfruðum isnálum, varpar steinmyndin annar- legri birtu á umhverfið likt og viti er logar á eyðiskeri. Éghafðidvalizt árum saman á strönd einmanaleikans og horft þaðan út á hafið. hættur að vænta nokkurs er bæri að landi i fjörunni. þar sem ég sat á steini i svörtum sandinum. En annað slagið heyrði ég fjarlægan söng hafgú- unnar. þótt ég eygði hana naumast. Hún sat langt út á flúðunum og greiddi lokka sina upp úr hvitu brimlöðrinu, sem gjálfraði á skerjunum umhverfis. Hafrænan bar á land. dillandi hlátur hennar sem blandaðist kliðandi tónum lognöldunnar, er steig dans við volgan siþveginn fjörusandinn, og mér hlýnaði i huga að heyra hláturinn utan úr skerinu. þar sem hafmeyjan flat- magaði. Hvitir fuglar svifu yfir. en marbendlar og aðrir sjávarbúar syntu umhverfis og biðu þess að leita ásta hennar, ef tækifæri gæfist. En haf- meyjan, sem var að hálfu mennsk og hálfu úr sjó. reis til hálfs upp úr löðrinu. Hlátur hennar þagnaði skyndilega. þvi nú var hana farið að dreyma sina heitustu ósk. sem var borin og alin af þeirri jarðnesku og frumstæðu þrá að mega kasta sporð- inum. fara á land og njóta jarðnesks manns. er hún sjálf væri klædd gervi mennskrar konu—hún brann af þeirri löngun. þarna sem hún lá og teygði sig i allri sinni fegurð. hreysti og æsku , jarðnesk og ómennsk i senn. Og sævarguðinn Orfeus hafði lesið ósk hennar og skilið þrá hennar og þar sem hún var enn svo ung. ákvað hann að láta ósk hennar rætast. Seinustu ómar dansgleðinnar dóu út i lágnættið og kyrrðina. Ég gekk frá samkomuhúsinu niður flötina. Tunglið var fullt og sendi hvita birtu yfir vik- ina og öldurnar sem léku tómlátlega við flúðirnar. Svartrauður sandsteinn- inn var sem ivaf i litrofi þvi sem glampaði eins og silfur og gull yfir vik- um og vogum. Það var þvilikt sem sjávarbúarnir sætu að teningaspili i flæðarmálinu. Þetta var nóttin hennar. Ég vissi ekki fyrr en hún hafði fleygt sér i fang mér. án þess ég sæi hana koma. Hún vafði mig hvitum. heitum örmum nýkomin á land i rauðum ermalausum kjól — mig undraði hve armar hennar voru langir og sem skapaðir til að faðma. úr gullnu hár inu teygaði ég ferskan saltmengaðan ilminn. Sá súrsæti ilmur vakti á ný fornar kenndir, sem ég hafði fyrrum notið i svo rikum mæli meðan ég var yngri. Ungur þróttugur likami hennar var hlaðinn þeirri orku, sem frjósemisgyðjan ein, getur gefið sínum útvöldu. — þá orku hafði hún fyrrum gefið Vestumeyjum, er gættu eldanna i heiðnum sið i hofum og musterum eld- dýrkenda. Sá mikli frumkraftur ersvo lengi hafði verið innibyrgður, var nú að fá ofsalega útrás. Ég fann, hvernig vöðvarnir i þessum unga likama dönsuðu eftir hljóðfalli taugaviðbragðanna. Hver fruma varð sem eind, mögnuð sjálfstæðu lifi, og þær hrópuðu allar i einum kór: ,,Vök - um og gleðjumst i kvöld þvi á morgun deyjum við". Þögnin umhverfis var alger, engir voru lengur til nema við tvö, Adam og Eva i Paradis. Þetta var forleikur sköpunarinnar sáttmáli tveggja sálna, himins. hauðurs og hafs. Þetta var sið- asta kvöld ársins. Kossar hennar líktust eldregni frá sjöunda himni. Hún fór hamförum i ást sinni. Ég hreifst með atlotum hennar. en skynjaði um leið, að þetta var kapphlaup hennar við augnablik- in. minúturnar. stundirnar, eilifðina og dauðann. þvi að á gamlárskvöld springa þess konar meyjar sem hún. hafi þær ekki náð hafinu. heimkynni sinu áður en klukkan slær tólf á mið- nætti. Svo datt allt i dúnalogn. fjötrarnir röknuðu. Ofurhægt og bliðlega losaði hún sig úr þeim viðjum. sem hún hafði bundið. opnaði augun og horfði spyrj- andi á mig. Augnatillit hennar varð mér æ siðan sá sjóður. sem verður varinn ryði og möl — sú eign . sem margir leita að ævilangt. en fáir finna og þá aðeins af tilviljun. en verður um leið þeim útvöldu tákn eilifðarinnar. Hún hafði komið úr fjarlægu héraði og ilenzt hjá okkur, öllum óþekkt, meyjan frá ókunna landinu. Það var á heitu vori. að hún, æskubjört og von- glöð. yfirgaf foreldra sina og systkini og fór í leit að óskasteininum, sem er Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.