Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Síða 19
VID GLUGGANN
1
IDNVELDlJAPANA
Japanir stefna að þvi aðverða
mesta iðnveldi heims. Siðasta ára-
tuginn hafa japanskir iðjuhöldar
einbeitt sér að þvi. að koma sér
bezt fyrir i Asiulöndunum. Þeir
hafa komið upp risafyrirtækjum i
Suður-Kóreu, Tælandi og Tævan,
þar sem gnægð er af verkafólki,
sem sættir sig við lágt kaup, og alls
engar kröfur gerðar um varnir
gegn mengun eða náttúruvernd af
neinu tagi.
Það er eftirtektarvert, aö þau
lönd, þar sem Bandarikjamenn
hafa tögl og hagldir bak við tjöldin,
standa japönsku iðjuhöldunum
þannig opin, enda þótt iðnveidi
Japana hljóti fyrr eða siðar að
herða mjög ásókn sina á þá mark-
aði, er Bandarikjamenn hafa haft.
Sú sókn hlýtur að verða þeim mun
þyngri sem þensla japansks iðnað-
ar verður meiri og torveldara að
hamia gegn sem Japanir hafa
meira af ódýru vinnuafli i þjónustu
sinni.
svo torvelt að finna, þvi að fæstir
höndla liálfa hamingjuna, hvað þá
meir. i fyrstu ieit. 1 þvi happdrætti eru
vinningsnúmerin svo fá. En á heitum
vorum eru mikil umbrot hjá móður
náttúru og bráðar leysingar, og börnin
verð mörg of snemma fullorðin, jafn-
vel áður en þau hafa slitið fermingar-
fötunum sinum. Sólarhringurinn er i
margra augum fegurstur i ljósaskipt-
um. Maurildi og litfögur fiðrildi
villa þá stundum of mörgum sýn. En
dulúðug hálfbirtan gefur fögur fyrir-
heit.Ungmennin biða reiðubúin i of-
væni með lykil i hendi lykilinn þann, er
lýkur upp dyrunum að leyndardómum
tilverunnar.
Hún hafði gengið til leiksins, ásamt
heitmanni sinum, með sumar i augum
og sólskin um brár. aðeins seytján ára.
Hún minnti i mörgu á útsprungna hóf-
sóley. þar sem hún fór fagurhærð með
gullinn hadd.
En hvers er að biða þegar jurtin er
fuilþroskuð — er þá ekki hnignun og
hrörnun á næsta leiti? Himinn
hamingjunnar verður sjaldan höndum
tekinn. og engum hefur enn tekizt að
hlaupa undir horniö á regnboganum.
En á ekki heilbrigð æska þann rétt að
mega hlakka til?
Ég hafði fyrir löngu dregið i land og
var lagztur við stjóra.
En sólarbirtan er öllum og öllu
nauðsyn.sem lifsanda dregur. Ég sá,
hvar hún gekk ein sins liðs eftir göt-
unni i kauptúninu. löngum skrefum.
Þau skref nefna sumir vonleysisskref.
Hún var i svartri dragt á miðju sumri.
Mér fannst sem þar gengi systir
sorgarinnar á móti öriögum sinum
aðeins átján ára manni gefin með barn
undir belti. En hún hafði hvorki kosið
né valið. bara gengið ósjálfrátt á vit
örlaganna. og máski ólaganna um leið.
eins og svo mörg börn hafa gengið fyrr
og siðar.
Við urðum samferða til læknisins.
Ég var að leita að linkind vegna
lélegrar heilsu. Hún kom hinsvegar i
þeim erindum að fá læknisskoðun til
að tryggja velferð sins ófædda af-
kvæmis. Einhver sjúklingur var inni
hjá lækninum. er við komum. Við
sátum og biðum hlið við hlið. bæði
þögul. þvi hvorugt hafði áður ávarpað
hitt. Ég virti hana fyrir mér. þar sem
hún sat. róleg i bragði með hreinan
svip og liktist mest guðhræddri ferm-
ingartelpu. sem ætlar til altaris, og þó
hún væri aðeins tæpra átján ára, var
hún samt kominn langleiðis með að
skila meiri arði i lifsins sú en ég, sem
orðinn var miðaldra og hafði fryst
mina innistæðú á rysjóttu vori liðinnar
ævi.
Ári siðar sat ég af tilviljun til borðs
Sunnudagsblað Tímans
með henni. Það var i fyrsta sinn að við
töluðumst við. Ég spurði, og hún
svaraði hverri spurningu óhikað og
horföi i augu mér um leið. Nú var hún
orðin ung móðir, Gullið hár og bjartur
yfirlitur. sem er aðall og einkunn
norrænna erfða, gaf henni sérstæðan
þokka, sem var barnslegur og
fullorðinslegur i senn. og bros hennar
sýndi þá hugljómun. sem engir eiga,
nema æskan ein, þegar hún gleðst á
góðri stund.
Það liðu tvö ár. Hún óx og dafnaði að
kvenlegum þokka og vænleik, en jafn-
framt syrti i álinn á aðra lund. Fleiri
vildu eignast fegurð hennar og sumir
voru kallaðir, en hvort þeir voru
útvaldir og fengu það sem um var
beðið. vita þeir og hún. það kom ekki
mál við mig, sem einungis var áhorf-
andi að leiknum. Og enn liðu stundir
fram. Hún sást æ sjaldnar brosa, og
svo hvarf það með öllu. þetta bros sem
hún átti ein og hafði gert of mörgum
heitt i hamsi.
Beizkur svipur hafði bæði viljandi og
óviljandi þrengt sér á andlit hennar og
setzt að i munnvikjunum, aðeins niður
með nefinu örlaði enn stundum fyrir
duldu brosi — brosinu sem fyrrum
hafði einkennt hana öðrum konum
fremur. Var þá aíIuFgervileiki hennar
þess kyns, sem auðna fylgir litt? f
sjávarplássunum er skammt i hús
nágrannans, og þar þekkja allir alla.
Þótt hún bæri enn höfúðið hátt i nor-
rænni reisn, breyttist baksvipurinn.
Sumir verða lengi baktalaðir, áöur en
brosið' hverfur, en ef bakfiskurinn er
lengi nagaður af tönnum náungans,
lúta flestir i bak og fyrir, áður en lýk-
ur. En þó fundust margir enn, og það
meira að segja meðal kynsystra
hennar, sem söknuðu þess að hafa ekki
séð brosið hennar i tvö ár. Á uppskeru-
hátiðinni bar hana þó enn hæst.
Hennar norræna yfirbragði brá fyrir
sem liðnu leiftri i velmótuðum andlits-
dráttunum. Hvernig gat fólk fengið af
sér að kalla hana gleðikonu — hana
sem hætt var að brosa vegna sinnar
eigin óhamingju og umtals annarra.
Þótt hún væri orðin dálitið dapureygð
og augnatillitið reikult, gekk hún nú
um beina. björt á brá, fagurhærð full-
þroska kona. Ég sat hinsvegar frammi
viö dyr og saup þar dreggjarnar frá
löngu liðnum leikjum og forðaðist þá
elda, sem kveiktir eru i miðjum sölum
og heitast brenna. Þá gekk hún hratt
fram hjá og brosti snöggt til min um
leið. Þvi brosi gleymi ég aldrei þótt ég
lifði i þúsund ár.
Hún hafði brosað á ný eftir tvö löng
ár. Var þá leikurinn til min gerður. Ég
reis hægt á fætur og gekk þar til borð
sem hún sat. Ég sá, að sál hennar og
likami var viðbúinn og vissi að ég
hlaut að koma. Með móðurlegri hlýju
og lifandi áhuga færði hún sig nær
mér. Aldrei fyrr hafði ég fundið slikan
feginleik. Hún kvaðst hafa fundið,
hvað mér leið illa á biðstofu læknisins,
er við sátum þar tvö saman forðum.
Siðan haföi eitthvað verið að vaxa
innra með sér eins og fræ, sem hefði
verið sáð á samri stundu og skotið
þegar rótum. Siðan hefði það vaxið
jafntog þétt og tekið nýjan vaxtarkipp
i hvert sinn er hún hefði séð mig. Þetta
væri sér með öllu óskiljanlegt og óvið-
ráðanlegt. En nú langaði sig að biðja
mig bónar ,,og viltu gera hana fyrir
mig vinur minn”, bætti hún við , svo
739