Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Síða 1
Daginn er farið aö lengja aftur, og sólin hækkar sig um hænufetið i dag, en vift sjáum varla mun daganna enn. En allt
i einu uppgötvum við það á heiðrikum degi undir miðjan janúar — ef hann gefst — að jörðin hefur lokið þeim leik sín-
um á þessu ári að elta sjálfa sig inn i skuggana, og er farin að halla sér aft sólu aftur. En enn þá er það skammdegið á fyrstu
dögum nýs árs, sem er myndarefni dagsins. — Þessi mynd er tekin af skemmdegissólsetri við Ægisiðuna I Reykjavik, þar
sem hjallarnir biða grásleppunnar, og sér suöur yfir Skerjafjörðinn. — Timamynd Róbert.
EFNI í BLAÐINU: — Visnaþáttur — Þjóðlegar sagnir — Seinni hluti greinar-
innar Frá Kyni til kyns — Rætt við Höskuld á Hofsstöðum áttræðan — Smá-
| sögurnar Heiðarvörðurinn og Hrislan og lækurinn — Furður náttúrunnar — kross-
) gáta o.fl.