Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Side 3
Tvískin „Setjir þú ljós milli tveggja spegla, sérðu það i þeim báðum”, sagði gamli skósmiðurinn við þann, sem hér ritar. Og skósmiðurinn hélt áfram. ,,Þú veizt það vist ekki, en öll atvik frá ævi mannsins eru einnig til i tviskini. Birt ast aftur i minningunni, séu þau ein- hvers virði. Þar standa þau ljóslifandi frammi fyrir þér, en nú getur þá ekki lengur neinu um breytt. Þetta er lög- málið, sem móðir min lagði mér á hjarta i æsku. Ég hef aldrei gleymt þvi, þess vegna hef ég lika tvo spegla, sinn á hvorum vegg á vinnustofu minni og aðra tvo heima”. ,,Ég var sizt að skilja i þessum tveim speglum þinum”, sagði sá, er hér ritar. „Nei, þú skildir þá ekki. Það var ekki til þess ætlazt. Annar er spegill þess, sem var, en hinn spegill þess, sem er. Ég sé það, sem ég vil sjá, svo vanur er ég þeim. Fáðu þér tvo spegla og vittu hvernig fer”. „Mér nægir einn”, sagði sá, er hér ritar.og nú hafði skósmiðurinn lokið verki sinu og gangan á malbikinu var léttari á nýsóluðum skóm en gatslitn- um. (Reykvisk saga.) Ferð innan myndar Ferð innan myndar. Reykvikingur nokkur fór á mál- verkauppboð. Þar sá hann mynd, sem hann varð hugfanginn af. Myndin sýndi nokkur hús við sjávargötu. Rauður bjarmi sumarkvölds sveipaði húsin unaðslegri dul. Reykvikingurinn keypti myndina og fór með hana strax heim til sin. Þar festi hann myndina upp á vegg i stof- unni, og naut hún sin vel. Þetta kvöld átti Reykvikingurinn bágt með aö sofna. Þegar kona hans og börn voru sofnuð, lá hann vakandi. Hin nýkeypta mynd stóð honum fyrir hug- skotssjónum. Loks klæddist hann og fór fram i stofu. Þar blasti myndin við honum. Húsin sýndust óraunveruleg, en þó, — allt i einu var myndareigand- inn kominn á ferð um sina eigin mynd. Hann gekk sjávargötuna og leit inn i Sunnudagsbiað Tímans t 03ótylegafi sagnírz [ hvert hús. I fyrsta húsinu var skósmið- ur, litill vexti og skreppingslegur. „Farðu, farðu”, sagði skósmiðurinn, „ég tek ekki fleiri skó i kvöld. Þrennir eru enn ósólaðir”. I næsta húsi var ung kona og frið. Hún lá á legubekk og teygði úr sér leti- lega. „Ég er að fá mér slæpu”, sagði konan, „það var hólmalaust stritið i frystihúsinu allan liölangan daginn”. „Hvildu þig, hvildin er góð”, sagði Reykvikingurinn og hélt til þriðja hússins. — Það er gott, hugsaði hann á leiðinni þangað, að húsin skuli vera litil og ekki nema fjögur. 1 þriðja húsinu sat gömul kona við dánarbeð manns sins. Hún strauk svit- ann af enni hans og hagræddi honum eftir beztu getu. „Nú er dauðinn að sækja mig”, sagði sjúki maðurinn og leit upp og brosti, en um leið brustu augu hans. Gamla konan grét hljóö- laust.og Reykvikingurinn, sem bar fyllstu viröingu fyrir sorginni, hraðaði sér burtu. 1 fjórða húsinu voru ungir elskendur i faðmlögum. Lifið er dásamlegt með- an fólk er ungt, —■ hugsaði Reyk- vikingurinn og gekk út úr húsinu, en var um leið staddur á stofugólfinu sinu. Ekki fór hann fleiri ferðir um mynd sina, en eftir þetta varð hún honum enn meira virði, eða svo sagði hann að minnsta kosti þeim, sem hér ritar. (Reykvisk saga.) Náklukkan „Þegar einhver deyr hér i sveitinni hringir gamla klukkan, sem var hér i turninum,” sagði roskinn bóndi, sem stóð i hópi kirkjugesta úti á túni, að af- lokinni messusókn. ,, Hvernig getur klukka hringt, sem ekki er lengur til?”, spurði ungur hvatlegur vinnumaður og brosti hæðnislega. „Klukkan er til, þó að hún sé i brotum”, svaraði bóndinn. Brotin eru geymd á turngólfinu og hvernig sem á þvi stendur, verður hún heil á slikum stundum, og lágir sorgartónar berast frá henni til eyrna þeirra, sem heyrn hafa. Ekki heyrir þú betur en við, Egill”, sagði vinnumaður og leit yfir hópinn, íugur manna var þarna saman kom- inn, en enginn þeirra lagði orð i belg. Ingólfur Jónsson frá Prests- bakka safnaði og skráði. „Ég hef ávallt haft tima til að hlusta”, svaraði Egill. „Þið heyrið sjálfsagt vel líka, en gefiö ykkur engan tima til að hlusta á kyrrðina. Það er einmitt þá, sem boðberi kirkjunnar okkar, gamla klukkan, tekur til máls, en þó ekki nema, að hún þurfi að hringja fyrir sál þeirra nýlátnu. Hún hefur hringt yfir börnum minum tveim og konu minni og brátt hringir hún fyrir mig. Að þessum orðum sögðum leit allur hópurinn til kirkjunnar i þögn. Skyndilega kom furðusvipur á and- litin, þvi að lágværir ómar klukkunnar j brotnu bárust að eyrum þeirra. ,Þetta er misheyrn”, sagöi vinnu- maðurinn, en varð um leið litið á roskna bóndann, Egil, sem hnigið hafði niður i haustfölt grasið. „Hvað er að þér, Egill?” hrópaði vinnumaður- inn, en Egill svaraði engu, þvi að hann var genginn á fund feðra sinna. Gamla kirkjuklukkan hafði hringt hann inn i dauðann. Sveitungar Egils báru hann inn i kirkjuna, þöglir og alvarlegir, en sagan um brotnu klukkuna hélzt i minni, og er rituð hér eftir einum þeirra. Ef til vill eru brotin úr kirkjuklukk- unni enn á turngólfinu og sé svo, hversu oft hefur hún þá hljómað á banastundum manna afskekkts norð- lenzks sveitarhéraðs. Við þeirri spurn er ekkert svar að sinni. Hringt þrisvar Dyrabjöllunni var hringt. Húsbónd- inn fór til dyra, en sá engan. Aftur var hringt og aftur fór húsbóndinn til dyra, en enginn var úti fyrir. Þegar hringt var i þriðja sinnið, fór húsbóndanum ekki að standa á sama. Samt fór hann fram, og enn var engan að sjá. „Þetta er undarlegt”, sagði hann, þegar hann kom inn. „Bjallan hringir og hringir, en enginn sést”. Varla hafði hann sleppt siðasta orö- inu, þegar siminn hringdi. Bróðir hús- bóndans var i simanum og tilkynnti,aö móðir þeirra hefði orðið bráðkvödd á heimili sinu fyrir fáum minútum. Hún hafði ætlað að skipta um dvalarstað þetta sama kvöld, en dauðinn orðið II

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.