Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Síða 6
mannsmyndar, sem nú er kunn, hafi þekkt notkun elds. An eldsins hefðu menn aldrei lært að vinna og nota málma. Skipting mann- kynssögunnar i þrjú höfuðtimabil, steinöld, bronsöld og járnöld, sem vér þekkjum frá þróunarferli allra kyn- flokka og þjóða, krefst einmitt notkun- ar elds, þess náttúruafls, sem bæði getur valdið miklu og skelfilegu tjóni, en einnig mikilli blessun og tæknileg- um framförum. Þeirri erfiðu spurningu, hvar vagga menningarinnar hafi staðið, getum vér nú um stundir með engu móti svarað til neinnar hlitar. En fyrir fá- um árum virtist það þó næsta auðvelt, þá hefðu menn einfaldlega nefnt Egyptaland eða Babylon i þvi skyni, án þess að nokkrum kæmi i hug að gæti mótmælt þvi með rökum. Nú er sjónarsviöið allt öðruvisi þvi að rannsóknir siðustu ára og áratuga hafa breytt fyrri getgátum svo ger- samlega, að þar stendur ekki lengur steinn yfir steini. Á ævagömlum menningarsvæðum jarðarkringlunnar, hafa rekur, hakar og spaðar fornleifafræðinga nútimans sifellt numið ný og ný lönd, og dregið til hliðar myrkt tjald ótal margra for- sögulegra alda, svo að nú skin birta sögunnar á fyrrum óþekkta hluti. 1 þvi ljósi er sú staðreynd einna gleggst, að þrátt fyrir marga nýja og mjög mikils- verða vitneskju, er rannsóknargetu vorri samt sem áður þröng takmörk sett. Að visu vitum vér nú að upphaf, bæði egypzkrar, babyloniskrar, ind- verskrar og kinverskrar menningar, og allra annarra, enn eldri menningarskeiða, hverfa oss með öllu inn i svartamyrkur óræðrar sögu, það er allt og sumt. Elztu fornminjar horfinna menningartimabila allra landa og þjóða bera vitni þvilikum hagleik og snilli, að augljóst má vera, að langur þróunarferill hlýtur að liggja þar að baki, þróunarferill, sem vér þekkjum ekki og munum aldrei fá að kynnast. Þegar þannig er i pottinn búið segir sig sjálft, að engar forsendur eru til fyrir þvi að fella réttan dóm um það, hvar og hvenær á heimskringlunni hin allra fyrsta menning hafi risið á legg. Það er ennfremur órengjandi stað- reynd, að vér vitum ekki einu sinni hvaðan úr heimsbyggðinni mannkynið er upprunnið. Áður var það almenn skoðun, að vagga mannsins hefði stað- ið einhvers staðar i Mið-Asiu. Forndýrafræðingar höfðu fært sönnur á, að margir og mismunandi hópar spendýra hefðu fyrst séð dagsins ljós i skógum og á sléttum þeirrar álfu, og hlutu þvi að hafa dreifzt þaðan yfir til Afriku og Evrópu, hvað var þá eðli- legra en hið sama hefði gerzt hjá full- komnasta spendýrinu, herra jarðar- innar, manninum. Þegar svo apamað- urinn fannst i Asiu var það af flestum talið staðfesta þá kenningu. Hvað sem um það er, þá hafa sið- ustu fornleifafundir i Afriku breytt þeirri skoðun. „Suðurapinn”, er svo mjög likist manni virðist fastlega benda til þess, að einmitt i hinni svörtu álfu hafi maðurinn upphaflega færzt á fætur. Þær tvær tegundir mannapa, sem mönnum eru skyldastar og nú lifa i Afriku (górilla og simpansi), gera einnig sitt til að styrkja það álit. Þar fyrir utan hafa á siðustu árum og áratugum fundizt á ýmsum stööum i þessum heimshluta, mikið magn frumstæðra steináhalda, við uppgröft fornleifa. Og sýnirþað óneitanlega, að þar hafa búið menn i óralangan tima. Loks hafa svo fyrir skömmu (1953) fundizt órækar sannanir fyrir þvi, að apamaðurinn” átti einnig heima i Afriku endur fyrir löngu, á morgni timans. Vér höfum þvi töluverða ástæðu til að álykta sem svo, að það hafi verið i Suðurálfunni sem mennirnir áttu sin fyrstu heimkynni, og að hin svokallaða menning hafi byrjað þar. Hvernig það mátti verða vitum vér ekki enn. Hið eina sem vér vitum, er að elztu tegundir mannapa voru uppi fyrir að minnsta kosti hálfri milljón ára, og að þeir Voru vissulega ekki fyrstu verurn- ar, sem mannsmót var á. Þeir áttu sina menningu, þótt frumstæð væri, og ófullkomin, að voru mati eða i nútima- skilningi. Vér höfum einnig öðlazt þekkingu á þvi, að i öllum þeim þrem- ur heimsálfum, sem nú mynda eitt meginland, var uppi ýmis konar frumstæð menning fyrir ævalöngu, á svonefndum forsögulegum tima. Alllur sá mikli fjöldi, er fundizt hefur, af vopnum og áhöldum úr steini, segja oss þá sögu mjög ljóslega. Að visu eru hinir elztu slikra gripa svo klúrir, og klunnalegir, að álitamál, mun vera, hvort heldur þeir eru gerðir af manna- höndum eða eru náttúrusm., er vind- ar og vatn hafa kannski lagað eitt- hvað til. En smám saman verða þó steináhöldin liprari og formfegurri, þau fá fasta og ákveðna lögun, og eru oft og tiðum gerð af miklum hagleik. Þó að ein öld renni af annarri, kynslóð- ir komi og fari, og steingripir þeirra taki sinum breytingum, sem bera vott um langa og hægfara menningarþró- un, eru vopn og verkfæri ávallt klofin og höggvin til, en hvorki slipuð né fág- uð. Vorir elztu eiginlegu forfeður, Cró- Magnonmennirnir, kunnu ekki að fága steinverkfæri sin, þrátt fyrir þeirra mikla hagleik og listkunnáttu, sem fyrr var sagt. Þeir tilheyra þvi hinni eldri steinöld. Siðari kynslóðir komast svo upp á lag með að slipa og fægja gripi sina, og teljast þá til hinnar yngri steinaldar. Hvert timabil gengur sitt ákveðna skeið, og ein öld leysi aðra af hólmi. Þannig vikur yngri steinöldin úr sæti fyrir bronsöldinni, og hún siðan fyrir járnöldinni, sem enn ræður rikjum á vorum dögum, þar eð segja má, að járn og stál sé undirstaða nálega allr- ar tækni nútimans. Þó væri liklega réttara að segja að vér lifðum á morgni atómaldar, sem enginn veit hvað ber i skauti sinu. Svo var einnig um allar fyrri kynslóðir manna, engri þeirra var sú gáfa gefin að ráða rúnir 14 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.