Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Page 8
t ............. Höskuldur Eyjólfsson á Hofsstöðum i Hálsasveit í Borgarfirði er landskunnur hestamaður. Hann hefur margan folann tamið og þótt hann sé áttræður, leggur hann enn á gæðing sinn og lætur hann spretta úr spori. Gömlu reiðgöturnar um ásana og eyrarnar i Hálsa- sveitinni hafa löngum hlumið undir þeim hófum, og sá gangur hefur verið hreinn. Jafnvel malbikið i Reykja- vik er ekki ósnortið af hófaslætti gæðinganna hans Höskuldar, þvi að þar hefur hann verið Iangdvölum. Það þótti tiðindum sæta, er Höskuldur kom riðandi á kjörstað i Reykjavik fyrir nokkrum árum — og hafði tvennt til reiðar. — Nú ræðir Kjartan Sigurjónsson, kennari i Reykholti, við hann áttræðan. Ef ekið er um uppsveitir Borgar- fjarðar, fram Reykholtsdal og lengra fram með Reykjadalsá, austur fyrir sögustaðinn og skólasetrið Reykholt, tekur við Hálsasveit. Þegar ég heyri orðið Hálsasveit eða sé, þá kemur alltaf upp i hugann ákveðið nafn, sem mér finnst einhvern veginn vera svo nátengt að þau tvö orð megi vart sundur skilja. Þetta nafn er Höskuldur. Ef til vill er þetta fyrir áhrif frá ákveðinni stöku, sem land- fleyg er orðin. Höskuldur Eyjólfsson, fyrrum bóndi að Hofstöðum i Hálsa- sveit, er lika löngu landsþekktur. Þekktastur mun Höskuldur fyrir hestamennsku. Skemmst er að minn- ast siðustu landbúnaðarsýningar, þeg- ar Hóskuldi var veitt sérstök viður- kenning fyrir góða ásetu á hesti. öllum þeim, er þá sáu Höskuld á glæstum umst upp, en alls vorum við þrettán. — Byrjaðir þú þinn búskap hér á Hofsstöðum? —- Nei — ég fluttist nú ungur að ár- um nokkuð til Reykjavikur og var þar tvö ár. — Við hvað fékkstu þar? — Ja — allt, sem ég gat fengið að gera, en það var nil á þeim timum erf- itt aö fá að vinna, þótt mann langaði til og var helzt ekki hægt, nema með allra hálfan daginn og fá ekkert að gera. Þeir létu mig alltaf vita, ef eitthvert handtak vildi til eftir það og komu bara heim til min og létu mig vita, svo mér þótti nú þetta ágætt. En seinni veturinn, sem ég var i Reykjavik tók ég að mér hænsnarækt inni undir Kleppi. Það var nú kannski gott að vera þar nærri, ef maður yrði eitthvað verri, segir Höskuldur og hnippir i mig. „Kórónulaus á hann ríki og álfur” Rætt við Höskuld ó Hofsstöðum í Hálsasveit áttræðan hesti, hlýtur að vera það sérlega eftir- minnanlegt. Þar fór saman reisn og fágætt samband milli manns og hests. Það vissu færri þá, að Höskuldur hafði fáum dögum áður fallið af baki litt tömdum fola og slasazt i hálslið. Þarna sýndi hann glæsilega ásetu og hlaut verðlaun fyrir — hálsbrotinn. Höskuldur er áttræður um þessar mundir — og er ennþá að temja villta fola. Engum manni hef ég kynnzt, sem er jafnungur i anda, en kunningsskap- ur okkar hefur orðið allnáinn þau sjö ár, sem við höfum verið nágrannar. Höskuldur býr hjá syni sinum og tengdadóttur, Gisla bónda á Hofstöö- um og Kristfriði Björnsdóttur frá Sveinatungu. Ég heimsótti Höskuld á dögunum og átti við hann eftirfarandi viðtal: — Hvenær fæddist þú Höskuldur og hvar? — Ég fæddist hér á Hofstöðum 1893 og ólst hér upp i glaðværum barnahóp. Við vorum átta systkinin, sem kom- 16 handa brögðum, svo sem eins og þegar karlarnir voru við istöku á Tjörninni i Reykjavik, hann Söllu-Gvendur sem kallaður var og Grimur, sem ég kall- aði Grim Ægi. Hann var með eitt auga i höfðinu, litill og fjörugur karl, og hafði ég margt gaman af karli. Ég fór að leika mér á reiðhestum minum á isnum, fyrst stóra hringi i kringum karlana, þegar þeir voru að taka isinn, siöan smáminnkaði ég nú hringinn, unz ég fór að gefa mig á tal við þá og snikja um að fá að komast i vinnuna hjá þeim. Þeir tóku þvi nú dræmt. Ég sló þvi fram, að ég gæti svo sem tekið þá með i reiðtúr, ef svo bæri undir, i staðinn, ef þeir slægju til og reyndust mér vel með það, að fá eitthvaö að gera. Það gekk nú eftir, að þeir bitu á agnið og fengu á tilsettum tima reið- túr. Svo fóru leikar, að eftir það að ég gat fariö með þá á reiðtúr, þá þurfti ég ekki að vera að hafa neinar áhyggjur og ekki að vera að hanga eins og margir urðu að gera þá — heilan og — Það var nú svona dálitið sukk- samt, að fást við þessa hænsnarækt. Sérstaklega er mér minnisstætt, að þar sem hænsnin áttu að vera i kjallaranum á þessu húsi og það kom upp vatn i kjallaranum, urðum við að þilja með borðum yfir á bitana, en það hefur náttúrlega sjálfsagt hrotið i gegn fóðurbætir, að minnsta kosti sýndi það sig um vorið, þvi að þar var blómleg hjörð, þegar ég tók upp borðin, mér taldist svona til, ónákvæmt, að það væru einar tvö hundruð mjög feitar og bústnar rottur, sem birtust þarna og runnu út um holtin, þá hugsaði ég með mér, að gaman væri nú að eiga tvö hundruð ær svona vel haldnar. — Hvenær byrjaðirðu svo að búa? — Seinni veturinn, sem ég var þarna i hænsnaræktinni, kom til min karl austan úr F"lóa og vildi selja jörð sina. Þaö varð úr, aö ég fór með hon- um austur, riðandi, um veturinn aö skoða þetta, og mér gaf nú ekki náttúr- lega á að lita, þetta var allt svo hund- Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.