Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Page 10
Hér er Höskuldur stiginn á bak fallegu hestefni, sem hann hyggst temja til gangs. i mittisháum þúfum. Það var ekki annað lag á þvi en það, að ég varö að rista ofan af þessu öllu með unöirristu- spaða. Það þötti mér nú alltaf stremb- ið verk, hafði töluverða æfingu i þvi, af þvi að ég, hér á yngri árum, meðan ég var hér heima, tók oft að mér að rista ofan af fyrir Pétur og Pál upp á akk- orð. Jæja — svolitiö ævintýri, sem skeði i sambandi við þetta: Það var eitt vorið, að Magnús Torfa- son, sýslumaður átti leið um hjá mér. Hann kom stundum viö, þegar hann var að fara á þingaferðirnar. Þetta skipti hittist svoleiðis á, að túnið var allt hér um bil i flagi, svo karl er ekki fyrr kominn af baki, og ég út i dyrnar, helduren drynur i honum og hann seg- ir: Ja, þú ert nú meiri flagarinn. „ Þér ferst, ég hélt að þú heföir nú meira orð á þér fyrir það heldur en ég, segi ég og það snefsaöist i mig, þvi ég skildi ekki við hvað hann átti. ,,Ég meinti það ekki svoleiðis”, segir hann, „heldur bara þetta, að sjá túnið svona i flagi”. Ég baö hann afsökunar, aum- ingja karlinn,- og það varð gott úr þvi öllu, og hann bauð mér að koma um morguninn að heimsækja sig, þar sem hann gisti, til þess að leyfa mér að koma á bak sinum mikla uppáhalds- hesti, sem hann hafði fengið að gjöf frá Eggert Jónssyni frá Nautabúi, einum þeim bezta hestamanni sem ég hef kynnzt um mina daga. Svo ég þáði þetta boð, reið þessum góða hesti þar um bakkana og þótti gaman. Svo eftir þrettán ára veru þarna, fluttist ég hingað uppeftir. — Hvað bar til þess? — Það bar nú þaö til, að Guðmundur heitinn, bróðir minn, sem bjó hér á Hofsstöðum eftir foreldra mina hann dó um veturinn og þá fluttist ég upp eftir og seldi allt saman þarna fyrir austan. Þaö var náttúrlega ekki nema fyrir litið brot af þvi, sem það hafði kostað mig. Það var eitt árið tekið út og mælt átta hundruð dagsverk. Þaö myndi kosta svolitiö núna. Svo bjó ég hérna i mörg ár, en þá skeði það, að konan fór að verða heilsuveil og þurfti að vera nálægt læknum, svo ég neydd- ist nú til að flytja suður, sem mér hálf- leiddist nú. En svo fóru leikar, að ég sá ekkert eftir þvi, þvi þá fór ég að kynn- ast svo mörgu góöu fólki i Reykjavik, engum slæmum en öllum góðum meira og minna þar á meðal nokkrum stórbrotnum höfðingjum eins og Helga heitnum Þorsteinssyni og Jóhanni Friðrikssyni, Jóhanni Hafstein, Sveini Benediktssyni, Guöna Ólasyni og Benedikt Ólafssyni og svona mætti lengur telja, að ógleymdum þeirra framúrskarandi konum. I hvert sinn er ég kem tii Reykjavikur, þá útleysa þessir góðu menn mig með gjöfum. — Þeir eru orðnir nokkuð margir hestarnir, sem þú hefur haft með höndum. Hefurðu nokkra tölu á þeim? — Nei — þaö er nú meinið. Ég heföi nú haft gaman af að glugga i það, en þeir skipta oröiö ákaflega mörgum hundruðum, ég vil kannski ekki segja þúsundum. — Hvenær eignaðist þú fyrsta hest- inn? — Fyrir fermingu. Þrettán ára hef ég verið þegar ég eignaðist fyrst hross. Þaö var nú erfitt aö eignast það. Mér höföu áskotnast aurar sem ég hélt öllu saman, þvi þaö var markmiðiö, að það yröi fyrir einhverri hrossbeyglu. Svo var ég kominn upp i þrjátiu og þrjár krónur, og þá gat ég fengið mertryppi og átti ég það nú um tima, en svo fór mig að langa til að eiga hest, og keypli þá af sambýlismanni, sem hérna var, leirljósan fola fyrir sjötiu krónur og gat fengið hann með afborgunum. Svo hef ég oft verið að hugsa það síðan, hvað pabbi hefur nú verið góður viö strákinn, þvi það var ekki verið að spandera i þá hluti mikið, en hann leyfði mér að hafa folann i hlöðunni, þegar fór að koma heyrúm. Eftir þvi sem heyrúmið jókst, fór ég að hreyfa hann um hlöðuna, það var tamningin. Þegar ég fluttist hingað upp eítir_ aftur eftir þessi þrettán ár, þá var þaö verkefnið að fara aö slétta og færa út túnið og það tókst nú aö koma þvi öllu i grænan völl undirlendinu alveg niður til árinnar. Þaö þóttu mér skemmti- legir timar þegar eitthvað gat verið að gerast. Þá tyllti maður sér að þvi 18 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.