Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Side 13
11 III I
iiátliimnnar
A'XtS
Á þurrum, sólbrenndum berghjöllum i þrjú þúsund metra
hæð i vesturhéruðum Bandarikjanna uxu furur, sem litu út
sem lifandi beinagrindur. En trén tórðu þó enn og báru græna
sprota. Þegar náttúrufræðingar boruðu i stofn trésins og
töldu árhringana, varð þeim mikið um.
Hve gamalt getur tré orðið? Þúsund ára? Tvö
þúsund ára? Öldum saman héldu menn, að elzta tré
heimsins væri „mammút-tréð” i Amcriku og var
talið fjögur þúsund ára. En fyrir allmörgum árum
uppgötvuðu náttúrufræðingar fimm þúsund ára tré.
<>*.- IJSDf.tó: \ ,
2635 f Kr,
íKXeVSXSi ili 9
Á-grrmw z/mx?
tm?%
4» «*í»N6
VAOVN
íiHí-t
4K' KteHS AM UrWHNS.
*** vt .-V,- fiu
Eikur verða varla eldri en þúsund
ára. Hinum háa aldri sinum ná
refaskottsfururnar vegna þess, að
viðurinn geymir rotvarnarefni,
sem dregur mjög úr rotnun.
Meö samanburði við það tré, sem
menn töldu áður elzt — mammút-
tréð — er refaskottsfuran aöeins
dvergur. Elztu einstakiingar þeirra
100 metra háu risafuru eru taldir 3-
4000 ára.
Refaskottsfuran fær næringu sina
aðallega i leysingavatni, sem sigur
af yfirborði i bergsprungurnar. Um
hásumariö er hiti og uppgufun svo
mikil, að trén ná aðeins næringu á
árdegisstundum.
Margar refaskottsfururnar
sprengdu fræskurn sina á gullöld
Babýlonar 2600 árum áður en tima-
tal kristinna manna hófst. Elzta
furan, sem fundizt hcfur, er 4900
ára.
V.V.V.W.'.W.V.VA
Venjulega telja skógfræðingar árs-
hringi trjáa meö borun. Þaö er ekki
taliö samræmast náttúruvernd að
saga sundur ævagömul tré og fella
þau til þess eins að komast að aldri
þcirra.
Tréö var kallað refaskottsfura
vegna likingar grænu greinanna
við það liffæri refsins. Þær uxu
ótrúlega hægt. Árshringarnir
sýndu, að jók stundum þvermál
stolnsins aðeins um einn mm á ári.
Sunnudagsblað Tímans
21