Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 7
Rúnir j arðsögunnar Við vitum mikið um land okkar, sögu þess og gróður. Það er opin bók, sem meðalgreindum manni er ljóst að skilja. Landið á lika aðra fræðibók, sem er skráð i jarðveginn, sérstaklega i þykku mómýrarnar okkar. Það eru rúnir, sem jarðfræðingarnir eru færir um að lesa. Þessar rúnir eru vikurlögin i jarðveginum, sem dr. Sigurður Þórarinsson hefur kennt okkur að lesa. Þegar fjöll fjósa, streymir aska upp i háloftin og berst svo meó loft- straumnum mjög langa leið. Til dæmis sást greinilega öskulag alla leið vestur á Vestfirði, þegar Katla gaus 1918. Þegar við skoðum i vestfirsku mógrafirnar eru sjáanleg leirlög i mónum. Hvert þessara laga hafa sina sögu að segja, og dr. Sigurður getur sagt okkur úr hvaðá eldfjalli þau eru komin. Hann fer eftir lit og stærð kornanna og miklu fleira. Við eigum fleiri fornaldarrit en þau, sem söfnin geyma. Það er eins með þau og fornbókmálið. Það eru að- l eins lærðir menn sem skilja það. 7 Við eigum marga góða náttúru- J fræöinga, sem lesa sögu lands og ^ ^ þjóöar og gera okkur kleift að skilja þessar rúnir með sér. Or iskjörnum, sem teknir eru úr jöklum, lesa þeir einnig sögu veð- urfars á Islandi og eldfjallasöguna. Þetta eru staðfastir hlutir, sem alltaf eru visir, þó árin liði. Mó- myrarnar okkar eru skjalasafn landmyndunar- og jarðvegssög- unnar, ásamt jöklunum. Það er reyndar siðar, sem saga þessi er skráð. Fjöllin okkar eru eitt af þessum bókfellum. Þar er hægt að lesa sköpunarsögu lands- ins i aðaldráttum. Goslögin liggja ekki ævinlega lágrétt i f jöllunum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Fyrir neðan miðju i fjöllunum eru stundum hraunlög, sem liggja með 45 gráðu halla. Er það ljóst dæmi þess, að þá hefur landið, sem fyrir var, breytzt mikið af jarðeld- um og umbrotum. Þá er ætlað, að jarðflákinn, sem lá norður við norðurpólinn i tengslum við Alaska hafi fallið i hafið, en tsland orðið eftir. Þá hefur miðhlutinn af land- inu fallið niður og fjöllin á Vest- fjörðum og Austfjörðum hafa risið út við strendurnar. Hafa þvi setlög- in undir landinu komið upp úr sjó. Eins og sjá má af gabbróinu og fleiri gergtegundum. Eftir þetta kom mikið hitatima- bil yfir norðurhvelin. Það sýna okkur steingjörvingar, sem fundizt hafa i fjöllunum. t eim steingjörv- ingum eru blöð af trjám, sem vaxa núna við hitabelti jaröar. Surtar- brandurinn er eitt dæmið, sem bendir á þetta. Það munu vera kringum 15 milljónir ára siðan surtarbrandurinn var lifandi tré. Margt hefur skeð á þeim tima. Jarðsaga okkar er löng og náttúran hefur skráð rúnir sinar á allt, sem efniskennt er. Svo lesa visinda- menn okkar sögu aldanna úr grjóti og gróöri. Eftir þvi sem visindin þróast verða þessar rúnir skýrari og skilmerkilegri og veita meiri fróðleik. Það er mjög ánægjulegt að fylgjast með visindum náttúru- fræðinganna og sjá, hvernig þeir stafa sig áfram i rúnum jarðsög- unnar, hversu þeir eru vissir og ná- kvæmir, efa ekkert en allt stendur þó heima. Menning okkar á sviði náttúru- visindanna er örugg og skýr. Það \ kemur alltaf einhver öðrum betri, í sem markar skýrari linur og svona þróast hvað af öðru. Jón Arnfinnsson I Jónasar Hallgrimssonar (Skirnir 1935), Steingrimur J. Þorsteinsson: Jón Thoroddsen og skáldsögur hans (I- II, Rvk. 1943), Bjarni Vilhjálmsson: Nýyrði i Stjörnufræði Úrsins (Skirnir 1944), Einar ól. Sveinsson: Við upp- spretturnar, greinasafn (Rvk. 1956), sami: Skáldið sem sá hina hreinu fegurð (Skirnir 1957), Steingrimur J. Þorsteinsson: Hvernig urðu ljóð Jónasar til? (Nýtt Helgafell 3. h. 1957), Sigurður Nordal: Alsnjóa (Nýtt Helgafell 4. h. 1957), sami: Hirðskáld Jóns Sigurðssonar (Rvk. 1961), ólafur Halldórsson: úr bréfum Fjölnis- manna (Skirnir 1965), Kvæði Jónasar Hallgrimssonar i eiginhandarriti (ts- lenzk handrit, Icelandic Manuscripts, Series in quarto I, Rvk. 1965), Hannes Pétursson: Siðasta kvæði Jónasar Hallgrimssonar (Skirnir 1968), Páll Bjarnason: Astakveðskapur Bjarna Thorarensens og Jónasar Hallgrims- sonar (Studia Islandica 28, Rvk. 1969), Tryggvi Gislason: Hjartavörður Jónasar Hallgrimssonar (Skirnir 1969), Finnbogi Guðmundsson: Jónas Hallgrimsson (Afmælisrit til dr. phil. Steingrims J. Þorsteinssonar, Rvk. 1971). Sunnudagsblaö Tímans 439

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.