Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Page 22

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Page 22
Kirkjuþáttur Framháld af bls. 451 og þroski mega ekki verða viðskila — t 'því áairrbandi vil ég benda á það, sem fram kemur í reglugerð frá skólanum sem var á Bessastöð- um: ...höfuðmarkmið skólakennsl- unnar er þroski og menntun sálar- gáfnanna... Þá erlögð rik áherzla á siðrænt gildi skólans og uppeldis- ins. Skólinn á að skerpa siðgæðistil- finningu nemendanna og leiða þeim fyrir sjónir svivirðingu last- anna, og dyggðanna háu stigu og gildi. Einnig á að beina athygli þeirra að guðlegri forsjón i náttúr- unni og kenna þeim að lyfta hjört- um sinum til skaparans og stjórn- ara heimsins, svo að þeir fyllist virðingu og þakklæti ti! hans.” Það var i þessum anda, sem kirkjan hóf merki menntunarinnar i Skálholti og á Hólum, og það ljós hefir lýst þjóðinni fram á þennan dag, það Ijós gaf þjóðinni og leið- togum hennar vizku og mátt, og að þvi búurri vér i dag, sem þetta land byggjum. Þjóörækni og trúrækni er af þessari menntunarstefnu. Hún birtist i ættjarðarljóðunum dýr- mætu og sálmunum sigildu. Þar er hinn dýri arfur þjóðarinnar. Hugmyndin að kirkjulegum heimavistarskóla á Hólum i Hjaltadal er þegar vakin. Þeirri hugmynd til stuðnings og fram- kvæmdar hefir verið myndaður Sjóður. Þann 14. ágúst 1969 stofnaði frú Guðrún Þ. Björnsdóttir Há- teigsvegi 14, Reykjavik, sjóð að upphæð hundrað þúsund krónur, sem efla skal og nota, þegar hafizt verður handa. — Hefir frú Guðrún siðan fært þessum sjóði peninga- gjafir, svo og hjónin Klaus Thor- gaard rektor og Svanhild Thor- gaard i Osló, Noregi. Ónefnd móðir i Reykjavik gaf sjóðnum gjöf til minningar um Guðmund biskup góða. Þá komu nokkrir afkomend- ur Stefáns Stefánssonar og Guð- rúnar Sigurðardóttur frá Heiði i Gönguskörðum með gjöf i þennan kirkjuskólasjóð, sem þeir gefa til minningar um hjónin frá Heiði ,,sem i lifi og starfi börðust fyrir kristilegri starfsemi og hverskonar menningu, er til bóta horfði i is- lenzku þjóðlifi.” — í sjóðnum eru nú kr. 238.598,30. Þakka ber hinni áhugasömu skagfirzkukonuhughennar til Hóla- staðar og stofnun þessa sjóðs, svo og öðrum þeim, sem hafa lagt hon- um lið. — Hér er visirinn að þvi, sem koma skal, og sjóðurinn minn- ir á hugsjónina um skólann. Bændaskóli hefir verið á Hólum siðan 1882, og hefir sá skóli unniö merkilegt starf fyrir bændastéttina i landinu. Hugmyndin um kirkju- skólann er óháð þvi skólastarfi, nema að þvi leyti sem hægt er að nýta sameiginlega starfskrafta fyrir skólana. Hugmyndin um kirkjulegan heimavistarskóla á Hólum, kirkju- skóla, erenn þáómótuð. Hún hlýtur að verða i höndum þeirra aðila, sem láta sig varða uppbyggingu Hóia og framgang kristni og kirkju á Norðurlandi. Magnús Már háskólarektor segir um Hólastól: „Eftir tilkomu Hóla- stóls örvast menningarlif Is- lendinga og stendur skömmu siðar i þeim blóma, er vér munum seint ná aftur.” Eins og kunnugt er, var það fyrsta verk Jóns ögmundsson- ar biskups að stofna skóla þar á staðnum, er hann kom þangað 1106. Um þetta segiri'kristnisögu Jóns Helgasonar: ... Annað var það h.u.b. jafnsnemma, að hann setti skóla á biskupssetrinu og fékk til þess að stýra skólanum „einn hinn bezta klerk og snjallasta” Gisla Finnason, sænskan mann (frá Gautlandi) en frakkneskan mann sæmilegan „prestmann”, er Rikini hét, fékk hann til þess að kenna versagerð og sönglist. — Báðir þessir skólamenn unnu braut- ryðjendastörf. Mjög svo merkilega lýsingu á skólahaldinu lesum véri Jónsssögu hinni yngri (eftir Gunnlaug munk) — Gisli prestur reyndist skólanum ágætur forstöðumaður og biskupi hinn hjálplegasti um allt uppeldi Guðs kristni i biskupsdæminu, bæði i kenningum sinum og predikunum. Um predikunarmáta séra Gisla er þetta m.a. sagt: „Lét hann liggja bók fyrir sér og tók þar af slikt og hann talaði fyrir fólkinu, —■ svo að fólkið mætti sjá, að hann tók sinar kenningar af helgum bókum, en eigi af einu saman brjóstviti!” Þó að margt sé breytt i þjóðlifi voru síðan Hólastóll örvaði menn- ingarlif tslendinga, á sá staður með sögu sinni, heilagri kyrrð og helgi, ekki minna hlutverk að vinna fyrir skólaæskuna, sem þangað á eftir að sækja á menntabrautinni. Og þá á ég ekki sizt við þau áhrif, sem menn verða fyrir i krikjunni þar, og lýster i orðum Björns Jónssonar frá Bæ. „Ég tel, að enginn hafi né muni koma i þetta hús ósnortinn af þeirri helgi, sem þar rikir. Að koma inn i Hóladómkirkju er i huga manns sönn guðsþjónusta.” Heimavist og skólaganga nemanda á slikum stað er til þess fallin að gefa honum næði og vera honum vizkubrunnur þeirrar menntunar og þekkingar, sem bezt hafa dugað vorri þjóð fram á þennan dag. ít ANNA R ■* 5 i~ A u n r E L U K A L £ 0 U ML A K I R fí R MUK FR'O A7f * TREFuANNA AR F V £ / RAN /FTAR A F £1< 'ARAR AB F ft'A / N/\ ADAL A F L fy n ! T A / J> fiN L URK *K l FA ACA LE C A 'A NETuR UMTALS * /< U f A R AT / 'AT TA A t> OAn G, S 'fl T A A L T KAK JTa KAF L T\ RFA R‘0 / 'ORum' •ÍAR HAMPUH N'fy * / D T &N fí LUKUB 't K L £ F fy o LN\UM Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karisson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur f Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aörar skrifstofur: sfmi 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan iands, I lausasölu 18 kr. eintakiö. Biaðaprent h.f. - i Lausn á 18. krossgátu 454 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.