Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Page 14
Aöur en varBi voru fósturbörnin, sem voru alltaf hjá okk- ur, oröin fjögur. Og ég sjálf átti þrjú , eitt misstum viö i frumbernsku. Auk þess voru hjá okkurfleiribörn lengri eöa skemmri tima. Alltaf var nóg handa öllum. Og 'einhvern veginn komumst viö yfir alit, sem gera þurfti, bæöi i bakariinu og búðinni. Ég held aö segja megi, að við höfum veriö vinsæl. Og satt aö segja lánaöi hann alltof mörgum, sem aldrei borguðu. Og svo dundu vandræöin yfir, allt vegna fifldirfsku og tal- hlýöni viö fégráöuga menn. Asgeir Ingimar átti viöa vini, þar á meöal einhverja stórlaxa á Isafiröi, sem töldu nú allt úrelt meö smábátaútveg. Einu sinni kom hann að máli viö mig, og sagðist vera aö hugsa um aö kaupa stóran bát, þaö væri eina vitið nú oröið. Ég maldaöi I móinn, sagði sem var, að hingað til heföi ég ekki skipt mér af fjármálum hans út á viö, en þetta væri alltof mikil áhætta. Við hefðum ágæta afkomu og nokkurt öryggi. Nú væri striösgróöinn eftir fyrra striö úr sögunni og allt óvist um framhaldið. En hvort sem við ræddum þetta lengur eöa skemur, brá hann á sitt ráö og gekk til samninga viö einhverja kumpána og siðan til kaupa, sem áttu að skapa okkur stórútgerö á mælikvarða þess tima. En nú skall yfir bæöi kreppa og aflaleysi. Allar okkar eig- ur voru i veöi, nema börnin sjö og það áttunda á leiðinrji. Bezt aö gera langa sögu stutta. Þetta voru hræðilegir áhyggjudagar. Allt var selt á uppboöi En aöeins einu sinni felldi ég tár i þessum raunum, eigna- tjón er erfitt, en þó hégómi á viö annaö enn meira böl. Já ég grét, þegar hesturinn minn var teymdur á uppboðið meö öllum reiötygjum og seldur hæstbjóöanda og leiddur burt af ókunnugum. Ég átti nefnilega alveg ein ljómandi failegan og góðan hest. Og unni honum næst börnum minum. Hann hafði lika veitt mér margar beztu ánægjustundir á sólfögrum sumar- dögum, þegar viö riöum út i sveitina. Alltaf var ég sama máttúrubarnið. Ég elskaöi fjöllin og gróandi lifskraft iandsins. Þar var ég guði næst. En lika þá, þegar hesturinn minn var seldur, faldi ég tárin. Þau hrukku mér af augum eins og hagl. Annaö varð lika enn þyngra. Ég var að missa manninn - minn. Hann þoldi þetta ekki. Hann hvarf mér þarna að mestu leyti og siöan alveg. Hann varðaldrei samur og áöur. Drengurinn frá Kleifum, einfarinn, sem ég vorkenndi — og þótti vænt um, var mér horfinn, nema i minningum.. Bráð- lega fann ég, aö ég varö aö standa ein. Og svo var lagt af staö suður. Asgeir Ingimar taldi afkomu alla og tækifæri betri i Reykjavik, enda var ekki I annað hús að venda fyrir vestan. Allslaus, já algjörlega allslaus, lagöi ég af stað meö hópinn. Hann var kominn á undan og ætlaöi að taka á móti okkur En hvilik móttaka, hræöilegt hreysi á Laugavegi 12. Algjörlega fjarri þvi aö vera mannabústaður. Svo annað svipað hús- næöi á Bragagötu. Þar fæddist hann —yngsti sonurinn eða yngri af þeim, sem enn lifa — hann, sem seinna varð min bjarta von. Ég vissi varla og veit ekki enn á hverju við liföum i raun og veru. Asgeir Ingimar var oftast fyrir vestan sagðist vera aö innheimta gamlar skuldir þar — það gat veriö — mörgum hafði hann lánað. En litið af þvi barst okkur að minnsta kosti.. Já, hann hafði hjálpað mörgum. Svo sat hann á talþingum og stóð i stórræðum við einhverja herra, sem ég vil ekki nefna, en ekki voru þeir allir af lágum stigum, en þó skuggalegir fannst mér. Og það endaði meö aö ég rak þá út. Ég geröi kröfu til þess, að min fátækt væri þrátt fyrir allt heiöarleg, ekki blandin svikum eða yfirhylmingu. Og aldrei gæti ég hugsað mér aö þiggja hjálp hins opinbera. Fara á bæinn, sem kallað var — óþolandi tilhugsun. Meöfætt stolt, sem hafði ekki þorrið hjá mér sveitarkrakkanum á Kletti var nú enn meira en áður. En I þessum vandræðum öllum verð ég aö minnast einnar manneskju, sem var mér öllum betri, og hún var hjá mér, þegar drengurinn fæddist, og hver biti og sopi, sem hún gat unnið fyrir, var okkur til boða. Annarri eins fórnfýsi og ööru eins sjálfgleymi hef ég aldrei kynnzt. Hún var llka að heiman frá Kirkjubóli, og hét Sigriöur Jóhannsdóttir, frænka fóstru minnar og stjúpdóttir Guörúnar Bærings. Hún fluttist seinna til Kaupmanna- hafnar, var sjúklingur en virtist allt geta sigrað af veikum kröftum. Hún lifir þar enn og hefur löngu eignazt danskan borgararétt. Þessi stúlka hjálpaði mér á allan hátt. Seinna eftir að hún missti heilsu gat ég ofurlitið launað fyrir mig. En ævilangt verö ég i þakkarskuld viö blessaöa Siggu mina Jóhanns. Betri sál verður naumast fundin á þessari jörð. Ekki varð lengi vært á Bragagötunni, kannski aldrei greidd húsaleiga. Nú fluttum við næst niður á Lindargötu i eina stofu meö aögangi aö eldhúsi. Það liggur i augum uppi, að þar var setinn bekkurinn með 8 börn, á ýmsum aldri og eitt i vöggu. En látpm það samt vera. Annaö var verra, aö viö áttum aö fara þar út bráölega. En hvert? Það var önnur saga. Ég haföi Játið Asgeir Ingimar um húsnæðismáiin og framtiöaráætlanir. En nú sá ég aö svo búið mátti ekki lengur standa. Ég varð að taka til minna ráöa. Atvik, sem ég aldrei gleymi þarna á Lindargötunni, hvatti mig til aö taka málin fastari tökum og finna, að ég varð að standa ein með minn hóp. Hvað eftir annað komu „rukkanir”, kröfur og hótanir. Þaö átti að bera okkur út. Svo var þaö einn morgun, að ég var aö baða barnið, hann Baldvin litla, yngsta drenginn og eina barniö, sem fæddist eftir að þessi ósköp dundu yfir. Þá heyri ég þrammað upp stigann og sé, að þar eru tveir menn á ferð frá lögreglu eða einhverri opinberri stofnun. Ég grip barnið, hann var ljómandi fallegur drengur, fyrr hefði ég svelt okkur öll en láta hann liöa, og geng til dyra. Og ekki var um aö villast. Þeir segjast sendir til að bera okkur út. Nágrananakonan kom þarna lika og varð vitni að þessum atburði. — Jæja, segi ég, það er vist ekki um að sakast, þið hafið réttinn, og þetta er ykkar skylda. Þaö er nú ekki mikið út að bera. En einn er sá hlutur, sem ég hef ekki krafta til aö bera út. Það er þessi drengur. Þaö er bezt aðherrann beri hann út fyrstan. Og ég rétti drenginn allsnakinn i hendur annars mannsins. Konan starði á okkur með augun full af tárum og sneri sér snöktandi undan. Maðurinn, og þeir báðir, horfðu á okkur stundarkorn eins og ráövilltir og algjörlega orðlausir. Svo snerust þeir á hæli og gengu steinþegjandi niður stigann-jog^komu aldrei aftur. En ég lagði drenginn litla i rúmið sitt. Og nú fyrst fann ég, hve umkomulaus ég var, i raun og veru orðin, kaupmanns- fíu allsnægtanna úr Súðavik, öreigi ,,á mölinni”, sem kaliaö var. Þá var það, sem ég fann fjársjóðinn, sem hægt var að nota til húsakaupa. Asgeir Ingimar átti gamalt skrifborð. Mér fannst það fallegt, en liklega var það orðið skrifli og þótti kannski ekki uppboðshæft. Einu sinni sem oftar var ég að blaða ieinhverju drasli, sem var i hólfi i skrifborðinu. Og þar rakst ég á bréfpoka fullan af gömlum frimerkjum, sem þá voru einmitt að komast i verð. Ég spurði nú Asgeir, hvort ég mætti eiga þessi frimerki og 446 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.