Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 12
Séra Árelius Níelsson ræðir við Þorbjörgu Hannibalsdóttur. Niðurlag Og nú tóku æskuárin viö. Ég varð að stunda flest heimilis- störf bæði úti og inni. En þó einkum úti við. Það vantaði nefnilega fremur stráka en stelpur. Ég var i smalamennsku vor og haust. í fjósinu, einkum við flórmokstur og vatnsburð á vetrum. Þá var allt vatn i bæ og f jós borið i fötum. Það var stundum kaldsamt i frost- um og hriðum og erfitt. A sumrin sat ég hjá kvifénu alla daga. Það fannst mér leiðinlegt einkum i vondu veðri. Oft fannst mér timinn aldrei ætla að liða, og ég ætlaði að ærast. Stundirnar, eða öllu heldur heimferðartimann, varð ég að sjá út eftir sjávarfalli i vaðiinum, en svo var fjarðar- botninn nefndur um fjörur. Þvi varð mér oft tiðgengið upp á holt og hæðir, þangað sem hægt var að sjá til sjávar. Og auðvitað bar þá margt annað fallegt fyrir augu. Þótt fjörðurinn og dalurinn væru þröngir, þá voru hliðar og hjall- ar brosfögur i björtu veðri og lindaniður ómaði úr ölium átt- um. hálfgerð ráðskona þarna heima. Fóstra min var þd orðin rúmliggjandi að mestu, og ég sá um mjólkina til dæmis al- veg. Ég átti að sýna henni allt, hljóp meðal annars með smjördömlurnar af strokkunum upp á loft að rúmstokknum hennar. Og i þvi sambandi eignaðist ég eina stærstu gleðistund ævinnar. Ég heyrði hana fóstru mina hrósa mér. Það voru hjá henni gestir, einhverjar vinkonur, sem hún var að tala við og mundi hún þá sjálfsagt ekkert eftir, að ég var væntanleg með smjörið. Nema ég heyrði hana segja þessi orð: ,,Ja, hver hefði trúað, að hún Tobba, þessi vesalingur, ætti eftir að taka við minum störfum. Og það er engin skömm að verkunum hennar. Þau verða ekki betur gerð en hún gerir”. Enginn söngur hefur ómað betur i eyrum. En af hverju hafði ég aldrei áður heyrt nema aðfinnslur? Var það kannski viss þáttur i uppeldi eldri kynslóða, og kannsi til góðs. En þó skyldi enginn gleyma þeirri speki: ,,Að vex hver við vel kveðin orð”. En þú varst að spyrja um burtför mina frá Kletti. Það er nú saga að segja af tildrögum þess. „Treystu sjálfum þér án þess að slá undan eða gefast upp og góðir vinir eru það bezta sem lífið getur gefið manni”, segir Þorbjörg Hannibalsdóttir eftir niutiu ára langa og stranga lifsbaráttu. Mér þótti lika vænt um fólkið á næsta bæ, sem hét Fjarðarhorn. Hjónin þar hétu Vagn og Þuriður. Ailtaf svo kát og elskuleg og tóku mér eins og heiðursgesti, þótt ég væri bara að sækja kýrnar. Ég átti nefnilega, ef hægt væri, að koma með þær með mér úr hjásetunni. Og stundum vözl- uðu þær yfir ána, yfir til kúnna i Fjarðarhorni. Ég man hve ég fagnaði að sjá, þegar þær settu upp halann og lögðu af stað yfir eyrarnar. Þá vissi eg, að ég gæti heimsótt vini mina fengið að heyra falleg orð og bragða góð- an bita, sem þau höfðu alltaf á boðstólnm. Surr.ir sögðu, að það væri hrossakjöt. Það þótti næstum synd. En þeir voru samt færri dagarnir, sem slika heppni bar að höndum. Þótt ég hefði oftast harðfisk og brauðsneið með mér i hjásetuna, var ég alltaf svöng. Askurinn beið á borðshorninu, þegar búið var að mjólka. ,t honum var þykkur grautur, oftast rúg- grautur en stundum skyrhræringur með mjólk út á. Verst var, að asklokið var laust, og oft hafði kötturinn lapið mest- alla mjólkina upp úr miðjuasksins.þegar eigandann bar að. En ég mátti átölulaust fá mér ábót, sem mér þótti mesta hnossgæti. Niðri við sjó voru hjallar eða trönur, þar sem hrognkelsi voru hert á vorin. Þar var oftast eitthvað hang- andi af hvelju sumarið út. Þetta sótti ég og steikti handa mér á kvöldin og þótti mjög gott. Það var steikt á glóð i hlóðunum. — En svo fórstu ung frá Kletti, var það ekki? — Já, jú, ég var þá orðin 19 ára. Og áður var ég orðin 444 Þorbjörg fóstra min hafði oft og lengi hjá sér dætur Bær- ings bróður sins, sem var víst heilsulitill. Einkum voru það tvær, sem ég gat nánast talið fóstursystur minar. Þær hétu Guðrún og Valgerður. Guðrún varð siðari kona Jóhanns Sigurðssonar bónda á Kirkjubóli i Múlasveit. Þau eignuðust mörg efnileg börn, en voru alltaf fátæk, eins og flestir voru þá, en frábær að góð- vild og gestrisni. Guðrún kom oft til min siðar, bæði fyrir norðan og sunnan. En það var Valgerður, sem hér kemur við sögu og átti eft- ir óbeinlinis að ráða minni framtið — fram á þennan dag. Hún réðst sem kaupakona innan við tvitugt að Illugastöðum i Múlasveit. En húsbóndinn þar hét Guðmundur og var bróðir Þórðar á Kletti, fóstra míns. Húsfreyjan hét Ingi- björg og varsystirÞorbjargar á Kletti, fóstru minnar. Þessi hjón áttu meðal fleiri barna son, sem hét Ari, mesti myndarpiltur. Þótti bæði góðup greindur og glæsilegur. Valgerður var lika ljómandi falleg stúlka, fingerð og fremur veikbyggð bæði til likama og sálar, en ósköp góð og elskuleg. Nú iiður á sumar og ekkert bar til tiðinda, þangað til einn daginn að Vala Bærings reikar heim af Klettshálsi, en svo heitir litill fjallvegur milli fjarðanna og bæjanna þarna, útgrátin og eins og svefngengiil i útliti. " Ekki fékkst orð frá hennar vörum, annað en að hún hefði verið rekin úr kaupavinnunni hjá frændfólki sinu, því að Sunnudagsblaö Timans I

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.