Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1973, Blaðsíða 20
Mai er kaldur enn — hálfum mánuöi á eftir sjálfum sérimeðal- ári, segjaveðurfræöingarOg á dög- unum, þegar sumarstórhrið herj- aði á Norðurlandi, skaut aldinn Skagfirðingur, Jónas Jósteinsson, fyrrv. yfirkennari, þessari visu að þættinum eins og texta dagsins, og þótt mai hafi nú ofurlitið séð að sér, látum við hana flakka. öskuhrið um islands ból, er það ljóti baginn. í Skagafirði sést ei sól sumarlangan daginn. En af þvi að sólin er farin að skina og vorið að hlýna, skulum við gera bragarbót og rifja upp nokkr- ar ástúðlegri vorvisur. Hjálmar Þorsteinsson á Hofi kveður svo um vorkomu: Sjóli hæða vekur vor, vermir gæða máttur, Ijósið glæðist, lífgar þor lifsins æðasláttur. Björgvin Filippusson yrkir þessa ástavisu um sólargeislann: Ég hef fundið friö hjá þcr, frekt þó undir blæði. Lifs um stundir Ijáðumér ljóssins undraklæði Eftirfarandi þrjár vorvisur undir nafninu Hækkandi sól eru eftir Fri- mannEinarsson: Gyllir sunna grund og hliö, geislafrjói sáir, yfir þjakað land og lýð, ljós og vor sem þráir. Þegar vetrar bresta bönd bráðna isalögin, dafnar fræ um dal og strönd, dvina vcðra slögin. Þá er eins.og andi minn endurvakinn gleðjist, eins og heili heimurinn himinorku seðjist. Þessar vorvisur eru eftir Oddgeir Guðjónsson, Tungu i Fljótshlið: Vetur grái er farinn frá fjöllin háu klæðum breyta. Grösin smáu grundum á gleði þrá og yndi veita. Vorið blitt um bala og hól hlænum ýtti með í dansinn. Vorið hlýtt og sumarsól saman hnýttu blómakransinn. Séra Sigurður Einarsson skáld i Holti orti þessa hringhendu vorvisu og fann henni stað i rimu til verald- ar, vinu sinnar, hugsar til æsku- ára: Þá voru vorin ljós og löng, léttfætt þorið, glettni á munni. Yndi-borið óði og söng á þar spor i minningunni. Næsta vorvisa er eftir Svein Jón Sveinsson frá Miðkoti i Fljótshlið: Rlánar græðir, blika svið, brosa hæðadrögin. Ljóð og kvæði vakna við vorsins æðaslögin. Næsta vorvisa er eftir Guðrúnu Árnadóttur frá Oddsstöðum: Littu á hvernig ljósið ber lif og græðir kalin sporin. Finnst þér ckki, eins og mér, yndislegast flest á vorin. Andrés Björnsson Borgfirðingur kveður svo um vorið: Ársól skær á himni hlær hvetur blærinn sporið Blánar sær og grundin grær. Gleði færir vorið. Grænkar hlið og Ijóðar lind lágt við friðan hólinn. Harpa blið sem helgimynd hjalla skrýðir stólinn. Og loks eru hér tvær vorvisur eftir Bjarna Asgeirsson, fyrrum sendiherra og bónda á Reykjum, teknar úr visnabréfi til „frænda mins, Helga i Vogi”: Þar sem látur, vik og ver vorið lifi gleður, ásar, móar, eyjar, sker — allt af söngvum kveður. Þar sem urta kjassar kóp, kria af hreiðri flýgur, æður kallar ungahóp, ána lambiö sýgur. Verður þá að sinni sleginn botn i vorvisnatal, þótt af nógu sé að taka, þvi að vorið er liklega mesta visuefni, sem um getur. Gnúpur 452 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.