Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 3
Skúli Magnússon: Keflavík á fyrri öldum Eigi vita menn gjörla, hvenær Keflavik á Rosmhvalanesi (á Suður- nesjum) byggðist. Elzta heimild þar sem Keflavikur getur, er i Isl. forn- bréfasafni II. bindi (bls. 78), þar sem rætt er um hvalaskipti rosmhvelinga. Þar segir svo: ,,at þann hval sem meira er enn xij vætter ok half vætt ok rekvr millvm æsvbergs (Esjubergs) ok keflv vikur til motz vid niardvik- inga skall skippta j niv stade". Koma fleiri bæjarnöfn fyrir i rekskrá þess- ari, t.d. Flankastaðir, Sandgerði, Út- skálar, Kolbeinsstaðir og Kirkjuból. Það mun hafa verið einhvern tima á 15. öld, sem Englendingar hófu að verzla i Keflavik. Skömmu eftir 1400 er getið skipa þeirra við Suðurnes. Arið 1518 segir svo i Suðurnesjaannáli sr. Sigurðar Sivertsen: „Slagur milli Enskra og Hamborgara i Hafnarfirði. Fengu Hamborgarar sér til liðs 48 menn af þýzkum frá Vatnsleysu (vik), Keflavik og Bátsendum". Sýnir þetta að þá þegar hafa Þjóðverjar verið komnir til Keflavikur til höndlunar. Skúli Magnússon landfógeti getur þess i lýsingu sinni á Gullbringusýslu, að á Vatnsnesvik (sem er suð ur af Keflavik. Vatnsnes er á milli), hafi Þjóðverjar verzlað áður en hóndl- un hófst á sjálfri Keflavikinni. Þessu til stuðnings má benda á það að eitt ör- nefnii Vatnsnesvik er: Þýzkavör, smá vik i norður inni klettana, sem eru samfelldir úr Keflavfk og suður að svokölluðum Stekkjarhamri i Ytri- Njarðvik. Má gera ráð fyrir að þetta örnefni standi i einhverju sambandi viö verzlun Þjóðverja þarna i vikinni, bó að ég hafi hins vegar ekki heyrt að neinar sögur fyigdu þvi. Ef ég man rétt þá er lika til Þýzkavör i Flatey á Breiðafirði. 1 bók Björns Þorsteinssonar sagn- fræðings ,,Enskar heimildir um sögu Islendinga á 15. og 16. öld" er getið um Robert nokkurn Legge frá Ipswich i Englandi, sem verzlað hafi bæði i Keflavik (Keblewycke) og Grene- wycke (Grindavík) árið 1540. Hafði Legge þessi þá siglt til Keflavikur sið- ustu 26—27 árin. Er hann fyrsti kaup- maður, sem með nafni þekkist og verzlar i Keflavik. Arið 1566 fær Ham- Sunnudagsblaö Tímans borgarkaupmaðurinn Joachim Thim útgefið verzlunarleyfi fyrir verzlun i Keflavik, útgefið af Krstjáni II. Dana- konungi. Er Thim hinn annar kaup- maður er siglir á Keflavik og þekkist meö nafni. (Sjá i sögu Hafnarfjarðar e. Sigurð Skúlason). Allt fram á daga einokunarverzlun- arinnar (1602) sátu Þjóöverjar i Kefla- vik, að einhverju leyti a.m.k. Þvi til sönnunar má nefna það að prestur einn að nafni Nicolaus Stuur (þýzkur) mun hafa starfað i Keflavik, og snúið heim með Hafnarfjarðarskipi 1602. Hans er og getið árið áður. t árbók fornleifafélagsins fyrir árið 1969 er fróöleg grein eftir Kurt Piper, sem heitir: ,,Kirkja Hamborgarmanna i Hafnarfirði". En eins og þessi fyrir- sögn ber með sér reistu Hamborgar- kaupmenn kirkju þar i firðinum, þvi þar mun hafa verið eitthvert sterkasta vigi þeirra árum saman. En Ham- borgara er fyrst getið i Hafnarfirði 1486. Má þvi fyllilega gera ráð fyrir að þeir hafi þá þegar tekið að sigla á hafnir á Suðurnesjum, en þær helztu voru: Keflavik, Þórshöfn og Grinda- vfk. Einnig sigldu þeir til Straums- vfkur og lágu oft á sumrum á Vatns- leysuvik. Þessar tvær hafnir munu svo hafa aflagzt að mestu er einokunar- verzlunin var innleidd árið 1602. Hvort Hamborgarkaupmenn hafi haft kirkju i Keflavik skal ósagt látið, þar sem engar heimildir eru til um það. Hitt er þó trúlegra að þeir hafi ekki haft slikt hús þar frekar i Hafnarfirði af þvi þar var aðalstaður þeirra hérlendis. Liklega hefur þessi áöurnefndi prestur einungis verið til að hressa upp á þá sálarJega. Um byggingar og hæús þessara manna, Englendinga og Þjóðverja, eru engar sögur til úr Keflavik, þó aö tóftir þeirra hafi til skamms tfma verið sýnilegar annars staöar á land- inu. Má telja mjög liklegt að allur kaupskapur hafi i fyrstu farið fram á skipsfjöl, likt og gert var sums staðar eftir að verzlunarfrelsið var lögleitt skömmu eftir 1850. Þá sigldu ýmsir lausakaupmenn til landsins, og fasta- kaupmenn gerðu út skip á sumar hafn- ir. Er mjög sennilegt að fyrstu hús þessara fyrstu kaupmanna i Keflavik hafi verið fisktökuhús eða fisk- geymsluhús og þá fyrir skreið, þvi saltverkaður fiskur þekktist ekki fyrr en löngu seinna. Þrátt fyrir að Englendingar og Þjóð- verjar berðust of á tiöum um verzlun i Keflavik og á Suöurnesjum, komu Danir fljótt auga á að hún myndi engu að sfður vera arðvænleg fyrir þá, þvi þeir voru jú þegnar sjálfs Danakon- ungs. Var þetta eftir siðaskipti, en ekki fyrr fór konungsvaldið vaxandi. Kon- ungur lagði undir sig Hólmseignir og verstöðvar allar á Suðurnesjum, er áður höfðu sumar hverjar verið i eigu Skálholtsstóls, 26. sept. 1562. Nokkru siðar, eða 1579, hóf svo danskur höf- uðsmaður Jóhann Bockholt, verzlun- arleyfi i öllum höfnum Gullbringu- sýslu, nema Grindavik. Jóhann Bockholt var hirðstjóri á Bessastöðum næst á eftir Kristofer Valkendorf, konungur vék honum frá 1587, af þvi að honum „þótti hirðstjóri inna af semingi gjöld sin af landinu", segir Vilhjálmur Þ. Gislason i Bessa- staðasögu sinni. Bockholt var þó aftur hirðstjóri 10 árum seinna (1597) og sat til 1602, 23 ár alls, eða lengur en nokkur annar útlendur landstjórnarmaður. Bockholt var sjóliösforingi af þýzkum ættum. Vilhjálmur segir svo orðrétt i sögu sinni um Bessastaði: „Hann (þ.e. Jóhann) var stórbokki öörum þræði og harður og eftirgangs- samur. Espólin segir, að landsmenn voru i þann tíð geigaðir af konungs- valdinu meira en fyrr hafði verið. Bockholt lenti i snörpum deilum við ýmsa íslenzka fyrirmenn og átti einnig oft erfiða aðstöðu gagnvart konungi, svo að hann átti i ýmsu andstætt, en var þjarkur duglegur. Hann mun einn- ig hafa verið nokkur lærdómsmaður, og honum gaf Guðbrandur biskup for- látasmfð, er hann gerði af hyggjuviti sinu. Það var himinlíkan, gert eftir ut- reikningi sjáifs hans. Það var í þann tið, er þeir biskup og hirðstjóri voru enn vinir, en það fór mjög af siðar. Mjög viða kemur Bockholt vitanlega við mál manna og skjöl, og ýmis stórt- iðindi gerast um hans daga, en ekki 659

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.