Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 16
Petronius: Smásaga. Ekkjan frá Ephesus Einu sinni var ung og fögur eigin- kona i Ephesus, annáluð fyrir dyggðir sinar og kvenkosti, svo að konurnar ur nágrenninu gerðu för sina til þess að sjá hana. Þegar eiginmaður hennar lézt og var grafinn, iét hún sér ekki nægja að ganga með slegið hár að gröf hans og berja ser á nakið brjóst i aug- sýn safnaðarins eins og siðir buðu, heldur fylgdi hún liki bónda sins niður i grafarskútann og sat þar grátandi yfir nánum daga og nætur. Hvorki foreldrar hennar eða aðrir ættingjar gátu talið henni hughvarf eða fengið hana til þess að hætta að kveija sjálfa sig eða reyna að svelta sig i hel. Hún rak jafnvel yfirvöldin brott, og allir syrgðu hana sem dyggðagyðju er ætlaði að bera þarna beinin öðrum konum til fagurrar eftirbreytni. A fimmta degi sat hún þarna enn án þess að láta vott eða þurrt inn fyrir varir sinar. Trúverðug ambátt sat þarna hjá húsmóður sinni og grét henni til samlætis. Þegar ljósið á grafarlampanum brann niður i kveikinn, bætti hún oliu á hann og glæddi logann að nýju. Þessi dyggðum prýdda ekkja var umræðuefni fólksins i þorpinu, og allir, háir sem lagir, voru sammála um, að hún væri einstök kona i ást sinni og trúnaði, og allar góöar konur ættu framvegis að fara að dæmi hennar. Meðan konan sat þarna i grafar- skútanum. bar svo við einn daginn, að sýslumaðurinn lét krossfesta nokkra glæpamenn i nánd við grafreitinn. og næstu nótt tók hermaðurinn, sem settur hafði verið á vörð til þess að gæta þess. að enginn tæki lik af krossinum og græfi það. eftir ljósinu niðri i grafarskútanum. og þegar hann lagði við eyru. heyrði hann grátstunur og gnistra tanna. Mannleg forvitni rak hann til þess að grennslast um það, hverju sætti, og þegar hann kom auga á unga og fagra konu i grö'finni, stakk hann fyrst við fótum skelfingu lostinn. þvi að hann hélt, að þetta hlyti að vera vofa eða vera úr öðrum heimi.. En þegar hann sá lik mannsins á grafarbeðnum og greindi sorgar- svipinn á ekkjunni, skildi hann hvernig i öllu lá. Hann taldi vist, að konunni ungu þætti missir hins látna ástvinar óbærilegur. Hann langaði til þess að sýna henni hluttekningu og lét nestis- skrinu sina siga niður i grafarskútann til hennar og bað hana bliðum orðum að þiggja næringuna. Jafnframt þvi þrábað hann konuna að hætta þessum tilgangslausa harmagráti og stunum. sem vel gætu sprengt hið fagra brjóst hennar. Hann minnti hana á þau sannindi. að hún mundi hvort sem væri gista gröfina. þótt siðar yrði. ,.þvi að grafreiturinn er nú einu sinni fétags- heimili okkar allra." Hann talaði um fvrir henni á marga lund og leitaði til þess allra þeirra orða.sem gætu snúið hug konunar frá vegi örvæntingar- innar til leiðar skynseminnar. en hún lét ekki huggast og barði þvi ákafar á brjóst, sem bænir hans' urðu heitari. reytti hár sitt og stráði þvi yfir lik bónda sins. Hermaðurinn gafst þó ekki upp og hélt áfram fortölunum fram eftir nóttu. Loks kom þar. að ambáttin stóðst ekki lengur ilm vins og brauðs úr nestisskrinunni og lét leiðast til að seðja hungur sitt. Og þegar hún hafði nært sig. tók hún einnig að tala um fyrir húsmóður sinni og lét orð falla á þessa lund: ,,Að hvaða gagni kæmi það hinum látna eiginmanni þinum. þótt þú syltir i hel? Hvers vegna viltu endilega grafa þig lifandi hér. áur en forlögin mæla svo fyrir? Heldurðu. að hinum látna sé Flutt á bls. 667 672 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.