Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 7
Þessar götur liggja um hraun skammt frá Grindavik. Þar hafa margir hestshófar og mannsfætur stigiö til jaröar meö þunga aldanna, svo aö markaöi vel fyrir i steininum. Þessar götur hafa þeir vafalaust gengiö margir, sem uröu aö sækja björgina i búðir þýzkra eða danskra kaupmanna i Keflavik og Grindavik, og gatan viröist sýna, aö þau spor hafi ekki ætiö verið létt. þetta þorðu kaupmenn aldrei aö beita slikum refsingum við landsmenn. Versti timi einokunarinnar var um garð genginn. Hólmfastur fluttist til Njarðvikur skömmu eftir hýðinguna 1703, býr hann þar i hjáleigukoti, en virðist vera dáinn 1720”. Og þar sem grein Magnúsar hefur meiri fróðleik að geyma um Keflavik, er ekki úr vegi að láta hann halda á- fram að segja frá : „Keflavik var jafn- an ein af þeim höfnum, sem einokun- arkaupmenn græddu mest á. Þannig er talið, að árið 1636 hafi hreinn ágóði af verzluninni þar verið 1678 rikisdalir, er það nu næst bezta höfn landsins, séð frá sjónarhóli kaupmanna. Aðeins Rif er hærra með 1700 rd. gróöa. A mörg- um höfnum var þó tap, einkum slátur- höfnunum. Arið 1655 er eftir skýrslu Skúla fógeta Magnússonar hagurinn ekki nærri eins góður. Þá er arðurinn 735 rd., Debet 9198 en Credit 9933 rd., en þetta sýnir hve umsetningin hefur verið mikil. Um vörurnar mætti skrifa langt mál. Harðfiskurinn var aðalvaran, þó má sjá, að menn voru byrjaðir að salta fisk. Ennfremur er merkilegt að flutt var út smjör og nautakjöt úr héraði, sem svo illa er fallið til landbúnaðar. Otflutningur á prjónlesi og vaðmáli synir hér eins og oftar hversu heimilisiðnaðurinn hefur verið rótgró- inn á Islandi. Það munu fáir athuga, að áður en véliðnaðurinn hófst i Eng- landi, þá áttu Islendingar sæti meðal iðnþjóða heimsins. Um 1300 er fyrst talað um skreið sem útflutningsvöru. Fiskurinn var þó aðalvara Keflavik- ur. Til að sýna vörumagn Keflavik- ur læt ég fylgja skýrslu um útflutning- inn 1691: Vörutegundir. Magn. Verð i rd. Harðfiskur lestir 116 5800 Hert ýsa lestir 5 180 Hertur riklingur lestir 1 1/2 36 Saltfiskur þurr lestir 4 240 Söltuðýsa lestir 2 75 Söltuðskata tals. 120 10 Þorskur sait.bl. tunnur 10 50 Ýsa, tunnur 12 48 Lýsi, tunnur 22 264 N'autakjöt, tunnur 4 24 Smjör, tunnur 1 1/2 24 Sokkar(pör) 3000 250 Vaðmál I álnum 900 112 Lax, tunnur 3 24 Samtals 7137 rikisdalir. Við þetta er að athuga, að hér er átt við stórlestir. Sunnudagsblað Timans t samanburði við aðrar hafnir er Keflavik ihárri leigu, enda voru þaðan fiskafurðir i meira lagi. Nú mun sumum þykja undarlegt, að svona fámennt kaupsvið (liklega um 400 manns. Innskot S.M.) skuli hafa flutt út svo mikið af vörum, en þess ber aö gæta, að um vertlðina var fjöldi að- komumanna þar viö sjóróðra, en þeir urðu að flytja fiskinn til Keflavikur og selja hann þar”. Lýkur hér svo þessum svo mjög fróðlegum kafla i samantekt Magnús- ar I Höskuldarkoti um Keflavik. I Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vidalins frá 1703 eru fyrst til heimildir um búskapinn i Keflavik. Mun ég siðar i sérstakri grein gera þeim þætti skil, þvi hér mun eingöngu rætt um verzlunina, og það mest fram að 1700. Ég vil þó geta um eina kvöð er á Keflavikurbóndanum hvildi, en þaö var að vakta hús kaupmanns, er hann var burt sigldur að hausti. Segir svo: „Kvaöir eru mannslán, en fellur niöur fyrir bón kaupmannsins i Keflavlk fyrir vöktun búöanna”. Þannig var öldum saman aö kaup- menn sátu ekki I landinu að vetrinum til, en læstu búöum sinum, sem eigi urðu opnaðar þó að lif lægi við og hungurvofan væri við hvers manns dyr i miklum hallærum. Þannig segir i Hvammsannál (eftir séra Þórð Bööv- arsson prófast i Hvammi i Hvamms- sveit): „1737. 1 Gullbringusýslu var merkilegt fiskileysi, og fógetinn Lux- Flutt á bls. 670 663

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.