Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 4
fara sérlegar sögur af honum sjálfum á Bessastööum. A hans stjórnarárum var það, að til- raun var gerð til að flytja Alþingi og alþingisvaldið sem næst Bessastööum og gera þá þannig að raunverulegum höfuðstað landsins. Friörik II. gaf út bréf um það (5. april 1574), að sér hefði verið tjáð, að Alþingi væri haldið á stað, þar sem álmenningur ætti mjög óhægt að sækja það, og væri betra og hættuminna að halda það i Kópavogi. Hann bauð þvi að lögþingið skyldi framvegis haldið i Kópavogi. Úr þessu varð þó ekki, en ýmsir fundir og fjórð- ungsþing voru hal'din þar. Þegar Bockholt hrökklaðist frá yfir- ráðum á Bessastöðum, varð Pétur Tómasson fyrst hirðstjóri i eitt ár og siðan Lars Kruse”. Jóhann Bockholt er fyrsti danski maðurinn, sem rekur verzlun hér i Keflavik eftir þvi sem ég hefi komizt næst. beir urðu margir siðar, og sumir miður þokkaðir, sérstaklega á timum umdæmaverzlunarinnar illræmdu. Þann 20. april árið 1602 var ákveðið með tilskipun af Kristjáni IV., að dönsk einokunarverzlun skyldi inn- leidd hér á landi. Var þetta auðvitað nokkur skrekkur fyrir bjóðverja, en að fullu hurfu þeir ekki frá höfnum landsins fyrr en um 1625. Er tilskipun- in var útgefin, var Hamborgurum gef- inn nokkur frestur til að innheimta skuldir sínar hérlendis. Um þetta leyti mun hafa verzlað i Keflavik maður að nafni Jóhann Holtsgreve frá Ham- borg. Eftirfarandi segir I Sögu Hafn- arfjarðar (bls. 158): ,,Sést það á bréfi eins af Hamborgarkaupmönnum, Jó- hanns Holtsgreve, dagsettu 26. sept. 1602, til borgarstjóra og ráðs i Ham- borg, þar sem hann segist hafa ritað Danakonungi um vandræði sin vegna siglingabannsins til íslands og beiðst þess jafnframt, að sér sé leyfð vetur- seta á tslandi, svo hann geti innheimt skuldir sinar þar. Segir Holtsgreve hér, að konungur hafi aldrei svarað bréfi sinu, vegna forfalla, sem hann nefnir, en heitir á ráðið i Hamborg að leyfa sér þessa vetursetu, þar sem ýmsir Hamborgarar hafi nú vetursetu á Islenzkum höfnum. m.a. á Vatns- leysu”. Var Hamborgurum leyfð hér seta með þvi skilyrði frá honungs hálfu, að þeir rækju hér alls enga laun- verzlun. Rauf svo konungur allt sam- band milli Islands og Hamborgar. Lauk þar með löngum samskiptum þessara aðila. Ekki var stofnað til beinna viðskipta milli þeirra aftur fyrr en 1926 að skip Eimskipafélagsins, e/s Lagarfoss, hélt upp Saxelfi til Ham- borgar. Siðan hafa alltaf verið reglu- bundnar siglingar milli landanna. Þeir sem nú tóku við verzluninni á 660 tslandi voru dönsku borgirnar Kaup- mannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri. Var þeim veitt verzlunarleyfiö næstu 12 árin. Voru það .8 menn er fengu Keflavik i sinn hlut, og lögðu þeir allt kapp á að flæma bjóöverja þaðan burtu eins og lika tókst, svo sem áður er að vikið. Kunnastur Keflavikurkaupmanna á einokunartimanum var eflaust Hans Nansen, yfirborgarstjóri Khafnar 1658 og 1660. Hann var alla tið trúr fylgis- maður konungs og gekk rikt fram i þvi hérlendis að tslendingar sverðu kon- ungi fulla hollustu er einveldinu var komið á i Danmörku 1662. Til er grein- argóð frásögn af Nansen, i bók Jóns Sörensens um Friðþjóf Nansen heim- skautafara, en Hans var forfaðir Frið- þjófs. „Sextán ára gamall sigldi hann (þ.e. Hans) á skútu föðurbróður sfns norður I Hvitahaf. t þá tið var það hin mesta glæfraför, sem þeim, er heima sátu stóð mikil ógn af. Sjókort þeirra tima voru ekki á marka fiska, og sama gegndi um önnur siglingartæki. Fall- byssur og höggsverð máttu ekki færri verða. Tvisvar sinnum réöust Eng- lendingar á skipið og rændu það. Veturinn, sem þeir dvöldu i Kóla(skaga), notaöi drengurinn til að læra rússnesku, og vorið eftir, þegar föðurbróöir hans sneri heimleiðis, varð Hans litii eftir. Hann vildi litast frekar um i veröldinni. Hann feröaðist einn sins liðs þvert yfir Rússland og kom i september um haustið til Kaup- mannahafnar. Kvikur, fróðleiksfús og kjarkmikill piltur. Þegar hann var um tvitugt, fól Kristján konungur IV. honum forystu loöskinnaleiðangurs til héraðanna við Petsjóra. tsalög ollu þvi, að hann neyddist enn til að hafa vetursetu i Kóla(skaga). Sjálfur Rússakeisari gerir honum orð um að takast á hendur rannsókn á ströndum Hvita- hafsins. Hann stigur ekki á skútu sina fyrr en i Arkanaeisk 1 átján sumur er hann i þjónustu ts- lenzka verzlunarfélagsins. en siðan i áratug forstjóri þess. Fæddur foringi og var i blóð borin tilhneiging til að kanna ókunna stigu. athuga, rannsaka skrásetja niðurstöð- ur sinar og auka á fróðleik sinn með lestri. Eitthvert sinn, er hann grúskar i „útdráttum sinum og registrum”, dettur honum i hug, að öðrum mönn- um gæti orðið nokkur ánægja og gagn- semi af þvi að lesa þessi skrif, og ,,þeim til hagræðis læt ég þennan stutta útdrátt á þrykk út ganga” (árið 1633). Compendium Cosmosgraphicum Hans Nansens fjallaði um eðlisfræði, landafræði, timataL leiðbeiningar um að mæla sólarhæð, töflur um flóð og fjöru, gengisskrár, misvisun sólar og stjarna o.s.frv. Þetta var hin gagnleg- ast handbók, enda var hún réttnefnd alþýðubók og kom út i mörgum útgáf- um. Hún hefir verið notuð allt fram á siðustu tima. A eintaki bókarinnar, sem er i eigu Nansens-fjölskyldunnar, hefir skipstjóri einn, sem siglt hefir eftir bókinni, ritað á spássiu þessi orð: Þessi bók er mikið þarfaþing fyrir sjó- farendur. Óli Börgersen Aas. 1841. (Ég vil skjóta þvi hér inn i, að i handritasafni Landsbókasafns er ein- mitt varðveitt uppskrift af bók þessari eftir Hans Nansen. Mun uppskriftin hafa verið i eigu tslendings, svo á þvi sézt að hún hefur verið kunn hérlend- um mönnum, eins og lika búast mátti við). Hans Nansen var jöfnum höndum hneigður fyrir visindi og hagnýt störf. Hann var sjálfmenntaður maður og kunni til hlitar þýzku, ensku, rúss- nesku, hollenzku, sænsku og islenzku og var afburða ræðumaður og slyngur rithöfundur. Hann var staðfestumað- ur, einarður og riklundaður. Höfðingi i sjón og raun,, hár vexti og burðamik- ill, vinur vina sinna, raungóður og hrókur alls fagnaðar i vinahópi. Þegar hann hafði náð fertugsaldri, fær þessi skútuformaður stærri fleytu tilumráða: Kaupmannahafnarbæ. Hann verður borgarráðsmaður, siðan einn fjögurra borgarstjóra og yfir- borgarstjóri á hinum erfiðu árum, er örlög ættjarðarinnar voru nánast tengd örlögum höfuðborgarinnar. Það var þegar Karl Gústaf Sviakonungur rauf sættina og setti her á land á Sjá- landi. Hann taldi litlu skipta, hvort Danakonúngur héti Karl eða Friðrik. Þegar hið hvitklædda árásarlið réðst á Kaupmannahöfn hina eftirminnilegu nótt i febrúarmánuði. hafði borgin tek- ið óvæntum stakkaskiptum. Nýir virkisgarðar og gryfjur umluktu borg- ina, og hinn herskái konungur, sem tekið hafði þátt i þrjátiu orrustum og mönnum stóð nú ógn af, varð hér að lúta i lægra haldi. Hans Nansen var lifið og sálin i vörnum borgarinnar, jafnt i virkjun- um og inni i borginni. Hann hafði um- sjón með öllu: birgir bæinn að vistum og vopnum, setur niður herlið og þús- undir flóttamanna, æfir borgara og stjórnar þeim og breytir varnarlausri borginni i öruggt vigi. En mestu skipt- ir þó hinn óbilandi vilji til að sigra, er streymdi frá hinum djarfmannlega borgarstjóra til allra þeirra, er tóku þátt i vörninni, aliar götur frá kon- ungshjónunum til piltanna kringum grautardallana á bak við virkisgarð- ana. Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.