Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 12
1 sunnudagsblaði Timans 20. okt. s.l voru i visnaþættinum tvær vfsur gamlar og spurt, hvort nokkur kannaðist við þær og bálk þann, sem þær væru úr. Nú hefur þættinum borizt bréf frá Jakob Einarssvni, Dúki i Skagafirði, og segir hann svo: ,, Þessar visur munu vera úr Fjósarfmu eftir Þórð skáld á Strjúgstöðum i Langadal i Húna- vatnssýslu, en hann mun hafa verið þekkt skáld á sinni tið. Eg kann eina visu til viðbótar úr þess- ari rimu, og er hún þannig: Vaskur inaður til víga fiís var iMiðfjarðar-Skeggi. Flanaði aldrei flórs i hús að fljúgast á við seggi. Þvi má bæta við þessi orð Jakobs. sem Finnur Sigmundsson hefur sagt þættinum. að Fjósarfma sé prentuð i fimmta hefti rimna- safns þess. sem er að koma út hjá tsafoldarprentsmiöju i umsjá Sveinbjörns allsherjargoða frá Draghálsi.. Þá sendir Jakob á Dúki þættinum þessa visu. sem hann kveður vera eftir Jón Pétursson. sem hafi verið Skagfirðingur i ættir fram: Gremju er þakiun gróöur sniár guðs á akurlíuii. llarma iiakinn hefur Ijár hjarta þjakað mlnu. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum skrifar þættinum einnig um Fjósarfmuna og segir: ..Visurnar ..Karla-Magnús keisari dyr" og ..Þórður hreða þegna vó" eru úr F'jósartmu Þórð- ar Magnussonar á Strjúgi i Langa- dal. Þar bjó hann á siða-ri hluta 16. aldar. Fjósarfma var skopkviðling- ur. Lifðu nokkrar visur hennar á vörum manna um Húnavatns- og Hegranesþing á fyrstu árum þessarar aldar. Flestar eru þær gleymdar, sem ég lærði. Skal þó ein fljóta hér: Kollant hjó með Dyrumdal drjúgum vakti hildi, en hardagann i baulusai byrja aldrei vildi.” Refur bóndi. eða réttu nafni Bragi frá Hoftúnum, hefur margar stökur látið fjúka. Þessa kallar hann ..Endasprettinn.” Ileims mér gleltur hér og þar, hitt og þetta kenna. Endasprettinn ævinnar ekki er létt að renna. Þessar tvær stökur orti Bragi til sveitar sinnar: fcg á hvorki bú né bæ, bóndi telst ei lengur, samt ég verð þó si og æ sveitar niinnar drengur. Þótt ég hafi að árum elzt, eigi uni fátt að velja. Sveitin æðsta eign min telst unz mig kallar Helja. Eftirfarandi hestavisur eru eftir Jakob Guðmundsson i Húsafelli, þann.sem átti mestan hlut að þvi, að kirkja var réist þar á þessari öld að nyju og taldi. að Snorri prestur hefði mælzt til þess i draumi. Jakob ernúfátinn fyrir nokkru: Makkann sveigir moldóttur, mélin beygir, liðugur, fætur teygir. fjörugur fróns á vegi. geðþekkur. Fjallablærinn kyssir kinn, kulið nærir huga minn. Hratt mig færir fákurinn fram i kæra dalinn sinn. Pétur Beinteinsson var skáld gott og hagorður vel. Þessa stöku kallaði hann afmælisvisu. fíg hef oft um æviskeið átt við raunagaldur. hef þó staulazt hálfa leið heini á sjötugsaldur. Og þessa visu kallaði hann tviveðrung: Geislasindur sunnan fer, svalir vindar norðan anda. I)yggð og synd i sálu mér sömu lyndisþáttum blanda. Hagyrðingar hafa löngum ort hestavisur, en ýmsir töldu, að annað yrði uppi á vélaöld. Enginn gæti ort svipaðar visur um bilinn sinn, skipið eða flugvélina. Þó er ekki loku fyrir það skotið. og jafn- vel talið koma fyrir. að flugmenm yrki stökur um farkosti sina. Hér eru þrjár flugvisur. og er höfundur nefndur Pétur Georg: Yfir gráum Atlantsbárum allvel sækist skýjaleiðin. Fjórum sinnuni fjórum árum fast er knúin vængjaskeiðin. Ég ætla þegar út ég lit, alveg að falla i stafi: Mikil er ullin, mjúk og hvit, yfir miðju Grænlandshafi. Hugurinn fer nú hækkandi hér á skýja vegi. Bjarmar yfir tslandi enn af nýjum degi Eftirfarandi visa er eftir Svein- björn Jónsson.: Gæfan innra eðli er háö. — i efa niá þvi draga, að aukist hún við yfirráð, auð og hæga daga. Að lokum eru hér tvær visur eftir Sigurð Snorrason bónda á Gils- bakka: Þegar harniar þjaka lund, — þegar sárin blæða — þreifa ég. guð. á þinni mund, þá er skemnist til hæða. Og vel hæfir að enda þáttinn með þessari ástavisu Sigurðar til fer- skeytlunnar: Þá á tungan engan yl, enga fagra sögu, þegar ekkert efni er til i ferskeytta bögu. Gnúpur. 668 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.