Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 14
Keflavík torph tók upp búðir i Keflavik, Bá- sendum, Hafnarfiröi og Hólmi (þ.e. i Rvfk. Innskot S.M.), tók þar út mjöl, sem til var og lánaði fólki, svo þaö hélt þvi við lifi, fyrir hvað hann fékk stórt lof”. Það var þó ekki alltaf sem búðir voru opnaðar þannig sem að ofan greinir. í Alþingisbókum Islands má finna dóma um innbrot i búðir, fyrir árið 1700. Varðar það Keflavik og Bás- enda. Hér á eftir munu koma heimildir úr þessum bókum, er ég. hefi við leit fundið. Verður þá fyrst fyrir okkur lýs- ing á þjófi nokkrum. (VI. bindi, bls. 479): „Landsfógetinn Thomas Nikolajson lýsti á sama stað og þeim manni Sig- urði Geirmundssyni, sem burtu hefur strokið frá Keflavik i Gullbringusýslu nú i vor (málið var meðtekið i lögréttu 29. júni 1660), og er þess vegna for- þenktur um uppbrot Keflavikurbúða. Yfirlitur hans er dökkur á hár og skegg, mjór að likamsvexti, en kompagnisins gós er burt horfið”. Er þetta sú elzta heimild um innbrot i Keflavik. sem mér er kunnug . Málinu er það með þó ekki lokið. Arið eftir, 1661, er aftur grennslazt eftir þjófi þessum og eftir honum lýst á Alþingi, að þessu sinni af Hans Voest, sem þá var kaupmaður i Keflavik. I bréfi kaupmanns segir að burtu hafi horfið úr búð hans: klæði, léreft, hnifar, skæri, brauð, bjór, pottar og ýmislegt smávegis, að ógleymdum ,,300 Fiske til Tals fra Ener Jonesen a Store Holme (Einar var bóndi á Stóra-Hólmi I Leiru), sem han i mit Hus insat havde alt saman mere en 200 Rixdalers værdigt”. Af þessu má ráða, að hér hefur enginn smáþjófnaður verið fram- inn, enda voru þjófarnir 3 ab meðtöld- um Sigurði Geirmundssyni (þar á meðal ein vinnukona frá Fuglavik á Miðnesi). Ekki er mér samt kunnugt um. hvaða refsingu þeir hlutu eða hvort þeir gátu komizt undan réttvis- inni. betta sama ar. 1661, var og á Alþingi tekin játning Magnúsar nokkurs Eirikssonar um það, að hann hafi ekki stojið úr Keflavíkurbúðum. Er hann svo úr sögunni. En nú kemur til skjal- anna maður, sem var meir en biræfinn þjófur hér á Suðurnesjum, Ketill nokkur Valdason. Svo segir i Vallaannál (svipuð frá- sögn ennfremur i Suðurnesjaannál Sig. Sivertsens): ,,1687. Stolið miklu úr Básendabúðum suður. Af þvi varð uppvis Ketill nokkur Valdason að aust- an”. Siðar segir við sama ár: „Katli Valdasyni, er stolið hafði úr Básenda- 670 búðum, var dæmt húðlát til 5 marka sakir féleysis, sú refsing lögð á hann suður við Básendabúðir litlu eftir þingið”. Sama ár var svo mál Ketils tekið fyrir i lögréttu á bingvöllum við öxar- á, en hann átti enn eftir að koma við sögu og þá i Keflavik. 1 Vallaannáf fyrir árið 1692 segir: „Stolið stórmiklu úr Keflavikurbúö- um. Að þvi urðu uppvisir Sæmundur Jónsson, Jón Pétursson, Runólfur son hans, Jón Gunnlaugsson, borsteinn Sveinsson, mágur hans, allir innlendir I Garði, og Ketill Valdason, er áður hafði stolið úr Básendabúöum og stryktur verið”. Siðar á sama ári segir annállinn: „Hýddur fyrir 2 marka stuld Sæmundur Jónsson, er ásamt öðrum hafði stolið úr Keflavikurbúð- um. Katli Valdasyni dæmt mark og húðlát, og það á hann lagt i héraði. Einninn refst hinum öllum, utan Jóni Gunnlaugssyni, sem slapp og strauk austur. Ketill og Sæmundur skyldu brott verða úr Gullbringusýslu og fara austur til sveitar sinnar, en þó varð það fyrir atgang 01 (a) Klo(w), kaup- manns i Keflavik (hann var áður fógetafulltrúi á Bessastööum 1672—1679), að þeir allir 5 voru fluttir um haf á Básendaskipi siðsumars, og settir niður á Bremerhólmi, nema Runólfur, hann varð striðsmaður, en úr hinum meltist lifið um veturinn'/ 1 Suðurnesjaannál stendur siðast um sömu menn: ,,....en úr hinum rættist litið allan veturinn”. Leiðrétting I grein i Sunnudagsblaði Timans: Litið um öxl til eyðibýlis leiðréttist eftirfarandi villur, sem slæðzt hafa inn fyrir mistök og linubrengl: Guðný er fædd i Holti á Barðaströnd. — Einar Gestsson var fósturbróðir Andrésar. — Guöný hefur ekkisaumað myndina eftir Mugg, sú mynd er eftir- prentun, — en hinar myndirnar „hefur hún saumað sjálf”. Árelius Nielsson Leiðrétting bau mistök urðu i umbroti siðasta tbl. Sunnudagsblaðsins, að aftan viö grein Asgeirs L. Jónsson- ar um séra Wilhelm Klose slædd- ust nokkrar málsgreinar úr annarri grein. Setningarnar frá siðustu greinarskilum tilheyra því ekki grein Ásgeirs, og eru lesendur beönir að hafa það i huga og höfundur að virða það til betri veg- ar. Keflavik. 12. mai 1973, Skúli Magnússon. o o Sunnudagsblað Tímans óskar gjarnan eftir vel rituðum frásögnum frá liðinni tíð um minnisverða og sérstæða atburði. Handrit þurfa að vera vélrituð Lousn á 28. krossgátu TAL/IR’V 'O F Ú S A R I 5LAKNAB K A N A K * 4 UM A F Pl)fU N o A R K Y R R 'A 5 TMÖGU R ÞAK'aS 4-K* LA6 FÆLUít S AG. A SLAUFAI? J K R A F S A U S T 0 K 'o R A LAS l< S S K O K I £>A KApW A R 'ATA FiSKA RA AR AN 5 KARGA £ K I L N t^ar ekki S‘A L O F i-ElKA S AC AN F A S YLURlNN K Ú U L L a R RANANA l LATUM R A é A E> 1 S. Sunntidagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.