Morgunblaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 1
2004  MÁNUDAGUR 10. MAÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A MEISTARAR HAUKA BYRJUÐU VEL RIMMUNA GEGN VAL / B2, B3 HELGI Sigurðsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, skoraði fyrstu mörk sín fyrir AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Árósa- liðið vann þá óvæntan stór- sigur á toppliðinu Esbjerg, 4:1, og Helgi gerði annað mark liðsins á 5. mínútu og kom síðan AGF í 3:0 á 65. mínútu. Helgi spilaði allan tímann og var í leikslok útnefndur maður leiks- ins af SAS, styrktaraðila úrvalsdeildarinnar. AGF er með þessum úrslitum nánast öruggt um að halda sæti sínu í deildinni, og um leið setti liðið stórt strik í reikninginn hjá Esbjerg sem hefði með sigri náð fjögurra stiga forystu í deildinni. Helgi með tvö gegn Esbjerg Helgi PÓLVERJAR náðu 1:1 jafn- tefli gegn Rússum í undan- keppni EM kvenna á laugar- daginn en leikið var í Póllandi. Þessi úrslit auka á líkur ís- lenska kvennalandsliðsins á að ná öðru sæti riðilsins, en Frakkar eru trúlega nokkuð öruggir með fyrsta sætið. Ís- lenska liðið er með 10 stig eft- ir fimm leiki, Rússar koma næstir með 8 stig eftir fjóra leiki en hefðu með sigri í Pól- landi náð íslensku stúlkunum að stigum. Markatala Íslands er mun betri, 12 mörk í plús á meðan Rússar eru með átta mörk. Íslenska liðið á eftir að leika við Frakka og Rússa hér heima og Ungverja ytra. Liðið gerði 1:1 jafntefli við Rússa ytra og virðast stúlkurnar því eiga góðan möguleika á að ná öðru sætinu en það veitir rétt til að leika aukaleiki um laust sæti í úrslitakeppninni. Góðar fréttir frá Póllandi LÍKLEGT er að Njarðvík sendi ekki lið í efstu deild kvenna í körfuknatt- leik næsta vetur. Ástæðan er sú að liðið er ungt og nú er útlit fyrir að nokkrar af eldri og reyndari stúlkunum flytji sig um set, fari til útlanda í nám og annað þannig að eftir stendur enn yngra lið. „Það er ekki alveg búið að ákveða þetta en meiri líkur en minni eru á að við sendum lið í aðra deild enda er ungum stelpum enginn greiði gerður með að leika í deild þar sem þær tapa gríðarlega stórt í hverjum einasta leik,“ sagði Hafsteinn Hilmarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Njarðvík ekki með Við nöfnunar ákváðum að breytaaðeins til enda búnar að vera lengi hjá Keflavík,“ sagði Erla Þor- steindóttir, sem hefur verið fyrirliði Keflavíkurliðsins, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við förum nú samt ekki langt. Þetta er allt gert í góðu, auðvitað vildu menn hér í Keflavík ekki að við færum, en liðið er með fína breidd og við skiljum alls ekki við liðið í neinum sárum, Kefla- vík er í fínum málum þó við förum. Við nöfnunar eru æskuvinkonur og erum alltaf saman þannig að þetta var eitthvað sem við ákváðum í sam- einingu. Mér líst vel á Grindavíkur- liðið, þar eru margar ungar og efni- legar stelpur og ég held við þrjár getum komið með einhverja reynslu inn í hópinn og við verðum með ágætis lið, held ég. Það verður gaman, en um leið dá- lítið skrítið, að leika við Keflavík, en ég er búin að leika með Keflavík al- veg frá því ég var 11 ára gömul og um tíu ár í meistaraflokki. Ég held ég hafi því gott af því að breyta til,“ sagði Erla, sem var fyrirliði Kefla- víkurliðsins í vetur. „Já, það má svo sem segja að ég hætti á toppnum hjá Keflavík. Ég er búin að vinna allt sem hægt er að vinna með liðinu, var fyrirliði í fyrra og nú er kominn tími til breytinga. Þetta er mikil áskorun og verður vonandi gaman,“ sagði Erla. Þær nöfnur eru báðar 26 ára. Erla Þorsteinsdóttir skoraði 14,1 stig að meðaltali í deildinni í vetur, Reyn- isdóttir 6,9 og Svandís 4,4 en hún tók líka 217 fráköst. Það er því alveg ljóst að þær munu styrkja Grinda- víkurliðið mikið. Grindavík fær mikinn liðsstyrk ÞRJÁR sterkar körfuknattleikskonur hafa gengið til liðs við Grind- víkinga og leika með liðinu á næstu leiktíð. Þetta eru þær nöfnur Erla Þorsteinsdóttir, og Reynisdóttir úr Keflavík og Svandís Sigurð- ardóttir úr ÍS, sem er geysilegur liðsstyrkur fyrir Grindavíkurliðið. Þá hefur verið gengið frá því að Örvar Kristjánsson, úr Njarðvík, þjálfi kvennalið Grindavíkur næsta vetur. besta og kannski verð ég aðeins frá í nokkrar vikur. En það gæti einnig farið á versta veg og þá verð ég ekk- ert með í sumar,“ sagði Þórður. Skagamenn hafa að undanförnu leitað fyrir sér að markverði til þess að hlaupa í skarðið fyrir Þórð fari svo að hann verði ekki með í upphafi mótsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið rætt við Í samtali við Morgunblaðið sagðiÞórður að hann myndi fá úr því skorið í dag eða á morgun hver næstu skref yrðu, ef hann gæti ekki farið að æfa með liðinu í dag væri ekkert annað að gera en að fara í að- gerð. „Að mati þeirra lækna sem hafa skoðað mig á undanförnum dögum er líklegt að sin fyrir neðan hnéskelina sé trosnuð en ég vona það landsliðsmarkvörðinn Árna Gaut Arason sem er samningsbundinn enska úrvalsdeildarliðinu Manchest- er City en samningur hans rennur út í lok leiktíðar. Árni Gautur lék á sín- um tíma með liði ÍA, en þá var Þórð- ur Þórðarson aðalmarkvörður liðs- ins en þetta var á árunum 1994–1996. Árni lék síðan með liði Stjörnunnar í úrvalsdeild árið 1997 en fór þaðan til Rosenborg í Þránd- heimi þar sem hann lék allt fram á haust árið 2003. Varamarkvörður ÍA er Eyþór Frí- mannsson en hann verður 24 ára í sumar en hefur ekki leikið í efstu deild en hann var áður í röðum Boltafélagsins Bruna á Akranesi. ReutersÁrni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið í herbúðum Manchester City að undanförnu. Árni Gautur með Skagamönnum? ÞÓRÐUR Þórðarson, markvörður bikarmeistaraliðs ÍA í knatt- spyrnu, er meiddur á hné og bendir allt til þess að hann verði að fara í aðgerð á næstu dögum og missi þar með af upphafi Íslands- mótsins í knattspyrnu sem hefst hinn 15. maí en Skagamenn leika gegn Fylki á heimavelli 16. maí. Þórður meiddist í æfingaferð liðs- ins í Þýskalandi á dögunum og hefur ekkert æft með liðinu undan- farnar tvær vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.