Morgunblaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2004 B 7 Helsingborg 5 0 3 2 6:8 3 Sundsvall 6 0 3 3 3:7 3 Örebro 5 1 0 4 6:14 3 Elfsborg 6 0 2 4 3:12 2 Undankeppni EM kvenna Pólland – Rússland............................... 1:1 Staðan: Frakkland 4 4 0 0 19:1 12 Ísland 5 3 1 1 18:6 10 Rússland 4 2 2 0 11:3 8 Ungverjaland 6 1 1 4 6:19 4 Pólland 7 0 2 5 6:31 2 UEFA-bikar kvenna Fyrri úrslitaleikur: Umeå – Frankfurt ............................... 3:0 Marta 16., 58., Frida Östberg 54.  Síðari leikurinn verður í Frankfurt 5. júní. FH-INGAR urðu á laugardaginn deildabikarmeistarar karla í knatt- spyrnu í annað skiptið á þremur ár- um. Þeir lögðu Íslandsmeistara KR að velli, 2:1, í úrslitaleik á aðalleik- vanginum í Kaplakrika og gáfu þar með tóninn fyrir opnunarleik Ís- landsmótsins milli sömu félaga sem fram fer á KR-vellinum næsta laug- ardag. FH-ingar komust yfir á 25. mín- útu þegar Ármann Smári Björnsson skoraði eftir stungusendingu Heim- is Guðjónssonar í gegnum miðja vörn KR. Hinn 17 ára gamli Kjartan Henry Finnbogason jafnaði með glæsilegu marki á 36. mínútu. Hann fékk boltann í vítateigsboga FH- inga og skoraði með þrumuskoti efst í markhornið vinstra megin, 1:1. Sigurmarkið kom stundarfjórð- ungi fyrir leikslok. Jón Þorgrímur Stefánsson tók hornspyrnu frá vinstri, Kristján Finnbogason ætl- aði að slá boltann frá marki sínu en hitti hann illa, aðþrengdur á mark- línunni, og sló hann í eigið mark, 2:1. Morgunblaðið/Golli Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, hampar verðlaunum Hafnar- fjarðarliðsins í Kaplakrika eftir sigurinn á KR á laugardag. FH-ingar unnu deildabikarinn BREIÐABLIK sigraði Fjölni eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik neðri deildarinnar í deildabikarkeppni karla í knattspyrnu á laugardag- inn. Leikurinn fór fram á æf- ingasvæði Breiðabliks í Smáranum. Staðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma og einnig eftir framleng- ingu en Blikar unnu framlengda vítaspyrnukeppni, 5:4. Hreiðar Bjarnason og Rannver Sigurjónsson komu Blikum í 2:0 í fyrri hálfleik en Fjölnir jafnaði í þeim síðari með mörkum Davíðs Rúnarssonar og Kjartans Ólafs- sonar. Jafnframt var Blikunum Ol- geiri Sigurgeirssyni og Árna Kristni Gunnarssyni vísað af leik- velli í síðari hálfleiknum og Kópa- vogsliðið var því aðeins með 9 menn í framlengingunni. Fjölnir náði þó ekki að nýta sér liðsmuninn. Níu Blikar kræktu í bikarinn M ansell hampaði heimsmeistara- tign ökuþóra árið sem hann vann fyrstu fimm mótin og fátt – ef nokkuð – getur kom- ið í veg fyrir að Schu- macher vinni öku- þóratitilinn fimmta árið í röð sem er met sem seint – ef nokkurn tíma – verður jafnað. Hefur fullt hús stiga eða 50 og næstur er Ferrarifélagi hans, Rub- ens Barrichello, með 32 stig. Schumacher hefur borið ægis- hjálm yfir keppinauta sína í ár og sama var uppi á teningnum í Barce- lona í gær eftir að hann komst fram úr Jarno Trulli hjá Renault í fyrstu þjónustustoppunum. Renaultþórinn náði feiknagóðu starti og komst úr fjórða sæti í það fyrsta á fyrstu metr- unum. Stóð um stund í frægðarljóma en varð að gera hlé á akstrinum á 9. hring til að bæta á bensíni og skipta um dekk. Schumacher gaf í og byggði upp gott forskot á næstu tveimur hringjum sem dugði honum til að koma út úr sínu stoppi fyrir framan Trulli. Eftir það var sigur Schumach- ers aldrei í hættu, reið fáki sínum til öruggs sigurs enn eina ferðina. Hon- um var ekki ógnað síðustu 56 hring- ina og konungdæmi hans stendur óhaggað. Með vel útfærðri keppn- isáætlun vann félagi hans Barrichello sig hins vegar smám saman úr fimmta sæti í annað. Trulli mátti sætta sig við að gefa annað sætið eftir og á lokahringjunum var nokkur spenna yfir því hvort hann yrði að eftirláta liðsfélaga sínum, Fernando Alonso, þriðja sætið. Heimamaður- inn sótti stíft á Ítalann og dró hann uppi í síðustu aksturslotunni en gerði þó ekki tilraun til að komast fram úr. Kröftugur akstur hjá Alonso sem hóf keppni í áttunda sæti og vann sig fram úr þremur þeirra sem framar voru á rásmarkinu. Renaultþórarnir sýndu mikinn styrk og hafa þeir næstum dregið Jenson Button upp í stigakeppni ökuþóra, eru báðir með 21 stig gegn 24 stigum Buttons sem mistókst tímatakan og hóf keppni 14., en hann bætti við sig aðeins einu stigi í gær með því að koma áttundi á mark. Og vegna góðs aksturs Trulli og Alonso er Renault á nokkuð auð- um sjó í öðru sæti í keppni bílsmiða með 42 stig gegn 32 stigum BAR og 30 stigum Williams. Ferrari að stinga af með tvöföldum sigri í Barcelona í gær – rétt eins og í Melbourne og Barein – hefur Ferrariliðið stungið af í stigakeppninni um heimsmeistara- titil bílsmiða; hefur hlotið 82 stig, eða fleiri en Renault (42) og BAR (32) til samans. McLarenliðið er í aðeins fimmta sæti með 5 stig og sjötta er Sauber með 3 stig, þar af vann Gian- carlo Fisichella 2 í gær, hans fyrstu á árinu. Fleiri lið hafa ekki unnið stig enn, þ.e. Toyota, Jagúar, Minardi og Jordan eiga enn eftir að komast á blað. Schumacher drottn- aði sem konungur ÞAÐ var viðeigandi að Jóhann Karl, konungur Spánar, afhenti sig- urlaunin í Spánarkappakstrinum í Barcelona í gær. Þar mættust kóngar tveir því viðtakandi var Michael Schumacher, drottnari Formúlu 1. Sigraði hann fjórða árið í röð í Barcelona og fimmta mót- ið í röð á vertíðinni og með því jafnaði hann met Bretans Nigels Mansell sem vann fimm fyrstu mót ársins 1992. Þetta var 75. sigur Schumachers á ferlinum en Spánarkappaksturinn var hans 200. frá því hann hóf keppni árið 1991. Ágúst Ásgeirsson skrifar Reuters Fastur liður eins og venjulega. Michael Schumacher fagnar sigri sínum í Barcelona-kappakstrinum í gær. NBA-deildin Austurdeild, undanúrslit: Detroit – New Jersey............................95:80  Detroit er yfir 2:0. Indiana – Miami ....................................91:80  Indiana er yfir 2:0. Vesturdeild, undanúrslit: Minnesota – Sacramento ......................94:89  Staðan er jöfn 1:1. LA Lakers – San Antonio...................105:81  San Antonio er yfir, 2:1. ÍBV hreppti sinn fyrsta titil í kvennaknattspyrnunni með því að sigra Val, 3:1, í úrslitaleik deilda- bikarsins í Egilshöll. Miðað við leik liðanna í gærkvöld og að und- anförnu bendir allt til þess að þau bítist um toppsætin tvö á Íslands- mótinu í sumar. Það var Nína Ósk Kristinsdóttir sem skoraði fyrsta markið og kom Val yfir á 36. mínútu, gegn gangi leiksins, eftir stungusendingu Lauf- eyjar Ólafsdóttur. ÍBV var ekki lengi að snúa blaðinu við því tvö mörk litu dagsins ljós fyrir hlé. Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði með þrumuskoti beint úr auka- spyrnu, í þverslána og inn, og síðan skoraði Mhairi Gilmour eftir glæsi- lega skyndisókn Eyjakvenna, 2:1. Valur sótti meira eftir því sem leið á leikinn en ÍBV varðist vel og þegar tvær mínútur voru til leiks- loka skoraði Karen Burke eftir góða stungusendingu frá Olgu Fær- seth og innsiglaði sigur Eyjaliðsins, 3:1. Morgunblaðið/Golli Íris Sæmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, hampar hér deildabikarnum eftir 3:1 sigur Eyjastúlkna á Val í úrslitaleik í Egilshöll.Fyrsti titill Eyjakvenna HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, fjórði leikur: Hlíðarendi: Valur - ÍBV ........................19.30  Staðan er 2:1 fyrir ÍBV og með sigri verða Eyjastúlkur Íslandsmeistarar. Í KVÖLD ÚRSLIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.