Morgunblaðið - 10.05.2004, Side 8

Morgunblaðið - 10.05.2004, Side 8
Rúnar setti mark hjá Gent RÚNAR Kristinsson skoraði mark Lokeren sem gerði jafntefli, 1:1, við Gent á úti- velli í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardags- kvöldið. Rúnar kom Loker- en yfir um miðjan fyrri hálf- leik en Gent jafnaði um miðjan þann síðari. Rúnar, Arnar Þór Viðars- son og Arnar Grétarsson léku allan leikinn með Lokeren, en Marel Baldvins- son fór af velli á 73. mínútu. Með þessum úrslitum á Lokeren ekki lengur mögu- leika á áttunda sætinu í deildinni og kemst því vænt- anlega ekki í Intertoto- keppnina, þar sem Fylkir hefði getað orðið mótherj- inn. Nú er líklegast að Árbæjarliðið mæti Germinal Beerschot eða La Louviere, sem Karl þórðarson og Þor- steinn Bjarnason léku með á árum áður. Indriði Sigurðs- son lék allan leikinn með Genk sem sigraði Westerlo, 1:0, og á möguleika á að ná fjórða sæti deildarinnar. Viðureignir ÍBV og Vals um Ís-landsmeistaratitil kvenna hafa allar verið gríðarlega spennandi og vel leiknir leikir og frábær auglýsing fyrir íslenskan kvennahandbolta. Leikurinn á laug- ardaginn var engin undantekning þar sem varnarleikur og markvarsla liðanna var í aðalhlutverki. Eyja- stúlkur byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og gestirnir náðu aðeins að gera eitt mark á fyrstu tíu mínútunum. Eyjastúlkur náðu mest fimm marka forystu í fyrri hluta hálfleiks- ins og virtust hafa fullkomna stjórn á leiknum. Einkum skipti máli að þær náðu að stöðva hraðar sóknir Vals- stúlkna sem þær höfðu keyrt svo mikið á í fyrstu tveimur viðureign- unum. Þegar fimm mínútur voru eft- ir af fyrri hálfleik hafði ÍBV yfir, 11:6, þá hrökk Valsliðið í gang og skoraði síðustu þrjú mörkin fyrir leikhlé og munur Eyjastúlkna kominn niður í tvö mörk. Valsliðið mætti af sama krafti í upphafi síðari hálfleiks og jafn- aði,11:11. Eftir það var leikurinn hnífjafn nánast á öllum tölum. ÍBV hafði þó yfirleitt frumkvæðið og Valsliðið komst í fyrsta skipti yfir í leiknum í stöðunni 18:19 og tíu mín- útur eftir. Næstu þrjú mörk voru Eyjastúlkna og staðan orðin 21:19. Þá tóku Valsstúlkur við sér og kom- ust yfir, 21:22, en líkt og í fyrsta leiknum var það Elísa Sigurðardótt- ir, fyrirliði ÍBV, sem tryggði Eyja- stúlkum framlengingu með loka- markinu í venjulegum leiktíma. Í framlengingu tókst Valsstúlkum ekki að skora en Guðbjörg Guðmanns- dóttir gerði tvö mörk fyrir ÍBV. Alla Gokorian og Julia Gantim- urova voru bestu leikmenn ÍBV. Alla sýndi hvers hún er megnug, bæði í sóknarleik liðsins og ekki síður í vörn ÍBV – þar sem hún er lykilmaður. Julia var drjúg á lokasprettinum þar sem hún varði meðal annars tvö víta- köst en alls 21 skot. Guðbjörg Guð- mannsdóttir var mistæk framan af en þegar á reyndi sýndi hún hvers hún er megnug og í framlengingunni voru það mörkin hennar sem tryggðu ÍBV forystu í einvíginu. Endurkoma Drífu Skúladóttur í Valsliðið er því gríðarlega mikilvæg og í jöfnu liði Vals telst hún með bestu útileik- mönnum liðsins á laugardag. Hún gerði sex mörk og flest utan af velli og leysti hún sína stöðu vel. Aftur á móti hefur markvörður Vals, Berg- lind Hansdóttir, stolið senunni í við- urreignum liðanna og hefur verið besti leikmaður þeirra. Á laugardag- inn urðu skotin 23 sem hún varði, og oft á tíðum glæsilega í dauðafæri. Þrjú vítaköst varði hún, líkt og koll- egi hennar í hinu markinu. Einbeitingarleysi í lokin „Þetta var svekkjandi. Við náðum ekki að keyra okkar leik líkt og vana- lega. Við komumst oft í vandræði í sóknarleik okkar og í fyrri hálfleik vorum við með tíu til tólf feilsend- ingar,“ sagði Drífa Skúladóttir, markahæsti leikmaður Vals. „Það var einbeitingarleysi í leik okkar undir lokin og að skora ekki mark í framlengingunni er óafsakanlegt.“ Drífa hefur undanfarna mánuði átt í erfiðum meiðslum, en sýndi gamla takta í leiknum í Eyjum. „Ég er ekki nógu sátt við minn leik. Það er nátt- úrlega frábært að vera aftur komin á ferðina. En ég var einum of áköf og skaut kannski of mikið,“ sagði Drífa og bætti við að hún væri sannfærð um að Valur myndi jafna metin á mánudag. „Svo klárum við þetta úti í Eyjum í oddaleiknum.“ Leikur góðra varna Elísa Sigurðardóttir, fyrirliði ÍBV, hefur reynst liðinu happadrjúg í við- urreignunum við Val en í báðum leikjunum í Eyjum hefur það verið hún sem tryggt hefur liðinu fram- lengingu. „Þetta er búið að vera al- veg ótrúlegt. Ég vil nú meina að við eigum að geta haldið þessu forskoti sem við náum. Við náum fjórum mörkum í fyrri hálfleik – með því að stoppa hraðar sóknir þeirra – og töl- urnar segja að þetta hafi verið leikur góðra varna.“ Aðalsteinn ánægður með varnarleikinn „Ég veit ekki hverjir hafa verið að tala um að við getum ekki spilað vörn hérna í Eyjum,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, sigurreifur í leikslok. „Varnarleikur er níutíu pró- sent hugarfar og þær klára þetta í dag. Þá varði Julia Gantimirova mjög vel í markinu hjá okkur. Það er ekki hægt að segja að við séum að skjóta Berglindi í stuð í leikjunum – hún hefur einfaldlega verið að leika líkt og besti markvörður Danmerkur. Mér finnst reyndar með ólíkindum að hún sé ekki farin út í atvinnu- mennsku.“ Aðalsteinn sagði að Berglind hefði verið ástæðan fyrir því að ÍBV vann ekki sannfærandi sigur í leiknum. „Mér finnst umræðan í fjölmiðlum um þessar viðureignir út í hött. Þessu er stillt upp eins og í Evrópu- keppni og að við séum utanaðkom- andi liðið. Við njótum ekki sannmælis í fjölmiðlum og ekki í dómgæslu, þar sem dómarar fara greinilega ekki eftir sömu línu í brottrekstrum. Vals- stúlkur mega berja Sylviu og Önnu Yakovu trekk í trekk – það er eins og það megi vegna þess að þær eru út- lendingar,“ sagði Aðalsteinn. Eyjastúlkur sögðu: Lok, lok og læs …! Morgunblaðið/Árni Torfason Anna Yakova sækir að marki Vals – Elfa B. Hreggviðsdóttir og Anna M. Guðmundsdóttir til varnar. Sylvia Strass, hinn knái leikmaður ÍBV, geysist fram hjá Hafrúnu Kristjánsdóttur, sem er henni á vinstri hönd. ÞEGAR mest á reyndi í þriðju viðureign ÍBV og Vals um Ís- landsmeistaratitilinn í hand- knattleik kvenna – í Vestmanna- eyjum á laugardaginn, sögðu leikmenn Eyjaliðsins: Lok, lok og læs og allt í stáli. Eyjastúlkur gerðu það svo sannarlega í framlengingu í æsispennandi leik þar sem lokatölur urðu 22:22. Það var Elísa Sigurðar- dóttir, fyrirliði ÍBV, sem tryggði Eyjastúlkum framlengingu með glæsilegu marki. Í framlenging- unni léku Eyjastúlkur, með þær Öllu Gokorian og Birgit Engl, geysilega sterkan varnarleik, sem Valsstúlkur réðu ekkert við. Eyjastúlkurnar skoruðu tvö mörk í framlengingunni – Guð- björg Guðmannsdóttir skoraði þau bæði, en Valsstúlkur náðu ekki að skora, þannig að það voru Íslandsmeistarar ÍBV sem fögnuðu sætum sigri, 24:22. Eyjastúlkur eru yfir í rimmunni við Val, 2:1, og geta tryggt sér meistaratitilinn að Hlíðarenda í kvöld. Sigursveinn Þórðarson skrifar    $%                       !                 &     '       '   !  "     #   #  GUNNAR Gunnarsson fékk heið- ursviðurkenningu á ársþingi Hand- knattleikssambands Evrópu, EHF, sem fór fram á Kýpur um helgina. Gunnar fékk viðurkenninguna fyrir vel unnin störf í þágu sambandsins á undanförnum árum, en hann hefur verið einn af virkustu eftirlitsmönn- um EHF. Pólverjinn, Janusz Czerw- inski, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, fékk einnig viðurkenningu.  Á ÞINGINU á Kýpur var ákveðið að Evrópukeppni landsliða hjá körl- um 2006 fari fram í Sviss og EM 2008 í Noregi.  ÞÁ var dregið í riðla í Evrópu- keppni 20 ára landsliða karla og 19 ára kvenna, en Ísland tekur þátt í úr- slitum. Strákarnir leika í riðli með Ungverjalandi, Sviss og Rúmeníu í Riga í Lettlandi í ágúst og stúlkurn- ar leika í riðli með Noregi, Þýska- landi og Austurríki í Tékklandi í júlí.  BJÖRN Þorleifsson varð í 9. til 16. sæti í 78 kg flokki á Evrópumeist- aramótinu í taekwondo, sem haldið er í Lillehammer í Noregi. Auður Anna Jónsdóttir varð einnig í 9.til 16. sæti í sínum þyngdarflokki.  TOBY Stevenson, 27 ára, banda- rískur stangastökkvari, varð um helgina níundi stangarstökkvarinn til að stökkva yfir 6 metra. Hann vann þetta afrek á frjálsíþrótta í Modesto í Kaliforníu, er hann stökk sex metra sletta. Fyrir mótið hafði hann stokkið hæst 5,75 m. Stacy Dragila varð sig- urvegari í keppni kvenna – stökk 4,55 m.  DWIGHT Phillips, heimsmeistari í langstökki karla, stökk 8,43 m á mótinu í Modesto, sem er lengsta stökk ársins.  VENUS Williams, tenniskonan snjalla frá Bandaríkjunum, gat ekki leikið úrslitaleik á opna þýska meist- aramótinu í Berlín í gær, vegna meiðsla á ökkla. Hún varð að gefa leikinn við Amelie Mauresmo frá Frakklandi. Venus meiddist í undan- úrslitaleiknum er hún lagði Karolínu Sprem frá Króatíu. Mauresmo vann Jennifer Capriati frá Bandaríkjun- um í undanúrslitum, 6-2 og 6-0 FÓLK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.