Morgunblaðið - 10.05.2004, Page 2

Morgunblaðið - 10.05.2004, Page 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. FIMM erlendir knattspyrnumenn, tveir karlar og þrjár konur, eru á leið til Hauka og spila með meist- araflokkum félagsins í sumar, í 1. deild karla og kvenna. Ryan Mouter og Luke Wildy, 19 ára piltar frá Wimbledon í Eng- landi, koma til Hafnarfjarðarliðsins síðar í vikunni og spila með því í 1. deildinni. Þeir eru báðir úr vara- liðshópi Wimbledon en hafa hvor- ugur fengið tækifæri með aðalliði félagsins. Kvennalið Hauka fær til sín tvær serbneskar konur, Svetlönu Prod- anovic, 31 árs, og Tatjönu Safran, 26 ára, og einnig Jennifer L. Caul- ford, 22 ára, frá Bandaríkjunum. Haukar tefldu fram sameiginlegt lið með Þrótti í úrvalsdeild kvenna í fyrra en verða á eigin vegum í 1. deildinni í sumar. Haukar hafa tekið upp samstarf við Wimbledon, sem féll á dögunum úr ensku 1. deildinni. Páll Guð- mundsson, formaður knattspyrnu- deildar Hauka, og Þorsteinn Hall- dórsson þjálfari voru hjá félaginu í febrúar og sáu þá Mouter og Wildy spila. Lið Wimbledon er væntanlegt til Íslands í júlí til æfinga og keppni og og etja þá leikmenn liðsins tvívegis kappi við Hauka og einu sinni við Stjörnuna. Ennfremur fara um 40 piltar úr 3. og 4. flokki Hauka á mót hjá Wimbledon í byrjun ágúst en félag- ið er nýlega flutt til Milton Keynes, útborgar London. Fimm erlendir leikmenn eru í herbúðum Hauka ÓLAFI Stefánssyni og félögum í Ciudad Real tókst ekki að gull- tryggja sér spænska meistaratit- ilinn í handknattleik á laugardag- inn. Þeir þurfa aðeins eitt stig í viðbót en máttu sætta sig við ósigur í Valladolid, 37:34. Ademar Leon vann Cangas á útivelli, 26:20, og á veika von um að skáka Ciudad, sem getur gert út um keppnina um næstu helgi þegar liðið leikur gegn Valencia á heimavelli. Ciudad er með 51 stig og á auk þess eftir að spila við Barcelona á útivelli. Ademar er með 47 stig og á eftir heimaleik við Portland og úti- leik við Valladolid. Markamunurinn á liðunum er 14 mörk. Á eftir koma síðan Barcelona og Portland með 45 stig hvort og Valladolid með 42 stig. Ólafur skoraði 5 mörk fyrir Ciud- ad, eins og þeir Prieto og Joulin, en Hussain Zaky var markahæstur í liðinu með 8 mörk. Patrekur Jóhannesson skoraði 4 mörk fyrir Bidasona en Heiðmar Felixson ekkert þegar lið þeirra tapaði, 23:20, fyrir Granollers. Bidasoa er í 12. sæti af 16 liðum með 16 stig og er ekki alveg sloppið úr fallhættu. Ólafur Sigurjónsson skoraði 8 mörk fyrir Tres de Mayo sem tap- aði, 32:26, í nágrannaslag gegn Juv- entud Gran Canaria í lokaumferð spænsku deildarinnar. Hlynur Jó- hannesson lék í marki Tres de Mayo en lið þeirra var þegar fallið og Ís- lendingarnir eru báðir á förum frá Kanaríeyjum. Ciudad Real vantar ennþá eitt stig í meistaratitil Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum 18 (þar af fimm þar sem knötturinn fór aftur til mótherja): 12 (2) langskot, 2 (2) eftir hraðaupphlaup, 3 af línu, 1 (1) úr horni. Pálmar Pétursson, Val 18 (þar af þrjú þar sem knötturinn fór aftur til mótherja: 9 (3) lang- skot, 4 eftir hraðaupphlaup, 1 eftir gegnumbrot, 2 af línu, 2 úr horni. FH-INGAR hafa orðið fyrir miklu áfalli því að allt útlit er fyrir að tveir skæðustu sóknarmenn þeirra, Allan Borgvardt og Ármann Smári Björnsson, verði ekki með þeim í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu. Borgvardt, leikmaður Íslands- mótsins í knattspyrnu 2004, missir að öllum líkindum af 4–5 fyrstu leikjum FH í úrvalsdeildinni. Flest bendir til þess að Borgvardt sé kviðslitinn en úr því verður endan- lega skorið í myndatöku á morgun. Ármann Smári Björnsson, sókn- armaðurinn hávaxni sem FH fékk frá Val í vetur, er einnig nær örugglega úr leik í bili. Ármann meiddist í árekstri við Kristján Finnbogason, markvörð KR, í úrslitaleik deildabikarsins á laugardaginn og er líklega með brotin eða brákuð rifbein. Hann yrði þá ekki með Hafnarfjarðarlið- inu fyrr en í fyrsta lagi um næstu mánaðamót. Páll var í heildina mjög sáttur viðleik sinna manna; „Eftir þessa góðu byrjun í leiknum fannst mér við detta aðeins niður. Við létum Valsmenn- ina skora nokkur ódýr mörk en við tókur okkur á eftir leikhlé og spiluðum af miklum krafti.“ Var eitthvað í leik Valsmanna sem kom þér á óvart? „Nei, það gerði það ekki. Þeir komust í úrslitin á varnarleik sínum og mér fannst ósköp eðlilegt að þeir héldu sömu vörn á móti okkur. Við vorum undirbúnir fyrir að þeir myndu spila framliggjandi vörn og okkur tókst að leysa hana nokkuð vel.“ Páll segir að hungrið sé enn til staðar hjá sínum mönnum þrátt fyrir að þeir hafi notið mikillar velgengni á undangengnum árum. „Við settum okkur það markmið að fagna sigri í baráttunni um Íslandsmeistaratitl- inn og ég finn það að strákarnir eru virkilega tilbúnir. Þeir sýndu að þá langar í einn til viðbótar. Við erum að verja titilinn og það er oftast erfiðara en að sækja hann en ég hef fulla trú á mínu liði. Hungrið er til staðar ásamt getunni til að fara alla leið og það ætlum við að gera,“ sagði Páll. Gáfust upp Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, hélt þrumuræðu yfir lærisveinum sínum í búningsklefa Vals eftir leikinn á Ásvöllum en hann var ósáttur við framlag sinna manna. „Það er eitt að tapa en að gefast upp löngu áður en leikurinn var bú- inn er ég óánægður með. Sóknin var léleg hjá okkur, menn voru lengi til baka í vörnina og varnarleikurinn var slakur. Hvernig eigum við að geta lagt Haukana að velli með svona frammistöðu?“ sagði Óskar Bjarni. „Ég veit ekki af hverju menn voru ekki tilbúnir þegar út á völlinn var komið en það er alveg ljóst að við eig- um mikið inni. Ég vil ekki trúa því að leikmenn mínir séu orðnir saddir. Svona rimmur taka mikið á andlegu hliðina og það verður bara að segja eins og er Haukarnir eru með reynd- asta liðið og þeir eru með þrusugott lið. Við verðum bara að snúa bökum saman og taka okkur saman í andlit- inu fyrir næsta leik. Vörnin verður að taka stakkaskiptum og sóknar- leikurinn sömuleiðis. Ef það gengur eftir þá hef ég fulla trú á að við get- um snúið við blaðinu á þriðjudaginn. Það verður að vísu mjög erfitt en við tökum þá á Hlíðarenda.“ Vignir Svavarsson átti mjög góðan leik í liði Hauka en þessi stóri og stæðilegi línumaður lét mikið til sín taka í sókninni og var fastur fyrir í vörninni. Eigum helling inni „Mér fannst þetta ekki alveg nógu sannfærandi hjá okkur og ég tel okk- ur eiga helling inni. Það komu góðir kaflar hjá okkur en við náðum ein- hvern veginn aldrei að stíga skrefið til fulls. Sigurinn var aldrei í hættu enda héldum við þeim lengstum í hæfilegri fjarlægð frá okkur. Ég veit hins vegar að við getum spilað betur og vonandi gerum við það bara í næsta leik,“ sagði Vignir. Vignir býst miklu harðari leik á morgun þegar annar leikurinn lið- anna fer fram að Hlíðarenda. „Vals- mennirnir koma eflaust mjög grimmir í þann leik enda nánast að duga eða drepast fyrir þá. Það er erf- itt að sigra Hauka á Ásvöllum svo þeir hljóta að telja sig eiga meiri möguleika á sínum heimavelli. Við ætlum hins vegar ekkert að slaka á klónni og það er alltaf hungur í mönnum að vinna þá titla sem í boði eru. Tímabilið er orðið mjög langt. Við erum búnir að puða í tíu mánuði og förum ekki að gefa eftir í barátt- unni á örlagastundu. Dollan er hérna á Ásvöllum og hún fer ekki fet í burtu.“ Morgunblaðið/Golli Heimir Örn Árnason, Valsmaður, brýst framhjá Haukamanninum Matthíasi Árna Ingimarssyni. „Markmið okkar er að fagna sigri“ „VIÐ byrjuðum leikinn mjög vel. Menn voru einbeittir og ákveðnir í að gera það sem var fyrir þá lagt og mér fannst í rauninni aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Valsmönnum í gær. Guðmundur Hilmarsson skrifar  SILJA Úlfarsdóttir náði sér ekki á strik í 400 metra grindahlaupi á móti í Bandaríkjunum í gær, hljóp á 59 sekúndum. Hún hljóp líka 100 metra grind og náði ágætum tíma,13,80 sekúndum en átti best áður 14,64.  SUNNA Gestsdóttir, hlaupakona úr UMSS, byrjaði keppnistímabilið utanhúss með látum á laugardaginn því hún bætti eigið Íslandsmet í 300 m hlaupi kvenna á móti hjá Breiða- bliki á Kópavogsvelli. Sunna hljóp á 38,72 og bætti fyrra met um 28/100 úr sekúndu, en það setti hún á Laug- arvatni 11. maí fyrir átta árum.  Á sama móti hjó Sveinn Elías Elíasson, Fjölni, nærri sveinametinu í 300 m hlaupi. Hann hljóp á 36,44 en það er aðeins 8/100 úr sekúndur lak- ara en metið.  FRÓÐI Benjaminsen, annar fær- eysku landsliðsmannanna hjá Fram, skoraði tvö mörk í gær þegar Safa- mýrarliðið vann Grindavík, 4:2, í síð- asta æfingaleik beggja liða fyrir Ís- landsmótið í knattspyrnu. Leikið var á eldri keppnisvellinum í Grindavík. Eggert Stefánsson og Viðar Guð- jónsson skoruðu líka fyrir Fram en mörk heimamanna gerðu Heiðar Ingi Aðalgeirsson og Óli Stefán Fló- ventsson.  RÍKHARÐUR Daðason lék ekki með Fram vegna meiðsla í kálfa og ekki er öruggt að hann verði tilbúinn í slaginn þegar Fram mætir Víkingi í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn kemur. Þá eru Fram- ararnir Baldur Bjarnason, Daði Guðmundsson og Gunnar Þór Gunnarsson allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og ljóst að enginn þeirra verður leikfær í upphafi Ís- landsmótsins.  EYJAMENN sigruðu 1. deildar lið Þróttar úr Reykjavík, 3:1, í æfinga- leik í Vestmannaeyjum í gær. Þeir Ian Jeffs, Magnús Már Lúðvíksson og Bjarni Rúnar Einarsson skoruðu mörkin fyrir ÍBV.  FYLKISMENN fóru austur á Hvolsvöll og sigruðu þar 3. deildar lið Árborgar, 6:1. Sævar Þór Gísla- son og Sigurjón Kevinsson skoruðu 2 mörk hvor fyrir Fylki.  VÍKINGUR vann ÍR, 4:1, í síðasta leik sínum fyrir tímabilið sem fram fór á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær. Grétar Sigurðarson, Þorvald- ur Már Guðmundsson, Daníel Hjaltason og Vilhjálmur R. Vil- hjálmsson skoraði fyrir nýliðana.  GYLFI Þór Orrason milliríkja- dómari fór meiddur af velli í úrslita- leik neðri deildar í deildabikarnum á laugardaginn þegar Breiðablik mætti Fjölni. Gylfi Þór tognaði í fyrri hálfleik. FÓLK Þannig vörðu þeir Borgvardt og Ármann úr leik hjá FH?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.