Morgunblaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2004 B 5
LUIS van Gaal, fyrrverandi þjálfari
Barcelona og hollenska landsliðsins
í knattspyrnu, sagði í samtali við
enska blaðið News of the World í
gær að svo kynni að fara að hann
færi til Chelsea ásamt Jose Mour-
inho, þjálfara Porto. Van Gaal, sem
nú er tæknilegur ráðgjafi hjá Ajax í
heimalandi sínu, var þjálfari Barce-
lona 1997-2000, en þá var Mourinho
aðstoðarþjálfari hans.
„Ég þekki vel til hjá Chelsea og
hef rætt við menn þar. Þetta er frá-
bært félag og við Jose vinnum vel
saman. Hann er mikill vinur minn,“
sagði van Gaal. Claudio Ranieri,
knattspyrnustjóri Chelsea, kveðst
enn ekki vera búinn að gefa upp
vonina um að halda starfinu þrátt
fyrir endalausar fregnir um að
hann eigi enga framtíð hjá félag-
inu. „Ekki vera svo vissir um að ég
sé á förum. Margir halda að ég sé
búinn að vera en svo er alls ekki.
Við höfum átt gott tímabil og það er
alls ekki auðvelt að ná öðru sæti í
úrvalsdeildinni,“ sagði Ranieri.
Umboðsmaður Ranieris sagði við
BBC í gær að forráðamenn Chelsea
yrðu að fara að láta Ítalann vita
hvað þeir hygðust fyrir. „Þeir virð-
ast hafa aðrar áætlanir en að vera
með hann áfram í starfi en þeir eiga
að segja honum frá því. Hann hefur
staðið sig mjög vel og verðskuldar
ekki að vera rekinn, en ef Chelsea
ákveður að fara aðrar leiðir, á fé-
lagið að skilja við hann á sómasam-
legan hátt,“ sagði umboðsmaður-
inn, Vicenzo Morabito.
Fer Van Gaal með
Mourinho til Chelsea?
LOS Angeles Lakers lagaði
stöðu sína í undanúrslitum
Vesturdeildar NBA-deildar-
innar í körfuknattleik í gær
þegar liðið burstaði San Ant-
onio Spurs 105:81. Staðan í
einvíginu er því 2:1 fyrir
Spurs og liðin mætast á ný í
LA annað kvöld. Það lið sem
fyrr vinnur í fjórum leikjum
kemst í úrslit Vesturdeildar-
innar. Lakers lék gríðarlega
góða vörn og má sem dæmi
nefna að Tony Parker gerði
aðeins 8 stig fyrir Spurs og
Tim Duncan 10. Stigahæstur
var Manu Ginobili með 17 stig.
Hjá Lakers gerði Shaquille
O’Neal 28 stig og tók 15 frá-
köst, tveimur fleiri en Duncan,
og Kobe Bryant gerði 22 stig.
Stórsigur
Lakers
þó aðeins eigi eftir að leika tvær umferðir.
Stuttgart tekur einmitt á móti Bæjurum á
laugardaginn og mætir síðan Leverkusen í
síðustu umferðinni. Bæjarar leika við
Freiburg í síðustu umferðinni en Lever-
kusen mætir nýbökuðum meisturum Bre-
men á laugardaginn áður en liðið fær
Stuttgart í heimsókn annan laugardag í
síðustu umferðina.
Meistarar síðasta árs tóku tapinu sem
sannir íþróttamenn þó svo að þeim svíði
örugglega að félagið skuli ekki vinna til
neinna verðlauna í ár, sérstaklega þar sem
lagt var af stað í haust með það að mark-
miði að vinna deildina, bikarinn og meist-
aradeildina. Ottmar Hitzfeld, þjálfari liðs-
ins, mun ljúka samningi sínum þar á bæ og
stjórna liðinu út næstu leiktíð. Gott dæmi
um stórhug Bæjara er að félagið færði
leikmönnum Bremen kampavín eftir leik-
inn.
Bremen hefur leikið 23 leiki í deildinni í
röð án þess að tapa. Liðið leikur skemmti-
lega knattspyrnu og hefur eignast stuðn-
ingsmenn um allt land, en félagið er úr
norðurhluta Þýskalands. Ailton er marka-
hæstur í deildinni með 27 mörk, Frakkinn
Micoud stjórnar leik liðsins á miðjunni og
landi hans Valerien Ismael er kóngurinn í
vörninni. En Bremen verður án Ailton og
Krstajic á næstu leiktíð þar sem báðir hafa
samið við Schalke.
„Bremen hefur leikið best allra liða í
vetur og leikmenn létu ekkert trufla sig á
lokasprettinum. Það er auðvitað kald-
hæðni örlaganna að Kahn, einn okkar
besti leikmaður og fyrirliði, geri þessi mis-
tök,“ sagði Hitzfeld eftir leikinn.
n tryggði
staratitil-
ünchen
ALAN Smith var fyrirliði Leeds
gegn Charlton á laugardaginn en
það var án efa hans síðasti heima-
leikur með félaginu. Leeds er fallið í
1. deild og hefur ekki efni á að halda
sínum bestu mönnum, eins og þeim
Smith, Mark Viduka og Paul Rob-
inson, sem allir fá meira en eina
milljón punda, um 125 milljónir
króna, í árslaun. „Við værum áfram í
úrvalsdeildinni ef leikmenn liðsins
hefðu lagt jafnhart að sér og stuðn-
ingsmenn þess í vetur,“ sagði Smith,
sem skoraði úr vítaspyrnu í leiknum
en hann endaði 3:3.
FJÖLDI stuðningsmanna Leeds
þyrptist inn á völlinn að leik loknum
til að kveðja Smith, sem er vinsæl-
asti leikmaður félagsins. „Ég hef
aldrei séð annað eins, en Alan er
hetjan hérna, strákur úr borginni, og
það mátti búast við þessu. Hann hef-
ur verið hjá félaginu síðan hann var
lítill patti, og allir vita hve trúr hann
er Leeds. Hann er frábær leikmaður
og félagi, og samherjar hans og
stuðningsmenn munu sakna hans
mjög,“ sagði Eddie Gray, knatt-
spyrnustjóri Leeds.
THAKSIN Shinawatra, forsætis-
ráðherra Taílands, keypti um
helgina 30% hlut í Liverpool sam-
kvæmt fréttum fjölmiðla í Taílandi.
Skrifað verður undir pappírana í
dag. Ráðherrann er mikill áhuga-
maður um knattspyrnu og ætlaði
fyrr í vetur að kaupa Fulham, en var
sagt að félagið væri ekki til sölu. Nú
virðist draumur hans hins vegar
vera að rætast að hluta til.
MIKILL áhugi er á ensku knatt-
spyrnunni í Taílandi, aðallega vegna
ólöglegra veðmála í sambandi við
hann. Thaksin, er milljarðamæring-
ur og græddi á tá og fingri á fjar-
skiptasviðinu. Hann sneri sér síðan
að stjórnmálum og er forsætisráð-
herra landsins.
ALEX Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, tók Paul
Scholes af velli eftir aðeins 35 mín-
útna leik gegn Chelsea á laugardag-
inn. Scholes var þá búinn að fá gult
spjald og slapp vel við að fá ekki ann-
að slíkt og þar með það rauða. Þá
hefði hann verið í banni í bikarúr-
slitaleiknum gegn Millwall.
ADRIANO gerði eina mark leiks
Inter og Parma í ítölsku deildinni og
fór Inter í fjórða sætið með því og
dugar sigur gegn Empoli í síðustu
umferðinni til að tryggja það sæti.
Parma mætir þá Udinese. Adriano
var keyptur frá Parma til Inter í jan-
úar og hefur sjálfsagt ekki leiðst að
skora sigurmarkið.
REGGINA bjargaði sér frá falli
með því að leggja meistara AC Milan
2:1 og Roma, næst efsta liðið, tapaði
einnig fyrir fallkandidatliði, Per-
ugia, sem enn á von um að bjarga sér
þó að veik sé.
FÓLK
Sigur Liverpool í Birmingham varmjög öruggur og þeir Michael
Owen, Emile Heskey og Steven
Gerrard skoruðu mörkin. „Nú er
þetta í okkar höndum. Það var mik-
ilvægt að ná þessum þremur stigum
og þetta var frábær sigur liðsheild-
arinnar. Við vissum að þetta yrði erf-
itt, Steve Bruce hefur náð frábærum
árangri með Birmingham, en við réð-
um ferðinni og leikmenn þeirra
þreyttust smám saman. Við fengum
ekki á okkur mark þriðja leikinn í röð
og það gleður stjórann okkar,“ sagði
fyrirliðinn Gerrard.
Newcastle fór illa að ráði sínu á
heimavelli gegn botnliði Wolves í
gær og gerði aðeins jafntefli, 1:1. Lee
Bowyer kom Newcastle yfir en Ioan
Ganea jafnaði metin fyrir Úlfana.
Alan Shearer gat tryggt Newcastle
sigurinn rétt fyrir leikslok en Paul
Jones, markvörður Wolves, varði þá
frá honum vítaspyrnu. Jóhannes
Karl Guðjónsson kom inn á sem
varamaður hjá Wolves undir lokin.
Möguleikar Aston Villa á fjórða
sætinu eru úr sögunni eftir jafntefli,
1:1, í Southampton. Juan Pablo Ang-
el kom Villa yfir úr vítaspyrnu en
Kevin Phillips jafnaði að vörmu spori
fyrir Southampton.
Arsenal stefnir enn á það ótrúlega
afrek að fara taplaust í gegnum úr-
valsdeildina. Meistararnir sóttu Ful-
ham heim og sigruðu, 1:0, með marki
sem Jose Antonio Reyes skoraði
strax á 9. mínútu – hirti boltann af
Edwin van der Saar, markverði Ful-
ham, og sendi hann í tómt markið.
Lokaleikur Arsenal er gegn Leicest-
er á heimavelli svo möguleikarnir á
einstæðu afreki eru afar góðir.
Vonir Charlton um Evrópusæti
urðu endanlega að engu þegar liðið
gerði jafntefli, 3:3, í Leeds. Jason Eu-
ell skoraði tvö mörk, jafnaði eftir að
Leeds komst í 3:1 seint í leiknum.
Hermann Hreiðarsson lék allan leik-
inn í vörn Charlton og lagði upp síð-
asta markið fyrir Euell. Charlton
gæti reyndar enn náð sæti í UEFA-
bikarnum í gegnum háttvísimat
UEFA.
Youri Djorkaeff skoraði bæði
mörk Bolton sem vann Everton, 2:1,
á útivelli og getur enn náð Evrópu-
sæti. Bolton vann þarna sinn fimmta
leik í röð sem er met hjá félaginu í
efstu deild.
Reuters
Alan Smith, leikmaður Leeds, og Hermann Hreiðarsson, leik-
maður Charlton, kljást hér um knöttinn á Elland Road.
Fjórða sætið blas-
ir við Liverpool
LIVERPOOL á alla möguleika á að hreppa hið eftirsótta fjórða sæti í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu – sem gefur þátttökurétt í for-
keppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool vann góðan útisigur á
Birmingham, 3:0, á laugardaginn en keppinautarnir, Aston Villa og
Newcastle, gerðu jafntefli í sínum leikjum. Newcastle á enn mögu-
leika en þarf fyrst að vinna Southampton á útivelli á miðvikudaginn,
og síðan Liverpool á Anfield þegar liðin mætast þar í lokaumferð úr-
valsdeildarinnar á laugardaginn kemur.
■ Úrslit/B6
■ Staðan/B6
IPSWICH og Crystal Palace kom-
ust í gær í úrslitakeppnina um sæti
í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir
að hvorugt liðið næði að sigra. Ips-
wich leikur þar gegn West Ham og
Crystal Palace mætir Sunderland.
Bjarni Guðjónsson lék allan leik-
inn með Coventry sem vann Crystal
Palace, 2:1. Allt benti til þess að
Wigan, sem var 1:0 yfir gegn West
Ham, færi áfram en ekki Palace. En
Brian Deane jafnaði á lokamínút-
unni fyrir West Ham – leikmenn
Wigan sátu eftir með sárt ennið en
Palacemenn fögnuðu þrátt fyrir
ósigurinn í Coventry.
Heiðar Helguson og félagar í
Watford gerðu vonir Reading um
að komast í úrslitakeppnina að
engu með 1:0 sigri. Heiðar lék í 75
mínútur en Ívar Ingimarsson var
ekki með Reading – tók út síðasta
leikinn í þriggja leikja banni.
Brynjar Björn Gunnarsson var
ekki í leikmannahópi Stoke sem
gerði 0:0 jafntefli við Gillingham.
Stigið dugði Gillingham til að
hanga í 1. deildinni. Walsall vann
Rotherham 3:2 á meðan en féll á
einu marki.
Ipswich og Palace í úrslitakeppnina