Morgunblaðið - 14.05.2004, Page 8

Morgunblaðið - 14.05.2004, Page 8
Það verða ekki bara fuglar á himninum í Austur- stræti á morgun. Þeir verða í góðum fé- lagsskap fljúgandi leikara. „Það verður búið að koma fyrir vír í háloftunum og á þeim vír verðum við með loftfimleika,“ segir Gísli Örn Garð- arsson, en hann leikstýrir uppákomunni sem er liður í Listahátíð í Reykjavík. Saman að því standa Vesturport og Artbox ásamt þraut- reyndu loftfimleikafólki utan úr heimi. „Við verðum ekki að ganga á vírnum heldur hanga í honum. Þetta er ástarþema. Það er ung stúlka uppi í háloftunum, sem ætlar að láta karlmenn í áhorfendaþvögunni keppa um hylli sína.“ Taka áhorfendur þátt í þessu? „Ja, vonandi einhverjir,“ svarar Gísli Örn og bætir hlæj- andi við: „Þeir sem eru tryggð- ir.“ Er ekkert mál að henda upp svona atriði? „Jú, þetta er mikið mál. Ekki síst vegna þess að hér heima er engin fyrirliggjandi þekking á svona atriðum. Það erfiða er að þetta er ekki aðeins leikhús heldur svo tæknilegt líka. Þetta er tímafrekt og krefst oft mikilla pælinga. En það er gaman að vera á slóðum sem við höfum ekki verið á áður nema í Rómeó og Júlíu.“ Það virðist mikið um að ólíkum listformum sé blandað saman á leiksviði, a.m.k. ef marka má sýningar á listahátíð. Er þetta þróunin? „Ég veit það ekki,“ svarar Gísli Örn. „Þegar við sýndum Rómeó og Júlíu í London voru engar aðrar slíkar sýningar. Ætli það sé ekki frekar að það sé svo lítið af þeim. Svona sýningar eru svo flóknar í uppfærslu. Þannig að þegar þær koma ágætlega út, þá er það þakklátt. Við fengum hefðbundinn æfingatíma í Lond- on á Rómeó og Júlíu, sem er nokkrar vikur eins og gengur og gerist í leikhúsum. Við hefðum aldrei náð að setja sýninguna upp ef við hefð- um ekki haft sex mánaða æfingatíma hér heima fyrir frumsýningu. Það er ekki séns að vinna svona sýningu frá grunni á nokkrum vik- um. En okkur tókst vel að flétta saman þennan sígilda texta og loftfimleika. Ég held að fólk dáist alltaf að því þegar leikararnir eru augljóslega að leggja sig fram, kófsveittir uppi í há- loftunum. Það hafa allir þennan fiðring í sér frá barnæsku. En að sama skapi getur maður séð hrikalega góðar hefðbundnar leiksýningar, þar sem leikarar eru á ystu nöf varðandi sína frammistöðu, og sömu áhrif nást. Ef til vill höfðar þó Rómeó og Júlía í sirkusbúningi til breiðari markhóps; það er kjörið tækifæri til að kynna söguna af Rómeó og Júlíu fyrir börn- unum sínum á sama tíma og foreldrar fá tilfinningadýptina beint í æð.“ Þið stefnið að því að setja Rómeó og Júlíu upp á ný hér á landi? „Já, fyrsta sýningin er 19. maí og við ætlum að leika dálítið þétt. Okkur hefur langað til að leika hér heima frá því við hættum fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Það hefur verið smá mál að finna tímasetningar sem henta öllum. En við ætlum að leika þá útgáfu sem við þróuðum í Englandi, sem er aðeins breytt frá því sem var. Við náðum að bæta við söng- og sirkusatriðum; gera hana örlítið hættulegri. Við leikum á íslensku, en verðum með eina sýningu á ensku, 22. maí, og vonum að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir sjái sér fært að mæta á hana, því ég held það sé skemmtilegra fyrir Íslendinga að sjá hana á íslensku.“ Verða þetta margar sýningar? „Við erum að fara til Wiesbaden í Þýskalandi um miðjan júní með Brim eftir Jón Atla og ætlum allavega að sýna Rómeó og Júlíu af mikilli hörku fram að því. Það fer síðan eftir að- sókn hversu margar sýningarnar verða.“ Hvaða lærdóm dróstu helst af því ævintýri að setja Rómeó og Júlíu upp í London? „Það sem ég lærði helst var hvað íslenskt leikhús er bara helvíti vel statt. Það er verið að setja upp allskonar drasl á West End. Það fyllti mann sjálfstrausti fyrir hönd Íslands að vera þarna, finna hvað okkur var vel tekið og að við værum með eitthvað í höndunum sem væri á við það besta í borginni. Eftir þessa ferð finnst manni íslenskt leikhús á við það besta í heimi. Sérstaklega eftir að hafa séð sýningar úti sem hafa einnig verið settar upp hér heima og undantekningalaust hefur manni fundist þær betri hér heima.“ |pebl@mbl.is Fljú gan di leik arar í mið bæn um 8 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 14|5|2004 MORGUNBLAÐIÐ Kambódía. Það er eitthvað við þetta land sem ég næ ekki alveg utan um. Þrisvar sinnum hef ég sest niður og byrjað að skrifa grein en aldr- ei finnst mér takast nógu vel til. Ég veit ekki hvernig er hægt að lýsa landi, sögu og þjóð. Það er alla vega erfitt að skilja þjóð án þess að vita nokkuð um sögu hennar. Og hver er ég svo sem? Tuttugu og þriggja ára gamall Ís- lendingur. Aldrei upplifað nokkuð sem minnir á stríð og skil varla hugtakið herþjónusta. Um það leyti sem ég fæddist var borg- arastyrjöld í Kambódíu. Víetnömum hafði tek- ist að stöðva aðgerðir Rauðu khmeranna sem miðuðu að uppbyggingu fyrirmyndaríkisins Angkar. Khmeri þýðir í raun Kambódíubúi en Rauðu khmerarnir voru kallaðir rauðir því þeir kenndu sig við kommúnisma. FYRIRMYNDARRÍKIÐ ANGKAR Markmið Rauðu khmeranna voru skýr. Fólk skyldi flytjast úr borgum og á samyrkjubú á landsbyggðinni. Kambódía átti að vera sjálf- bært land án allra samskipta við umheiminn. Ung sem öldruð áttu að vinna saman og öll skyldu vera jöfn. Persónulegar eigur voru bannaðar og allir þegnar settir í eins föt. Khmerar sem á einn eða annan hátt gátu ógn- að Angkar voru fangelsaðir, pyntaðir og drepn- ir. Innan þess hóps var allt menntafólk sam- félagsins. Skólum var lokað og byggingarnar sums staðar notaðar sem fangelsi eða pynt- ingar- og útrýmingarbúðir. Heilsugæsla var engin. Í fjögurra ára valdatíð Rauðu khmer- anna létu á milli ein og þrjár milljónir manna lífið, ýmist úr sjúkdómum og hungri eða í áð- urnefndum pyntingar- og útrýmingarbúðum. Þrátt fyrir að Víetnömum, í samstarfi við fyrrum Rauða khmera sem annaðhvort fengu bakþanka eða óttuðust um líf sitt, tækist að hrekja Rauðu khmerana frá völdum árið 1979 var friður ekki í sjónmáli. Rauðu khmerarnir fengu stuðning frá Bandaríkjunum og fleiri löndum sem töldu „kommúnistaógnina“ í Ví- etnam hræðilegri en þá í Kambódíu. Við tók áralöng borgarastyrjöld með tilheyrandi hryðjuverkum. Það var ekki fyrr en árið 1998 að formlegur friður komst á. Eina leiðin var að hafa Rauðu khmerana með í friðarferlinu og leyfa þeim að taka þátt í myndun ríkisstjórnar. SPILLING Í VEGI FYRIR FRAMFÖRUM Ég veit hreinlega ekki hvernig er mögulegt að skilja þjóð sem hefur gengið í gegnum jafn miklar hörmungar og khmerarnir hafa gert. Þetta voru nefnilega ekki bara khmerar, Rauð- ir khmerar, hópar, menntafólk, hermenn o.s.frv. Þetta voru manneskjur eins og ég og þú. Manneskjur sem höfðu átt nokkuð eðli- legt líf áður en hörmungarnar dundu yfir. Gistiheimiliseigandi með góðlátleg augu sagði mér t.d. að hann hefði barist fyrir Rauðu khmerana og síðar snúið sér að pólitík. Sama dag borðaði ég dýrindis kvöldverð matreiddan af þernu sem hafði horft á manninn sinn pynt- aðan og drepinn. Hann var jú kennari. Sjálf endaði hún betlandi á götunni þar til kona nokkur bauð henni hús- hjálparstarf. Ógurlegu atburðirnir í Kambódíu höfðu áhrif á allt fólk sem lifir þar í dag. Þjóðin er að byggja upp mennta- og heil- brigðiskerfi á nýjan leik. Hlutirnir ganga þó oft hægt fyrir sig þar sem spilling innan ríkisstjórnarinnar er gríðarleg. Fæstir skipta sér af stjórnmálum af hugsjón heldur einungis vegna eigin hagsmuna. Hvort sem það er vegna sögunnar eða fleiri áhrifaþátta þá er kambódíska samfélagið það allra undarlegasta sem ég hef komist í tæri við. Heimilisofbeldi, mansal og vændi er dag- legt brauð. Fátækt og neyð almennings auð- veldar kynlífsþrælahöldurum að lokka stúlkur í vændisiðnaðinn með gylliboðum um starfs- frama í borginni. Fátækar fjölskyldur selja jafnvel dætur sínar til slíkra manna og yf- irmaður grunnskóladeildar mennta- málaráðuneytisins í ákveðnu héraði er jafn- framt vændismiðlari. Fyrir tilstuðlan samtaka eins og Cambodian Women’s Crisis Center hefur lögreglan aukið eftirlit með misnotkun á börnum yngri en 15 ára. Að öðru leyti lætur hún flest annað af- skiptalaust nema þá henni sé mútað til þess að aðhafast eitthvað. Sá eða sú sem er hand- tekin/-n getur keypt sig út úr vandanum ef aurarnir eru fyrir hendi. Ferðamenn, og þá helst karlar, virðast jafnframt styðja þennan vafasama bransa og hika ekki við að kaupa konur og jafnvel börn til að uppfylla eigin óra. Þeir tala oft opinskátt um reynslu sína og telja sig vera að styrkja fátæka og aðlagast menn- ingu khmeranna. VÆNDI OG EITURLYF Eiturlyfjatúrismi hefur jafnframt snaraukist og gömlum konum er jafnvel boðið gras til sölu ef þær aðeins eru hvítar. Þannig ein- kennist ferðamennska í Kambódíu af ein- hvers konar kaóisma þar sem venjulegasta fólk borðar „hamingju“pítsur (kryddaðar með maríjúana) og óheyrilegur fjöldi fólks styrkir vændisiðnaðinnn. Þrátt fyrir allt og allt býr einhver ólýsanleg lífsgleði og þrautseigja hjá kambódísku þjóð- inni. Ótal samtök eru starfrækt til að bæta ástandið og hjálpa þeim sem eru í mestri neyð. Þótt það sé eflaust langt í að Kambódía losni við spillingu virðist sem meðvitund sé að aukast. Fólk er smám saman að gera sér grein fyrir að meðan ríkir geta keypt sig inn og út úr öllu sem þeim hentar situr fátæka fólkið eftir á botninum. Þannig heldur spillingin fólki í fjötrum fátæktar og gerir það að verkum að aldrei er tekið á raunverulegum vandamálum. En þótt ég, líkt og svo margir ferðamenn, sé heilluð af brosmildi þjóðarinnar er ekki laust við að ég velti fyrir mér hvort bros þeirra og hlátur séu í raun eina leiðin til að lifa af. HEIMSHORNA Á MILLI: Hal la Gunnarsdótt ir skr i far frá Kambódíu Uppbygging fyrirmyndarríkisins Angkar Morgunblaðið/Jim Smart 15. maí Loftfimleika- flokkur Vestur- ports og Artbox á Listahátíð í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.