Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 2003 TATJANA Tolstaja, afkomandi hins þekkta rússneska rithöfundar Leo Tolstoj, hefur vakið töluverða at- hygli fyrir skáldsögu sína The Slynx, sem kom út á ensku nú í vik- unni. Bókin vakti umtalsverða at- hygli í Rússlandi þegar hún kom þar út árið 2000, en í sögu sinni rek- ur Tolstaja sögu rússneskrar menningar í lík- inga- og fant- asíumáli, sem þykir víða draga dám að þeim breytingum sem rússneskt þjóð- félag hefur geng- ið í gegnum. Þannig hefur Sprengingunni sem bókin fær sitt sérkennilega vetrarlandslag af sem byggt er músum, stökkbreyttum ein- staklingum og hinum goðumlíka og ógnvekjandi Slynx verið ýmist líkt við kjarnorkuslysið í Tsjernobyl eða byltingu bolsévika 1917, á meðan aðrir hafa velt því fyrir sér hvort harðstjórinn sem kemur fyrir í upp- hafi sögunnar sé stökkbreytt útgáfa af einum af síðustu leiðtogum kommúnistastjórnarinnar eða hvort hann eigi rætur sínar að einhverju leyti í Boris Jeltsín. Sjálf neitar Tolstaja að svara slík- um getgátum, en ein fjórtán ár liðu frá því hún hóf skrif bókarinnar og þar til hún var fullunnin. Tolstaja er þekkt í heimalandi sínu fyrir smá- sagna- og ritgerðasöfn sín. Boonville Andersons BANDARÍSKI rithöfundurinn Ro- bert Mailer Anderson hefur fengið góða dóma hjá Washington Post fyrir sögu sína Boonville, en að sögn blaðsins er bókin jákvæð sönnun þess að góð saga mun vekja athygli sama hversu ólíklegum mark- aðsleiðum hún annars fer eftir. Gagnrýnandi Washington Post segir bókina fyndnasta frum- verk rithöfundar sem hann hafi lesið í langan tíma. Boonville segir sögu Johns Gibsons sem erfir fjallakofa í Boonville eftir ömmu sína og dvöl hans á staðnum sem reynist sérkennilegur og eru vand- ræðin sjaldnast langt undan. Tilnefningar bandarískra bókmenntagagnrýnenda BANDARÍSKIR bókmennta- gagnrýnendur sendu á dögunum frá sér tilnefningar fyrir bók síð- asta árs, en meðal þeirra verka sem tilnefnd eru að þessu sinni í hópi skáldverka eru Middlesex eftir Jeffrey Eugen- ides, Atonement eftir Ian McEw- an, Roscoe eftir William Kenn- edy, Nowhere Man eftir Aleks- andar Memon og The Darts of Cupid and Other Stories eftir Edith Templeton. Meðal verka sem tilnefnd voru í flokki rita sem ekki fjalla undir skáldverk má svo nefna Master of the Senate, þriðja bindi ævisögu Lyndon B. Johnson, eftir Robert A. Caro, American Ground: Unbuild- ing the World Trade Center, þar sem athyglinni er beint að rústum tvíburaturnanna, eftir William Langewiesche, Benjamin Franklin eftir Edmund Morgan og War is a Force That Gives Us Meaning eftir Chris Hedges, Verðlaunaafhendingin fer fram 26. febrúar nk. ERLENDAR BÆKUR Nýr Tolstoj? Jeffrey Eugenides Robert Mailer Anderson Tatjana Tolstaja A LLT frá því sjónvarpsþátt- urinn Innlit-útlit hóf göngu sína á SkjáEinum hefur hann notið gríðarlegra vin- sælda. Í þættinum eru þeir heimsóttir sem hafa tekið til hendi heima hjá sér eða eru þekktir fyrir fágaðan smekk, eða bara þekktir í samfélaginu, og tekn- ir tali um hús sín og híbýli. Marga fýsir að vita hvernig er innanstokks hjá Röggu Gísla, Sig- mundi Erni og Eddu Björgvins (og Kolfinnu Jóns Baldvins en hún kom skemmtilega á óvart í þættinum nýlega; algerlega laus við íburð og snobb og ætlar að skilja húsgögnin eftir í Bruss- el þegar og ef hún flytur til Íslands). Allir þrá að sjá gegnheilar eldhúsinnréttingar annarra og glænýjar gaseldavélar, bjartar stofur prýddar sérpöntuðum og samstæðum húsgögnum, mál- verkum og olíubornu parketi, og smekkleg bað- herbergi sem sérfræðingar hafa endurhannað og sniðið að þörfum nútímamannsins. Meðaljón- ar og þotulið er lagt að jöfnu þegar kemur að húsnæði í tísku og innanstokksmunum til sýnis; ung hjón í sinni fyrstu íbúð, með innbúið meira og minna á raðgreiðslum, auðkýfingar, arkitekt- ar og gamlir sérvitringar sem sankað hafa að sér fágætum munum og mublum. Innan um þetta allt valsar Vala Matt með sína sérkenni- legu en vandlega fyrirfram undirbúnu viðtals- tækni; hún setur fram fullyrðingar sem viðmæl- andinn samsinnir. Síðan lýsir hún því sem fyrir augu ber og áhorfandinn sér væntanlega sjálf- ur; „og svo ertu með hérna með stóran skáp undir stiganum …“; líkt og þátturinn sé sendur út á sjónvarpsrás fyrir blinda. Fyrir nokkru var tekin upp sú nýlunda að hafa aðstoðarmenn í þættinum sem komast lítið að fyrir Völu en taka ávallt undir með henni að þetta sé nú allt svo sniðugt og skemmtilegt. Íslendingar eiga greinilega afar falleg heimili og leggja mikið upp úr vandaðri hönnun og glæsileika. Oftast eru þeir sóttir heim sem hall- ast að nútímalegri naumhyggju í vistarverum sínum; stórar og tómlegar stofur, hálfnaktir veggir, berir gluggar og einmanaleg húsgögn á miðju gólfi bera fáguðum og listrænum smekk fagurt vitni. En það er eins og að koma inn í „húsgagnaverslun dauðans“, inn á „dáin heim- ili“ eða í geimmynd með gólfkulda eins og pöru- piltarnir í Tvíhöfða sögðu um Innlit-útlit í út- varpsþætti sínum fyrir u.þ.b. ári. Eru allir búnir að henda húsgögnunum frá námsárunum eða upphafi búskaparbaslins? Hvar er allt draslið? Hvar eru dagblöðin og auglýsingapésarnir sem hrúgast upp, sjampóglösin, óhreinu diskarnir, fatahaugarnir, bækurnar, dúkurinn frá ömmu, Ikea-stólarnir, dótið barnanna? Skiljanlega vill fólk ekki sýna í sjónvarpi frammi fyrir alþjóð að heimilið sé ekki fullkomið. Þess vegna má ekki gleymast að það sem fram fer í Innliti-útliti er ekki raunverulegt heldur ritskoðað og hlutum er hagrætt svo þeir komi sem best út í mynd. Við hin, sem erum bara áhorfendur og höfum ekki enn verið heimsótt af Völu, Komma og Frikka, þurfum því ekki að burðast með minni- máttarkennd í blokkaríbúðunum okkar þar sem öllu ægir saman. Eða getur verið að alls staðar annars staðar en heima hjá mér sé allt fullkom- ið, vandað og smekklegt? Er virkilega skál með sítrónum og afskorin blóm fyrir þúsundir króna í vasa á hverju heimili árið um kring? Sjónvarpsþátturinn Innlit-útlit hefur svo sannarlega fengið á baukinn í grínþáttum ann- arra sjónvarpsstöðva, t.d. í Spaugstofunni. En ef rýnt er í það sem þátturinn boðar og stendur fyrir er ekkert grín á ferð. Innlit-útlit er barn vorra tíma og þess samfélags sem við lifum í, af- sprengi ríkjandi efnishyggju og fjölmiðlafárs, auðsöfnunar á fárra hendur, misskiptingar valds og velmegunar. Velgengni og virðing í samfélaginu er mæld í fasteignum og húsgögn- um, innréttingum og gólfefnum. Yfirborð og umbúðir eru það sem gildir og enginn skeytir því sem undir býr. Heiti þáttarins segir allt; inn- litið sýnir aðeins útlitið, útlitið er orðið að inni- haldi. FJÖLMIÐLAR HÚSGAGNAVERSLUN DAUÐANS Innan um þetta allt valsar Vala Matt með sína sérkenni- legu en vandlega fyrirfram undirbúnu viðtalstækni; hún setur fram fullyrðingar sem viðmælandinn samsinnir. S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R I Nokkuð er liðið síðan kunngert var að þemafimmtugasta Feneyjatvíæringsins, sem fram fer í sumar, verði „Draumar og árekstrar – alræð- isvald áhorfandans“. Sífellt meiri áhersla er lögð á hlutverk áhorfandans í myndlist samtímans, og nýr sýningarstjóri tvíæringsins, Francesco Bon- ami, segir það markmiðið að þessu sinni að láta Feneyjar þjóna sem einskonar landakort fyrir heim myndlistarinnar eins og hann blasir við í dag. „Í samfélagi samtímans stýra áhorfendur, með viðveru sinni og fjarveru, velgengni hverrar sýningar og menningarviðburðar; í „Draumum og árekstrum“ birtast þeir eins og eitt þeirra við- fangsefna sem verða til þess að skilgreina upp- byggingu sýningarinnar, listamanninn, sýning- arstjórann og áhorfandann. Þegar listamaðurinn og sá sem horfir tengjast, verður til sá neisti sem knýr listina áfram í þjóðfélagslegu og menning- arlegu samhengi,“ segir Bonami í opinberri kynn- ingu sinni á tvíæringnum. II Með orðum sínum endurómar Bonami hug-myndir sem hafa verið að koma betur og betur í ljós á síðustu árum, eins og ráða má af viðtal- inu við sýningarstjórann Lars Nittve í Lesbók í dag, en Nittve var forstöðumaður Tate Modern þegar það var opnað aldamótaárið 2000. Í við- talinu fjallar Nittve m.a. um breyttar kröfur til listasafna og það meginhlutverk þeirra að þjóna áhorfandanum. Hann segir lykilinn að þeirri miklu aðsókn sem verið hefur að Tate Modern m.a. vera breytt viðhorf til áhorfandans og af- stöðu hans til myndlistarinnar; „við vildum [...] gera sem mest úr reynslu safngestsins – en þar standa flest söfn sig illa,“ segir Nittve. Hann legg- ur einnig mikla áherslu á að söfn megi ekki falla í þá gryfju að þjóna almenningi einungis sem geymslustofnanir, starfsemi þeirra sem heildar „snýst í rauninni fyrst og fremst um framleiðslu á merkingu“. III Í Lesbók að þessu sinni er einnig sagt frásýningum sem verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag, en allar eiga þær það sameigin- legt að leika mjög á tilfinningalegt þanþol áhorf- andans. Allar fjalla þær um samfélagið á máta sem áhorfandinn getur ekki vikið sér undan, og um leið er hann neyddur til að horfast í augu við sjálfan sig og þann samfélagslega arf sem honum tilheyrir. Þær Barbara Caveng og Lucinda Devlin gera dauðarefsingar og þá siðferðislegu þversögn sem í þeim felst að viðfangsefni sínu, en myndir Devlin af aftökuklefum í Bandaríkjunum vöktu einmitt mikla athygli í alþjóðlega sýningarskál- anum á síðasta tvíæringi í Feneyjum 2001. Myndirnar afhjúpa aftökuklefana á nánast klín- ískan máta og sá sem skoðar þær virðir ekki ein- ungis fyrir sér verk Devlin heldur er honum í rauninni einnig þröngvað í hlutverk þess er virð- ir aftökuna fyrir sér. Í greininni „Hinstu mál- tíðir“ fjallar Michaela Nolte um innsetningu Barböru Caveng, þar áhorfandinn stendur í þröngum klefa og virðir fyrir sér hinstu máltíðir dauðadæmdra. Eins og Nolte bendir á líkir lista- maðurinn eftir stærð fangaklefans og nálægð dauðans er þannig yfirfærð upp á sýningargest- inn. „Raunverulegt rými fangaklefans veitir eins konar skjól þar sem áhorfandinn horfist í augu við sjálfan sig andspænis bæði hroðalegum verkn- aðinum og stofnanavæðingu dauðans,“ segir hún. IV Af þessum straumum þykjast margir getaráðið að myndlist nútímans leiti í sívaxandi mæli inn á svið félagslegs veruleika um leið og fagurfræðileg gildi verða afstæðari. NEÐANMÁLS HERNAÐURINN gegn landinu tekur á sig æ svakalegri myndir eftir því sem dagarnir líða í þessum janúarmánuði árið 2003. Og það er eins og náttúr- an sjálf viti hvað í vændum er því eftir milda tíð í myrkasta skammdeginu hafa orðið veðrabrigði. Veðrið er ekki lengur milt heldur kalt, það er ekki lengur logn heldur hvasst og nú þegar sólin hækkar á lofti er eins og myrkrið verði svart- ara. Kannski er þetta örvænt- ingarfull tilraun móður náttúru til að koma vitinu fyrir þá menn sem hafa valið sér þá framtíð- arsýn að hverfa til fortíðar. Á undanförnum dögum hafa verið teknar ýmsar ákvarðanir sem hafa gert líklegra að Kára- hnjúkavirkjun verði að veruleika ásamt álveri í Reyðarfirði. Upp er að renna úrslitastund því erf- itt verður að snúa til baka ef ákveðið verður að fara í þenn- an hernað gegn landinu. Á úr- slitastundu skipar fólk sér í fylk- ingar, ekki eftir flokkslínum heldur eftir innri sannfæringu, nær ómögulegt er að sjá fyrir sér sættir því svo mikið ber í milli. Á sama tíma og Reyðfirð- ingar skjóta upp flugeldum og flagga fánum álrisans Alcoa safnast fólk saman á Austurvelli og fellir tár, og fólk varð frá að hverfa úr Borgarleikhúsinu því svo mikill var fjöldinn eða lýð- urinn í Reykjavík eins og heyrist að austan um þessar mundir. Hreinn Hreinsson kreml.is Leiðrétt Ummæli Sverris Her- mannssonar um bók Jóns Bald- vins Hannibalssonar sem birtust í þessum dálki fyrir viku voru ranglega kennd við vefinn kreml.is. Rétt er að þau er að finna á vefnum edda.is ásamt fleiri um- sögnum um téða bók. Beðist er velvirðingar á þessu. HERNAÐURINN GEGN LANDINU Morgunblaðið/Golli Magaæfingar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.