Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 2003 9
spaugilegan og alvöruþrunginn hátt ýmsar ang-
urværar minningar um „ástina sem ekki má
nefna“. Umfjöllun þeirra um sögu samkyn-
hneigðra í Bandaríkjunum sýndi unga menn á
þriðja áratugnum gjóa löngunarfullum augum
hver til annars, gægjugöt á almenningssalern-
um og gamalkunnug slanguryrði – kynvillingur,
sódó, attaníossi, öfuguggi – sem ætlað var að
særa viðkomandi. En núna hafa McDermott og
McGough tekið þessa tegund kúgunar og for-
dóma, sem kann jafnvel að koma einkennilega
fyrir sjónir miðað við afstöðu til kynferðismála í
Bandaríkjunum nú á dögum, og endurskapað
söguna gegnum hroðalegar tilraunir nasista til
að útrýma „kynferðislegum úrhrökum“ Evrópu.
Í Safni samkynhneigðra (Schwules Museum) í
Berlín lágu félagarnir yfir skjölum, skrifuðum
með gömlu þýsku letri, sem lýstu á hlutlægan
hátt þjáningarfullum æviágripum samkyn-
hneigðra einstaklinga. Þessi skjöl eru upp-
spretta hrollvekjandi áritana sem finna má í
mörgum verkanna á sýningunni, og þaðan koma
nöfnin og dagsetningarnar – „Ernst Pingel,
fæddur í Gdansk, 19. ágúst 1920; myrtur í Sachs-
enhausen-fangabúðunum 11. ágúst 1942“. Fyrir
bragðið verður mönnum ekki aðeins hryllingur
ódæðanna ljósari, heldur líka píslardauði ein-
staklinganna (Pingel var tekinn af lífi skömmu
fyrir 22 ára afmælið). Verkin orka þannig um
margt með svipuðum hætti á áhorfandann og
Víetnam-minnisvarðinn í Washington.
Þótt McDermott og McGough beini aðallega
sjónum sínum að hómófóbíu nasista fjalla þeir
einnig um skelfilegar minjar sem tengjast gyð-
ingahatri. Málverkið Gyðingur að eilífu, 1937, er
endurgert eftir upprunalegri skopteikningu af
gyðingi sem króknefjuðu, fégráðugu skrímsli
sem hvarvetna mátti sjá í Þriðja ríkinu. Gyðing-
urinn var hinn fullkomni niðurrifsseggur í
bandalagi með kommúnistum; þetta var oft gefið
í skyn með korti af Rússlandi á bak við hann,
skreyttu hamri og sigð, eða myndum sem líktust
subbulegum plakötum á húsveggjum sem út-
krotaðar voru níði. Eins og svo oft áður í verkum
McDemotts og McGough leiða myndin og dag-
setning titilsins áhorfandann aftur í tímann og
auðvelda honum að setja sig inn í þá atburði sem
áttu sér stað.
Við erum stödd í Þýskalandi fjórða áratug-
arins innan um eftirlíkingar á verkum á borð við
hið fræga (og illræmda) allegoríska portrett Hu-
berts Lanzinger (1933) sem sýnir Foringjann í
brynju á hestbaki með nasistafánann á lofti eins
og herskáan krossfara.
Einnig hafa McDermott og McGough skapað
minnismerki um Kristalnóttina (9.–10. nóvem-
ber 1938) þegar Þjóðverjar réðust á verslanir og
bænahús gyðinga með þeim afleiðingum að göt-
urnar voru þaktar glersalla. Í litlum glerkassa,
líkum þeim sem söfnin nota til að sýna fornleifar,
eru kristal- og glerbrot úr ýmsum diskum og
vínglösum – hræðilegar minjar frá einni myrk-
ustu stund liðinnar aldar.
Og þeir fara lengra aftur í annála nasismans
með því að snerta á list og forsögu Hitlers. Árið
1908 reyndi Hitler aftur að sækja um inngöngu í
Myndlistarakademíuna í Vínarborg og var þá
ekki einu sinni virtur viðlits. Félagarnir hafa
ekki aðeins ímyndað sér og búið til myndir sem
Hitler gæti hafa gert á þessum tíma; þeir draga
einnig upp nærmynd af heimilum þýskrar al-
þýðu. Í gegnum gluggatjöldin bregður nasista-
fánanum fyrir – uppspunninn fyrirboði þess
hvernig Þjóðverjar áttu eftir að skreyta heimili
sín aldarfjórðungi síðar.
Hér er sömuleiðis að finna undarlega endur-
gerð á skrautsýningum nasista eins og þeim sem
Leni Riefenstahl lofsamaði í kvikmyndinni Sigur
viljans (Triumph des Willens, 1935) og öðrum
heimildarmyndum sem sýna skelfilega glæsileg-
ar skrúðgöngur Þriðja ríkisins. Nokkur verk-
anna eru mynduð úr táknum borðanna sem voru
notaðir til að merkja fanga sem dæmdir höfðu
verið til dauða fyrir að vera þeir sem þeir voru
(gular sexhyrndar stjörnur fyrir gyðinga, bleikir
þríhyrningar fyrir samkynhneigða, brúnir þrí-
hyrningar fyrir sígauna, bláir þríhyrningar fyrir
útflytjendur o.s.frv.). McDermott og McGough
raða litríkum formunum í fylkingar sem hafa
skreytigildi bútasaums um leið og mynstrin
koma jafn ógnvænlega fyrir sjónir og nafnakall í
útrýmingarbúðum.
Hakakross en ekki beyglaður kross er risa-
stórt málverk af fornu trúartákni sem notað var
víða um heim. Þetta er heillandi tákn á rauðum
grunni, þangað til við veltum því fyrir okkur
hvernig merking þess umturnaðist á fjórða ára-
tugnum. Og vonandi rennur smám saman upp
fyrir okkur hvað þeim félögum hefur tekist að
gera; þeir hafa náð fram viðkvæmu jafnvægi
milli þeirrar sjónrænu ánægju sem myndlistin
getur veitt og hinna óbærilegu staðreynda síð-
ustu aldar sem aldrei má gleyma. Þetta er sam-
band í fagurfræðilegu himnaríki umvafið sögu-
legu helvíti.
Robert Rosenblum er listfræðingur og prófessor við
New York University.
Útskúfunartákn nasismans, 2001.
Evrópa: losti úr lausu lofti, 1933. Blönduð tækni, 1998. 135 x 137 x 13 sm.
hafði ég ekki fyllilega gert upp hug minn varð-
andi dauðarefsingar. Ég las því öll rök með og
á móti, tölfræðilegar upplýsingar og rétt-
arúrskurði. Niðurstaða mín er sú að ekkert
sýni fram á að dauðarefsing hafi fælandi áhrif
og komi þannig í veg fyrir glæpi. Þeir einu sem
Af 38 ríkjum Bandaríkjanna beita af-töku sem refsingu. Engar aðrar vest-rænar þjóðir taka þegna sína af lífi. ÍBandaríkjunum eru fimm aðferðir
leyfilegar við aftökur: rafmagnsstóll, gasklefi,
banvæn sprauta, henging og aftökusveit. Í
nokkrum ríkjum getur hinn dæmdi valið milli
þessara aðferða.
Rannsóknir sýna að rúmlega 70% Banda-
ríkjamanna eru hlynntir dauðarefsingu. Talan
hefur sífellt hækkað síðan á sjöunda áratugn-
um, þegar 42% voru hlynntir henni. Árið 1972
úrskurðaði Hæstiréttur að dauðarefsing væri
brot á áttunda ákvæði stjórnarskrárinnar sem
fjallar um bann við óvenjulegum og grimmileg-
um refsingum. Öll ríkin sem beittu dauðarefs-
ingum breyttu þá lögunum. Árið 1976 snerist
Hæstarétti hugur og úrskurðaði að beiting
dauðarefsingar væri ekki brot á áttunda
ákvæðinu. Fljótlega voru hundruð manna
dæmd til dauða á grundvelli nýrra laga.
Nú bíða rúmlega 3000 manns aftöku, þar af
um 30 manns sem voru unglingar þegar þeir
hlutu dóm. Á tímabilinu 1976 til febrúar 1999
hafa 436 manns verið teknir af lífi. Samkvæmt
mannréttindasamtökunum Amnesty Int-
ernational eru Bandaríkjamenn af afrískum
uppruna 41% þeirra sem hljóta dauðadóma, en
menn af afrískum uppruna eru þó aðeins 12%
íbúa Bandaríkjanna. Þótt fórnarlömb morð-
ingja séu jafnt svört sem hvít hafa flestir
þeirra sem hljóta dauðadóm myrt hvítan mann.
Langflestir morðingjanna eru karlar. Konur fá
2% dauðadómanna og eru 1,5% þeirra sem eru
á biðlista eftir aftöku. Að meðaltali þurfa flestir
fanganna að eyða tíu árum á dauðadeildinni á
meðan þeir bíða eftir að náðunarbeiðnir þeirra
verði teknar fyrir. Nýlegir úrskurðir Hæsta-
réttar hafa stytt feril náðunarbeiðnanna svo að
aftökum hefur fjölgað. Nokkrir fá fullt frelsi að
nýju (eins og sjá má í kvikmyndinni „The Thin
Blue Line“) eða dómi yfir þeim er breytt í lífs-
tíðarfangelsi. Hinir bíða áfram og stundum er
tilkynnt nokkrum sinnum hvaða dag aftaka
þeirra fari fram og henni frestað jafnóðum áð-
ur en að því kemur að þeir þurfi að ganga til af-
tökustaðarins. Mjög mismunandi er milli ríkja
hvernig aðbúnað fangarnir fá eftir að þeir eru
dæmdir til dauða. Sumstaðar er álitið að með
því að bíða eftir aftöku sé fanginn þegar látinn
þola hina verstu refsingu og er honum þá
stundum leyft að umgangast samfanga sína.
Aðrar fangelsisstofnanir einangra hina dauða-
dæmdu og hefta frelsi þeirra sem mest. Margir
þeirra þurfa að dúsa svo árum skiptir í 4 fer-
metra klefum, enda segjast þeir vera „lifandi
dauðir“.
En að lokum gengur sá dæmdi til dauðaklef-
ans, oftast í fylgd prests, læknis og annarra
meðlima aftökuhópsins. Þar er hann ólaður
niður, fest á hann rafskaut eða sprautunálum
komið fyrir í æðum hans. Þá er aftökuheimildin
lesin og hinum dæmda leyft að mæla fram
hinstu orð í vitna viðurvist. Síðan er 2000 volt-
um af rafmagni hleypt á, banvænu eitri af
ýmsu tagi dælt í æðar hans eða blásýrugasi
hleypt á þar til hann er örugglega dauður.
Þegar ég byrjaði að ljósmynda dauðaklefana
sæta dauðarefsingu eru svartir og fátækir. Að-
eins örfáir þeirra sem fremja eitthvert hinna
20.000 morða sem framin eru á ári í Bandaríkj-
unum eru teknir af lífi – sem gerir aftöku sann-
arlega að mjög óvenjulegri og grimmilegri
refsingu.
Banasprautuklefi, Ríkisfangelsi Texas, Huntsville, 1992.
HINIR LIFANDI
DAUÐU
E F T I R L U C I N D U D E V L I N