Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 2003 11 Er hægt að beygja skeiðar með hugarorku? SVAR: Nei, það er ekki hægt. Ef það væri hægt þá væri líka ýmislegt annað í kringum okkur öðru- vísi en það er og hugmyndir okkar um umheim- inn mundu gerbreytast. Yfirleitt þarf verulegan kraft til þess að beygja skeiðar og við gerum það með beinni snertingu eins og allir vita. Hins vegar er ekki með öllu útilokað að hægt sé að nota sterkt seg- ulsvið til að beygja skeið úr mjúku járni, og það væri þá ekki bein snerting. En veik rafseg- ulsvið hafa hverfandi áhrif í þá átt að beygja venjulegar skeiðar, jafnvel teskeiðar! Eðlisfræðileg orka sem tengist hugsun manna er lítil og kemur það til dæmis fram í lítilli næringarþörf vegna „hugarvinnu“. Taugaboð flytjast milli staða í mannslíkamanum með rafhrifum sem eru svipuð veikum rafstraumi. Slík- um straumi fylgir seg- ulsvið í kring ef þar er lofttæmi eða því sem næst eða ákveðin efni eins og loft. Ef leiðandi efni er kringum strauminn eða myndar einhvers konar hylki kringum hann, þá er ekkert rafsegulsvið utan hylkisins. Ímyndum okkur nú mann sem hugsar „baki brotnu“ og við viljum gera mælingar utan höfuðsins eða líkamans til marks um að hann sé að hugsa. Það sem hér hefur verið sagt um rafsegulsvið ut- an tauganna þýðir að slík svið utan höfuðsins eru hverfandi. Við getum hins vegar mælt taugaboðin í heilanum með rafskautum sem eru í beinni snertingu við höf- uðið. Straumurinn sem verður milli slíkra skauta er þó mjög veikur og mundi engan veg- inn duga til að beygja jafnvel minnstu teskeið! Þessu til frekari áréttingar má nefna tölur. Segulsvið við mannshöfuð af völdum raf- strauma í heilanum er í stærðarþrepinu 10-15 Tesla og minnkar hratt með fjarlægð frá höfð- inu. Til samanburðar má nefna að jarðseg- ulsviðið er um 0,5 * 10-4 Tesla. Sviðið frá heil- anum er því um 100 þúsund milljón sinnum veikara en jarðsegulsviðið. Til að færa hlut úr járni úr stað, til dæmis skeið á eldhúsborði, þarf segulsvið í stærðarþrepinu 10-2 Tesla og enn sterkara svið þyrfti til að beygja skeiðina, lík- lega 0,1–0,5 Tesla eftir aðstæðum. Við þyrftum því fyrst að búa til svið sem væri 100 milljón milljón sinnum sterkara en venjuleg segulsvið frá heilanum og síðan að stjórna því einhvern veginn til þess að beygja skeiðina. Leó Kristjánsson, jarðeðlisfræðingur við Raunvís- indastofnun, og Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vís- indasögu og eðlisfræði við HÍ. Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt? SVAR: Það er ekki rétt að vöðvar breytist í fitu í bókstaflegri merkingu. Rétt er að líta á þetta sem tvö aðskilin ferli sem vissulega geta þó gerst samtímis að einhverju leyti, til dæmis þegar þjálfun er hætt. Bæði ferlin má þó senni- lega tengja orkubúskap líkamans. Í fyrsta lagi hafa vöðvar tilhneigingu til að rýrna við notkunarleysi. Þetta þekkja allir sem hafa einhvern tíma verið settir í gifs vegna beinbrots. Þessi vöðvarýrnun getur gerst nokk- uð hratt. Engin viðhlítandi skýring er til á því af hverju þetta gerist en það er eins og lík- aminn vilji losna við þá vöðva sem hann hefur ekki not fyrir. Vöðvar eru þungir og það hefur neikvæð áhrif á orkubúskap líkamans að burðast með þá ef þeir eru ekki notaðir. Þess má geta að fiskar sýna ekki þessa til- hneigingu í sama mæli. Hjá þeim kostar miklu minni orku að burðast með vöðva sem ekki eru not fyrir, en hjá landdýrum. Uppdrifskrafturinn sér til þess að fiskurinn er yfirleitt í flotjafnvægi við vatnið og verður ekki þyngri í vatninu þó að vöðvar bætist við hann. Eini orkukostnaðurinn stafar því af aukinni fyrirferð og meiri núningi frá vatninu þegar fiskurinn hreyfir sig. Í öðru lagi hefur líkami manna tilhneigingu til að safna orku í formi fitu. Margir þættir hafa áhrif á það og einna mikilvægastur er hreyfing- arleysi eða minni hreyfing (eins og þegar þjálfun er hætt). Aðrir þættir eru helstir samsetning og orkuinnihald fæðu, aldur og erfðir. Umframorka myndast í líkamanum þegar inntaka á orku (kol- vetnum, próteinum og fitu) er meiri en orkuþörf sem er aðallega háð hreyfingu og grunn- orkuþörf. Oftast er miklu af þessari umfram- orku eytt með því að mynda varma sem fer út í umhverfið. Hins vegar gerist það í sumum tilfellum að líkaminn fer að safna hluta þessarar umfram- orku. Þetta gerir hann með því að setja eitthvað af orkunni sem við fáum úr mat í fituvefi lík- amans í stað þess að brenna henni. Þessi upp- safnaða fita er því í raun ekkert annað en geymsla á umframorku. Áðurnefndir þættir (hreyfing, næring, aldur og erfðir) hafa síðan áhrif á hvort og í hve miklum mæli þessi orku- söfnun verður. Þegar fólk hættir þjálfun en heldur áfram að borða jafnmikið og áður, eykst þessi umframorka í líkamanum talsvert. Við það verða hægfara breytingar á fitumagni líkamans. En nú má auðvitað spyrja: „Af hverju safnar líkaminn umframorku sem fitu en ekki sem vöðvum?“ Segja má að þetta sé kjarninn í upp- haflegu spurningunni! Líklegasta skýringin er sú að orkan er mun léttari sem fituvefur en vöðvavefur. Ef geyma á til dæmis 100 kkal (418,6 kílójúl) rúmast þær í um það bil 125 g af vöðva en sama magn kemst fyrir í aðeins 12–15 g af fituvef, og eru þá vatn og sölt meðtalin. Af hverju söfnum við orku? Sjálfsagt er það með mennina eins og mörg önnur dýr sem eiga það til að safna og geyma orku þegar nóg er til af henni: Þá eru til varabirgðir ef það skyldi harðna í ári! Þórarinn Sveinsson, dósent í sjúkraþjálfun við HÍ. ER HÆGT AÐ BEYGJA SKEIÐAR MEÐ HUGARORKU? Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vís- indavefnum að undanförnu má nefna: Bera allir Sikhar sama eftirnafn, er hægt að búa til kúlulaga segulstál og hvar á landinu er helst að finna flöguberg? VÍSINDI Reuters Líkami manna hefur tilhneigingu til að safna orku í formi fitu. E INHVERJIR kynnu að spyrja sig hvað rekur Suðurnesja- menn til að setja upp Laxness- fjöður í virðingar- og þakk- arskyni við Nóbelskáld Íslend- inga. Árið 1939 kom út bók með myndum eftir Jóhannes Kjar- val. Formála bókarinnar skrifaði Halldór Lax- ness. Níu ára las ég þennan formála og hafði hann á mig djúp og varanleg áhrif. Þar fjallaði höfundur um huglægt og hlutlægt mat manna og sýndi fram á að það að sjá hlutlægt var að sjá hlutina eins og þeir sýnast vera en hins vegar væri hið huglæga raunveruleikinn sjálf- ur. Auðvitað skildi barnið ekki þessi hugtök en fann í töfrum málsnilldar Laxness það sem það síðan hefur trúað og hafði þá eignast vin sem aldrei brást því. Flestum Íslendingum sem komnir eru til vits og ára hlýtur að vera í fersku minni sá áróður sem rekinn var gegn Suðurnesjamönn- um þess efnis að þar sinntu menn eingöngu hermangi og lægju flatir fyrir erlendum læpu- skapsódyggðum en ræktuðu síður en svo þjóð- lega menningu. En eins og barnið átti hauk í horni áttu Suð- urnesjamenn sömu hjálparhellu í Laxness enda í það minnsta jafn miklir bókmenntaiðk- endur og aðrir Íslendingar. Bækur eins og „Sjálfstætt fólk“, „Íslandsklukkan“, „At- ómstöðin“ og „Paradísarheimt“ svo eitthvað sé nefnt og ljóðasetningar eins og „sumir fóru fyrir jól, fluttust burt úr landi, heillum snauðir heims um ból, hús þeir byggðu á sandi, í út- löndum er ekkert skjól, eilífur stormbeljandi“ – og „eins og hún gaf þér íslenskt blóð úngi draumsnillíngur, megi loks hin litla þjóð leggja á hvarm þér fíngur meðan harpa hörpuljóð á hörpulaufið sýngur“. Þannig mætti lengi telja það sem stappaði stálinu í þá sem stóðu í eld- línunni í baráttu íslenskrar menningar gagn- vart varhugaverðum áhrifum erlendis frá. Skáldjöfurinn og heimsborgarinn Laxness kenndi okkur að meta margt sem til fyr- irmyndar var með öðrum þjóðum en standast jafnframt hvers kyns læpuskap og ódyggðir. Hvernig varð Laxness-fjöðrin til? Ég fer hvert sumar til Kinnarstaða við Þorskafjörð þar sem ég var krakki í sveit á sumrin. Í einni slíkri ferð var ég staddur ofan við Skáldstaði sem er skammt frá Kinnarstöðum. Það var al- veg kyrrt og engin umferð. Ég stöðvaði bílinn, steig út og naut friðarins stundarkorn. Skyndilega var eins og þyngdi yfir og ég sá stóran haförn fljúga. Hann fór hægt og hafði allt umhverfið á valdi sínu, lyfti sér síðan hátt til lofts með súgi. Þegar ég síðan kom í fjöruna á Kinnarstöðum og var farinn að vaða í sjónum eins og ég gerði krakki sá ég arnarfjöður sem flaut við fjöruborðið og skynjaði um leið sam- hengið. Þannig var Halldór Laxness eins og haförn sem hafði íslenska þjóð undir áhrifa- valdi sínu í sínum bókmenntum og dró æv- inlega arnsúg í fluginu. Ég tók fjöðrina með mér og hafði hana til fyrirmyndar þegar ég mótaði laxness-fjöðrina sem nú stendur stækkuð í bronsi. Halldór Laxness var ævinlega upptekinn af börnum og því væri við hæfi að veita við- urkenningu þeim börnum á skólaaldri sem sýndu athyglisverðan árangur í máli og stíl þeim til hvatningar og móðurmálskennurum til stuðnings í þeirra ómetanlega starfi. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sigríður dóttir skáldsins afhjúpaði Laxness-fjöðrina í Reykjanesbæ síðastliðið haust og var móðir hennar, Auður Laxness, viðstödd ásamt listamanninum, Erlingi Jónssyni. HAUKUR Í HORNI Höfundur er myndlistarmaður. Verk hans, Laxness- fjöðrin, var nýverið afhjúpað í Reykjanesbæ. E F T I R E R L I N G J Ó N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.