Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 2003 JULIE Otsuka þykir draga upp ljóslifandi mynd af aðstæðum bandarískra Japana á árum síðari heimsstyrjaldarinnar í bókinni When the Emperor Was Divine, eða Þegar keisarinn var guð. Bókin sem er fyrsta verk Otsuka segir sögu japanskrar fjölskyldu búsettrar í Bandaríkjunum, sem í kjölfar árásarinnar á Pearl Harbour er send í fangabúðir og komið fram við hana eins og óvin- inn. Meðlimum fjölskyldunnar eru aldrei gefin nöfn heldur eru þau einungis nefnd konan, stúlk- an og drengurinn og þjónar það að mati Daily Telegraph vel þeim tilgangi að gefa lesandanum til- finningu fyrir því afnámi á per- sónulegum sérkennum fórn- arlambanna sem átti sér stað og eins til að gera söguna almennari. Bókina segir blaðið þá ekki að- eins vera vel skrifaða og koma við kaun manna heldur sé útgáf- an einnig sérlega vel tímasett. Kopargljúfur Corn NÝJASTA ljóðabók Alfred Corn Copper Canyon, eða Kop- argljúfrið fær góða dóma hjá gagnrýnanda New York Times sem segir þetta ljóðaúr- val sannkall- aðan gleði- gjafa. Bókin sé allt frá því að vera „sam- ansafn leti- legra ferða- brota og borgaralegra hugleiðinga um listir og ritn- ingagreinar að innilegum einræð- um og kröftugum stúdíum á sál- fræði hversdagslífsins.“ Enda verði Corn aldrei orða vant og sé ekki síður heima í orðræðum um ískápssegla en meistarverk Ver- meers. Á krossgötum SÖGUHETJAN í nýjustu bók Benilde Little, Acting Out, lendir í þeirri aðstæðu að þurfa að end- urbyggja líf sitt eftir að fast- eignasalinn eiginmaður hennar tilkynnir að hann sé að yfirgefa hana. Eftir fyrirsjáanlega upp- hafskafla hefst raunveruleg saga Inu, þar sem höfundur tvinnar saman ólíkum tímaköflum og rit- stílbrigðum til að endurvekja innri veröld konu sem tapað hef- ur áttum – eða var e.t.v. aldrei viss hvert hún ætti að halda. Að mati New York Times kann ævi Inu að virka lítt áhugaverð í fyrstu en tjáningarríkur stíll Little sé þó sannarlega vel til þess fallinn að blása í hana lífi. Eldspýtnabox ÁTTUNDA skáldsaga Nicholson Baker A Box of Matches, Eld- spýtnabox, þykir byggjast á sömu hægu viðburðarásinni og fyrri verk höf- undar, en að þessu sinni segir hann sögu ritstjóra læknabóka sem vaknar á hverjum morgni, býr til kaffi, kveikir upp í arninum og sest því næst og leyfir huganum að reika. Hugrenn- ingar hans geta síðan verið um allt frá áhyggjum af því að hann sé að fá skalla til hugsana um dauðann. En efniviður A Box of Matches er hversdagsleiki lífs okkar, hvernig það líður áfram og hvernig við höldum fast í ver- aldlega hluti og smáatriði til þess að finna fastan punkt í tilverunni. Sem að mati gagnrýnanda Daily Telegraph er ekki svo lítið verk. ERLENDAR BÆKUR Er keisarinn var guð Alfred Corn Nicholson Baker S VO áberandi hefur poppgoðið Michael Jackson verið í fjölmiðl- um undanfarna daga að það er ef til vill að bera í bakkafullan læk að fjasa meir um það. En heimsbyggðin öll stendur nú á öndinni yfir honum og ballið byrjaði þegar hann veifaði barn- ungum syni sínum út um glugga á hóteli í Berl- ín til að sýna hann trylltum aðdáendum. Mich- ael hefur haldið sig til hlés um nokkurt skeið, veitir sjaldan viðtöl og forðast fjölmiðla eins og heitan eldinn. Martin nokkur Bashir, Breta sem er þekktur fyrir að hafa forðum tekið op- inskátt viðtal við Díönu prinessu, tókst hið ómögulega og hefur nú gert heimildarmynd um Michael. Fyrir stuttu var hún sýnd í sjónvarpi (endursýnd í dag kl. 11.35) og milljónir manna horfðu stórum augum á lemstrað andlit söngv- arans og fengu að skyggnast inn í skaddaða sál hans. Martin Bashir hitti Michael nokkrum sinnum á heimili hans í Kaliforníu og fylgdist síðan með ferðum hans til Las Vegas og Berlínar. Í myndinni svarar Michael nærgöngulum spurn- ingum Bashirs framan af í hreinskilni sem jaðr- ar við einfeldni og upplýsir um erfiða æsku sína og brotna sjálfsmynd. Hann er samsettur af undarlegum andstæðum, hvorki svartur né hvítur, karlmaður né kona, barn né fullorðinn. Hann á sér griðastað í tilbúinni veröld í Hvergilandi sem er í senn einkaheimili hans, safn og risavaxinn skemmtigarður, umkringdur lífvörðum og þjónustufólki; og þaðan verst hann ágengni fjölmiðla en blaðamenn og ljós- myndarar ofsækja hann, fylgja honum hvert fótmál og leggja allar gerðir hans út á versta veg eftir því sem hann sjálfur segir. Í myndinni er fyrst dregin upp mynd af Michael sem barnalegum, viðkvæmum og ein- mana manni sem klifrar í trjám og eyðir síð- kvöldum í tölvuleiki. Bashir fylgir honum eftir í verslunarmiðstöð þar sem hann er eins og krakki í leikfangabúð, kaupir allt sem hann langar í og eyðir stjarnfræðilegum fjárhæðum án þess að depla auga enda fáránlega ríkur. Bashir talar fyrst við Michael af einlægni og samúð meðan hann vinnur traust hans en geng- ur svo nær honum og spyr hann út í ástamál hans, fegrunaraðgerðir og barneignir af mis- kunnarleysi. Þá fer Michael undan í flæmingi og afneitun, verður órólegur og tvísaga. Bashir býsnast yfir Michael í föðurhlutverkinu og nán- um samskiptum hans við börn og rifjar upp gamlar ásakanir um að hann sé barnaníðingur. Í lok myndarinnar er Michael í algjöru upp- námi og fálmar plástruðum fingrum ýmist í átt að kvalara sínum eða upp að lífvana ásjónu sinni. Daginn eftir frumsýninguna lýsti hann því yfir að Bashir hefði svikið sig. Michael Jackson er fórnarlamb frægðarinnar sem hann þó virðist lifa fyrir og þrífast á. Frægð hans og ótrúleg auðæfi gera það að verkum að hann getur ekki treyst nokkurri manneskju eða bundist öðru fólki tilfinninga- böndum – nema börnum sem þekkja ekki flærð og undirferli. Myndinni um Michael er ætlað að seðja hungur aðdáenda í krassandi smáatriði um einkalíf hans og áherslan er lögð á sér- viskuna í skapgerð hans, útliti og umhverfi en varla er minnst einu orði á snilligáfu hans og framlag til tónlistarinnar. Mynd Bashirs er ekki um listamann heldur skrímsli. Í framhaldi af þessu mætti velta fyrir sér hver ábyrgð fjöl- miðla sé á því furðuverki sem Michael er. Er útlit hans, óeðli og firring ef til vill afleiðing þess hvernig ímynd hans var sköpuð og að hon- um var grimmdarlega fórnað á altari markaðs- aflanna? Það er ekki fjölmiðla að dæma hvort Michael Jackson sé geðveikur eða níðist á börnum. Framsetning Martins Bashirs á mynd- inni af Michael er fordómafull æsifjölmiðlun og það er í rauninni enginn munur á honum og paparazziljósmyndurunum sem hundeltu Díönu í dauðann. MYNDIN AF MICHAEL Mynd Bashirs er ekki um lista- mann heldur skrímsli. Í fram- haldi af þessu mætti velta fyrir sér hver ábyrgð fjölmiðla sé á því furðuverki sem Michael er. S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R IOfar á þessari síðu er fjallað um eina umdeild-ustu heimildamynd síðari ára þar sem manns- líkið Michael Jackson er dregið sundur og saman í háði. Kannski hafði myndin þau áhrif sem allar góðar heimildamyndir eiga að hafa því að áhorf- endur voru jafnfullir efasemda um Jackson eftir sem áður. Yfirlýsing hans eftir þáttinn hljómaði sennilega, að hann væri svikinn. IIEn nýlega var önnur merkileg heimildarmyndfrumsýnd. Hún var líka um stjörnu sem hefur átt það til að leysast upp í óljós tákn fyrir aðdáend- um sínum og andstæðingum. Myndin heitir „Der- rida: The Movie“ og fjallar um þennan franska heimspeking og ólíkindatól sem fólk þreytist seint á að slúðra og slaðra um. Jaqcues Derrida hefur haldið því fram kinnroðalaust að ekkert sé utan textans, allt sé texti, veruleiki okkar jafnt sem hug- arheimar. Þessi staðhæfing hefur orðið tilefni til endalausra orðaskipta, hnippinga og síðast en ekki síst útúrsnúninga. Margir hafa nefnilega tekið Derrida á orðinu og sakað hann um ábyrgð- arlausa afstæðis- og tómhyggju. Aðrir hafa bent á að þessi orð beri ekki að skilja sem svo að enginn raunveruleiki sé til nema í orðum á bók heldur að við eigum erfitt með að nálgast raunveruleikann nema í gegnum tungumálið. En hvað um það. Myndin um Derrida er, að því er virðist, enn eitt tilefnið til þess að snúa upp á kenningar hans. Í breska bókablaðinu Times Literary Supplement – sem hefur reyndar átt langt og erfitt samband við Derrida – er skrifaður dómur um myndina þar sem heimspekingurinn mikli er sagður birtast sem hversdagslegur karl sem striplast á náttfötunum heima hjá sér og er kallaður Jackie af konu sinni og móður. Hann sýnist því ekki minna flæktur í blákaldan veruleikann en hver annar. IIIGagnrýnandi TLS segir myndina aðallegaáhugaverða vegna þess að hún sé eins konar lífsstílsklám, hún sýni heimspekinnginn í sínum „raunverulegu“ og hversdagslegu aðstæðum. Myndavélin eltir hann á milli herbergja heimilis- ins, sötrandi kaffi snemma morguns með beiglum og hunangi og borðandi köld eggaldin í hádeginu. Hann drekkur kampavín með vinum sínum og borðar kex með rækjum. Á skrifstofu hans, sem er hlaðin bókum um heimspeki og póststrúktúralísk vísindi, rekast þáttagerðarmenn svo á vamp- írusögur eftir Anne Rice. Derrida virðist hálf- skömmustulegur þegar hann er inntur eftir því hvort hann hafi lesið þessar bækur og neitar því hikandi. Heimspekingurinn lýsir væntumþykju sinni gagnvart systur sinni og móður og sýnir töku- liði myndarinnar samúð vegna þess að þau eiga erfitt með að finna bílastæði í miðborg Parísar. Hann virðist algerlega venjulegur maður þessi stórkostlegi hugsuður sem þáttagerðarmenn líkja við Platón og Nietzsche. Í ofanálag segir bróðir hans að það sé ómögulegt að botna nokkuð í því hvernig fjölskyldan gat alið af sér annan eins hugs- uð. IVGagnrýnandinn segir að það verði undarlegaáhugavert fyrir þann sem hafi reynt að pæla í gegnum einhverja af bókum heimspekingsins að fá að sjá inn í hversdagsheim hans. Og jafnvel þeir sem álíti hann loddara geti vart neitað því að hann sé þó að minnsta kosti heillandi loddari. En gagnrýnandinn bendir einnig á að það sé ef til vill ekki allt sem sýnist. Myndin virðist gera út á grein- armun einkalífsins og hins opinbera lífs og reyndar tekur Derrida þátt í leiknum. Hann víkur að þess- um mörkum með athugasemdum á borð við að hann sé í raun og veru ekki svona. Hann væri til dæmis oftast öðruvísi klæddur. Og þegar hann er spurður hvað hann hefði helst viljað spyrja Hegel og Heidegger um í mynd sem þessari svarar hann: „Ég myndi auðvitað helst vilja heyra þá tala um kynlíf sitt. En ég myndi aldrei svara ef þið beinduð slíkum spurningum til mín.“ FJÖLMIÐLAR NEÐANMÁLS Á ÞESSUM tíma árs eru líkamsrækt- arstöðvar að jafnaði stútfullar af fólki sem ætlar að taka líkamann í gegn með trompi á mettíma. Staðreyndin er hins vegar sú að stór hluti gefst upp á fyrstu hundrað metrunum og mætir ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi ári síðar þegar nýtt áramótaheit um bætt líf- erni hefur verið gefið. Það er skrýtið að fólk falli í sömu gryfjuna aftur og aftur og áhugavert að velta fyrir sér mögulegum skýringum á því af hverju fólk gefst upp. Einfaldasta skýringin er væntanlega sú að fólki hundleiðist að mæta í líkamsræktarstöðvar. Hvað er til dæmis skemmtilegt við að ham- ast á þrekstiga, -hjóli eða hlaupa- braut og hafa um það eitt að hugsa hversu margar mínútur séu eftir eða hvort svitinn af næsta manni skvettist yfir á mann sjálfan, sem er afar ógeð- fellt. Þá taka lóðin við og á meðan sumum finnst skemmtilegt að lyfta með tímanum þyngri og þyngri byrði og fá skorna vöðva finnst öðrum það óþarfa púl og hafa ekki minnsta áhuga á skornum vöðum. Önnur skýring liggur í tímaskorti. Fyrir með- almanneskju má ætla að ferðin í lík- amsræktarstöð, á þessum tíma árs, taki um og yfir tvo tíma. Æfingin sjálf tekur að jafnaði klukkutíma en það að koma sér á staðinn oft í miklu stressi í umferðarteppu, finna stæði sem oft krefst umtalsverðrar streitu og hörku og ekki síst bið eftir réttum tækj- um og tólum fyrir utan sturturnar í lok- in getur tekið upp undir sama tíma. Fyrir marga er einfaldlega of stór hluti af deginum sem fer til spillis, það er að segja í biðtímann. Gera má ráð fyrir að fólk gleymi ár eftir ár helstu göllum líkamsræktarstöðva og líti á það sem vissa syndaaflausn að kaupa kort í byrjun árs þegar sam- viskubitið nagar það eftir sukk jólahátíðanna. Það telur jú að ef það kaupi kort þá mæti það, en það er því miður sjaldnast raunin. Staðreyndin er sú að fólk hættir með tímanum að stunda líkamsrækt sem því finnst leið- inleg jafnvel þótt það hafi borgað fyr- ir hana. Guðrún Pálína Ólafsdóttir Deiglan www.deiglan.comMorgunblaðið/Golli Kominn tími til að taka á því. LEIÐINLEGT Í RÆKTINNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.