Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 2003 13
SÝNING á verkum þeirra Mat-
isse og Picassos var opnuð í Mus-
eum of Modern Art (MOMA) í
New York nú í
vikunni. Sýningin
hefur þegar verið
sett upp í bæði
París og London
og setti aðsókn-
armet í báðum
borgum.
Með sýning-
unni er kannað
listrænt samlífi
listmannanna,
auk þess sem
verk þeirra Pic-
assos og Matisse
eru víða hengd
upp þannig að
sýningargestir
geti borið þau
saman og þykir
sú upphenging
einstaklega áhrifamikil. Auk
þessa má nefna að safnverðir
MOMA töldu hið þekkta verk
Demoiselles d’Avignon eftir Pi-
casso of verðmikið til að hætta á
að flytja það milli landa og slæst
Demoiselles d’Avignon því ein-
ungis í hóp sýningarverkanna í
Bandaríkjunum.
Titian í National Gallery
Í BRETLANDI verður hins veg-
ar í næstu viku opnuð sýning á
verkum ítalska listamannsins
Titians (1487–1576) og er það í
fyrsta skipti sem sýning til-
einkuð listamanninum er sett
upp þar í landi. Að mati Daily
Telegraph er sýningin einkar
metnaðarfull og hefur verið lögð
mikil vinna í að sýna að fullu
þann fjölbreytilega skala sem
verk Titians ná yfir og segir
blaðið líklegt að um sé að ræða
sýningu ársins í breskum söfn-
um, ef ekki áratugarins.
Titian átti mikinn þátt í þróun
portrettmynda á sínum tíma,
sem og erótískrar listar, auk
þess sem hann skildi eftir sig
trúarleg verk sem þykja sann-
kölluð meistaraverk. Á þeim
rúmlega 400 árum sem liðin eru
frá láti Titians hafa mörg verka
hans eyðilagst og þau sem eftir
eru eru dreifð víða um lönd.
Verkin eru álitnir slíkir dýr-
gripir að erfitt er að fá söfn til að
samþykkja útlán á þeim og þykir
því ekki svo lítið afrek hjá Nat-
ional Gallery að hafa fengið
fjörutíu af bestu verkum Titians
að láni fyrir sýninguna.
Seán Doran til Bresku
þjóðaróperunnar
BRESKA þjóðaróperan (English
National Opera) tilkynnti á
fimmtudag að Írinn Seán Doran
hefði verið ráðinn listrænn
stjórnandi óperunnar frá og með
aprílmánuði.
Seán Doran hefur starfað sem
listrænn stjórnandi við listahá-
tíðina í Perth í Ástralíu frá því
1999. Á þeim tíma hefur hann
umbylt hátíðinni, aukið samstarf
við sveitarstjórn og mennta-
stofnanir sem í kjölfarið hafi
hleypt af stokkunum níu nýjum
hátíðum. Eldmóður Dorans hef-
ur ennfremur aukið fjarframlög
til listahátíðarinnar um rúmlega
þriðjung og komið hátíðinni á al-
þjóðlegan skala.
Matisse og Pic-
asso í MOMA
ERLENT
Matisse -
sjálfsmynd.
Veisla guðanna eftir Titian.
Picasso -
sjálfsmynd.
SKO, hvar byrjar maður … ég er 24 ára oger að ljúka heimspekiprófi frá Háskóla Ís-lands nú í vikunni ef ég næ öllum gögnumheim í tæka tíð,“ segir Haukur Már.
– Hvað ertu að gera í Berlín?
„Ég kom hingað til Berlínar sem Erasmus-
skiptinemi fyrir einu og hálfu ári og ílentist. Lífs-
aðstæður í borginni eru svo ágætar. Hún er þétt-
riðin lista- og námsfólki, vaxandi, borgin er enn
ekki komin í samt lag eftir seinna stríð, hvað þá
eftir múrinn, svo hér er ekkert kyrrt, borgin sjálf
er stöðug hreyfing. Hér er líka ódýrt að lifa og
veturinn er bara stutt og snarpt hlé á annars við-
stöðulausu og afar mannvænu sumri, ólíkt Íslandi
þar sem veturinn er eini veruleikinn.“
– Hvernig atvikaðist að þú varst valinn til að
skrifa leikrit fyrir BBC?
„Royal Court Theatre er framsækið leikhús í
London, sem heldur mikið upp á unga höfunda og
ungt listafólk, og hefur fyrir vikið verið uppnefnt
mikilvægasta leikhús Evrópu af New York Times.
Leikhúsið er að gera tilraun um samstarf við BBC
með verkefninu Webs we weave. Þar auglýsti
leikhúsið um veröld víða eftir ungum leikskáldum,
til að skrifa saman eitt klukkustundar langt út-
varpsleikrit sem verður flutt 29. mars á BBC
World-útvarpsstöðinni. Þeir segja að um 40 millj-
ón manns hlusti, sem er fáránleg tala þegar mað-
ur hefur aðallega gefið út ljóðabækur í 50 eintaka
upplagi.“
– Hvernig hefur vinnan við verkefnið gengið
fyrir sig?
„Höfundarvinnunni er eiginlega lokið núna, eft-
ir þriggja mánaða ferli þar sem samstarfið fór
fram á Netinu, bæði á vefsíðu, með tölvupósti og
spjallrás. Þetta var undarlegt og lærdómsríkt.
Sjálfur hef ég fyrst og fremst skrifað og gert
stuttmyndir, frekar en sviðsverk, og það litla sem
ég hef skrifað fyrir svið hefur aldrei farið á svið.
Ég hef heldur aldrei áður skrifað á ensku.“
– Hverjir taka þátt í þessu?
„Þetta er reyndar djarft verkefni að því leyti, að
þótt flestir þátttakendur séu í raun þaulvanir rit-
höfundar eða leikskáld, þá er enginn breskur eða
bandarískur. Einn Ástrali og einn Nýsjálendingur
eru í verkefninu, annars erum við öll upprunnin og
búsett á öðrum málsvæðum. BBC leggur sig
þannig töluvert fram um að opna enskuna, taka
þátt í þróun alþjóðaenskunnar sem fólk eins og ég
– skiptinemar almennt og förumenn – kann miklu
betur en nokkur Breti.
Hinir höfundarnir í verkefninu eru frá Kenýa,
S-Ameríku, raunar tveir frá Perú, frábær stelpa
frá Króatíu, önnur frá Ástralíu, Singapúr … við
erum alls ellefu. Þema verkefnisins er vatn og var
gefið í upphafi. Það er fengið frá þemaári BBC
sem lýkur held ég daginn sem verkið verður
flutt.“
– Hvernig fóruð þið að, ellefu höfundar um all-
an heim, að skrifa saman leikrit?
„Í tvo mánuði hittumst við vikulega á spjallrás,
fyrst til að velta á milli okkar hugmyndum, „brein-
storma“ um þemað, og veita síðan álit okkar hvert
á annars skriftum, sem við birtum þess á milli á
vef verkefnisins. Framan af þótti okkur mest
spennandi að grufla ægilega mikið hvert í annars
efni, blanda saman og endurblanda eins og raf-
tónlistarmenn, eða starfa eins og tilraunahljóm-
sveit … en það er hægara sagt en gert að fá veru-
lega gott efni þannig. Með þess lags tilraunum og
stöðugri samræðu allra á milli voru samt lagðar
línur, bæði leyndar og ljósar, þræðir urðu til með-
al okkar, tengdir þemanu á ýmsan hátt, og þegar
við skrifum loks hvert eina senu, eina senu sem
gerist í landi höfundarins, þá er ansi margt sem
tengir senurnar án þess að við höfum þá neitt
beint hvert yfir annars bókstöfum að segja. Síðan
er það eitthvert séní frá leikhúsinu, höfundur og
dramatúrg, ásamt framleiðanda hjá BBC, sem
raða senunum ellefu saman í eitt leikrit til upp-
töku og flutnings.“
– Þú hefur einnig staðið fyrir ýmsum uppákom-
um, bókaútgáfu o.fl. í nafni Nýhil. Hvað er það?
„Nýhil er félagsmiðstöð launbúddískra róttækl-
inga með aðalbækistöðvar í Berlín. Okkur þykir
lífið alltof ágætt til að taka það mjög alvarlega.
Eða taka systemin alvarlega; peningasystemið,
vinnusystemið, velsæmissystemið. Það er auð-
veldara að sjá þau utan frá þegar maður stendur
raunverulega, landfræðilega, utan þeirra. Nýhil
hefur hingað til staðið sig best sem bókaútgáfa,
með þrjár útgefnar bækur og einn DVD-disk á
síðasta hausti: Heimsendapestir, ljóðabók eftir
Eirík Örn Norðdahl, Aðilafræðin er heimspekirit
eftir mig og Draumar um Bin Laden leikrit eftir
Steinar Braga. DVD-diskurinn geymir vídeólista-
verk frá Halldóri Arnari Úlfarssyni, myndlistar-
nema í Helsinki og Reykjavík. Fleira er á leiðinni,
t.d. erum við Grímur Hákonarson trúlega að fara
að gera hvor sína stuttmyndina, undir merkjum
Nýhils. Nýhilkvöldin sem við höfum haldið í Berl-
ín og Reykjavík slá tempó í starfið, með mixi af
upplestrum og tónlist frá vinum okkar.“
– Hvað er svo framundan?
„Ég hef verið að ferðast aðeins upp á síðkastið,
dvelst nú hérna í bækistöðinni í Berlín til að sinna
smáskrifræði, útskrifast frá Háskóla Íslands og
þess lags, en ef mér gefst fjárhagslegt svigrúm fer
ég eitthvað annað seinnihlutann í febrúar og mars
til að skrifa. Nýhil gefur út öll okkar verk þangað
til eitthvert forlag býður okkur morð fjár fyrir
höfundarvinnuna, þá gerumst við áreiðanlega allir
mannúðarsinnaðir hægrimenn, komum til Ís-
lands, skiptum yfir á læknadóp og förum að skrifa
bækur um sálfræði hlutabréfamarkaða.“
Skrifar leikrit
fyrir BBC World
Haukur Már Helgason er rithöfundur og heimspekinemi
búsettur í Berlín. Hann var í haust valinn til að taka þátt í
alþjóðlegu hópverkefni um ritun leikrits á Netinu sem
BBC-útvarpið og Royal Court-leikhúsið í London standa
sameiginlega að. HÁVAR SIGURJÓNSSON átti samtal
við Hauk Má með hjálp tölvupósts og netsamskipta. Haukur Már Helgason
havar@mbl.is
„FRÁBÆR og hugmyndaríkur stílisti,“ segir
gagnrýnandi Süddeutsche Zeitung um Hall-
grím Helgason en skáldsaga hans, 101
Reykjavík, kom nýlega út í Þýskalandi og
hafa dómar um bókina í þarlendum og sviss-
neskum blöðum verið lofsamlegir. Í Neue
Züricher Zeitung er Hlynur Björn kallaður
„Don Kíkóti X-kynslóðarinnar“ og gagnrýn-
andi Berliner Zeitung segir að nú sé „Ísland
hætt að hvísla“. Þá líkja gagnrýnendur hon-
um meðal annars við Halldór Laxness og Nick
Hornby. Útgáfurétturinn á 101 Reykjavík hef-
ur nú verið seldur til 12 landa, þar á meðal til
Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu,
Póllands, Rúmeníu, auk Þýskalands.
Eins og víkingar á e-pillum
Í dómi sínum segir gagnrýnandi Süd-
deutsche Zeitung, Stephan Maus, að Hlynur
Björn, aðalpersóna sögunnar, sé „kynlífsóður,
líkt og heill skipsfarmur víkinga á e-pillum“.
Hann heldur áfram og segir: „Frásagnarsnilld
Hallgríms Helgasonar felst í því að gera
þennan þráhyggjufulla sögumann að persónu
sem maður er reiðubúinn að fylgja í gegnum
bókina, þrátt fyrir allan munnsöfnuð og dóna-
skap.“
Matthias Peter segir í Der Landbote: „Hall-
grímur Helgason hefur mikla tilfinningu fyrir
svörtum húmor og hana nýtir hann sér svo
sannarlega þegar hann teflir fram eilífum og
brjálæðislegum leikreglum karlrembusvíns-
ins...“
Gagnrýnandi Stern, Peter Pursche, segir að
101 Reykjavík sé „bók sem maður nýtur“, í
Kulturnews er talað um „dýrlega sjaldgæfan
húmor“ og Joachym Ettel, gagnrýnandi Ul-
timo, segir bókina „dásamlega“. Thomas
Wegmann ritar í Der Tagesspiel að Hall-
grímur hafi skrifað „hrífandi og kjarnmikla
and-þroskasögu, kynngimagnaða blöndu úr
Hans Henny Jahnn og fyrri verkum Nick
Hornbys“.
Kindamenning óljós minning
Í Neue Züricher Zeitung er Hlynur Björn
kallaður „Don Kíkóti X-kynslóðarinnar“.
Gagnrýnandinn ber Hallgrím saman við Hall-
dór Laxness og segir bæði Bjart í Sum-
arhúsum og Hlyn Björn stjórnast af hug-
sjónum; Bjart af „ímynd hins frjálsa bónda“
og Hlyn af „hinum póstmóderníska, alheims-
vædda vitundariðnaði“.
Þá segir Philipp Bühler í Berliner Zeitung:
„Ísland er hætt að hvísla“ og líkir Hallgrími
bæði við Halldór Laxness og Irvine Welsh.
Skáldsagan 101 Reykjavík kom út hjá Máli
og menningu árið 1996.
101 Reykjavík fær lofsamlega
dóma í Þýskalandi og Sviss
Hallgrímur Helgason